Lögmannablaðið - 01.06.2004, Side 26
26
hringt og Merði tekist að veita honum góð ráð. Að því kom að Njáll kallaði Mörð inn til sín og
lét hann heyra hvað skjólstæðingar hans væru ánægðir með fulltrúann. Mörður varð glaður að
heyra þetta og bjó sig undir að Njáll byði honum að gerast meðeigandi, enda Mörður búinn að
starfa hjá honum í rúm fimm ár. Samtal þeirra fór hins vegar í allt aðra átt, því Njáll sagðist
hafa orðið var við að systir Marðar og maður hennar væru tíðir gestir hjá honum á stofunni og
spurðist fyrir um hverju það sætti, en hann kannaðist ekki við að þau væru í hópi skjólstæðinga
sinna. Mörður upplýsti að mágur hans væri byggingameistari sem hefði verið í umfangsmiklum
rekstri og nú væri svo komið fyrirtæki hans væri um það bil komið í þrot og hann hefði eytt
umtalsverðum tíma á undanförnum mánuðum í að aðstoða hann og systur sína. Þeir fóru í
gegnum skjöl málsins sem fylltu nokkrar möppur. „Þú ert náttúrlega ekkert farinn að rukka
þau“, sagði Njáll og varð Mörður að viðurkenna það. Á þessum árum voru lögmenn almennt
ekki farnir að skrifa tímaskýrslur, en Mörður vissi sem var að hann hafði eytt tugum ef ekki
hundruðum klukkustunda í þetta mál systur sinnar og mágs. „Mig langar til þess að gefa þér
heilræði“, sagði Njáll: „Sem lögmaður skalt þú aldrei taka að þér að vinna fyrir þá sem þér
þykir vænt um og ekki heldur fyrir þá sem þér þykir vænt um þykir vænt um“. Mörður komst ekki
til að segja Njáli frá fleiri málum sem hann hafði tekið að sér fyrir frændur og vini, því Njáll
sagði honum fyrirvaralaust upp störfum.
Mörður er löngu búinn að gleyma þessum atburðum, en í framhaldinu setti hann upp sína eigin
lögfræðiskrifstofu í félagi við skólabróður sinn úr lagadeildinni. Í dag, tæpum 30 árum síðar,
eiga þeir stofuna fimm saman og eru með tvo löglærða fulltrúa og nokkra ritara í vinnu. Mörður
hefur í gegnum árin reynt að forðast að vinna að marki fyrir vini og vandamenn, þótt svo að
hann einstöku sinnum gefi góð ráð í þessa átt. Ekki var það vegna þess að Njáll heitinn
Þorfinnsson sagði þetta við hann um árið, heldur er þetta bara svo augljóst. Einn morguninn
kom ritari Marðar alveg miður sín inn á skrifstofu hans og sagði honum að verið væra að bola
tvíburabróður sínum út úr fyrirtæki sem hann hafði stofnað. „Hvað getur hann gert?“ Mörður
sagðist skyldi líta á málið og boðaði bróðurinn á sinn fund. Bróðirinn, Eiður Alfonsson að nafni,
var mjög æstur er hann kom á fund Marðar. Var hann með fjölda tillagna um það hvernig best
væri að fara í málið. Hann var með samsæriskenningar um það hvers vegna félagar hans og
samstarfsmenn ætluðu sér að losa sig við hann. Merði fannst erfitt að átta sig á málinu og gerði
tillögu um að Eiður gerði félögunum tilboð í allt fyrirtækið. Það leist honum engan veginn á, en
lagði til að þeir mættu á hluthafafund og gerðu allt vitlaust. Það varð úr og í framhaldinu sat
Mörður marga fundi með aðilum málsins, oft langt fram á kvöld. Það fannst engin lausn á
málinu og Eiður var orðin þreyttur á úrræðaleysi Marðar. Nokkru síðar mætti Eiður á skrifstofu
Marðar og hellti sér yfir hann og sagðist aldrei hafa hitt aumari ráðgjafa. Mörður fór að velta
því fyrir sér þegar Eiður var farinn hvað eiginlega hefði gerst í þessu máli? Hann næði aldrei að
rukka fyrir þetta? Það skyldi þó ekki vera að honum þætti svona vænt um Eygló Alfonsdóttur?
Hvers vegna skyldi hún hafa sagt upp störfum?
2 / 2 0 0 4