Lögmannablaðið - 01.06.2004, Qupperneq 27

Lögmannablaðið - 01.06.2004, Qupperneq 27
27 Inntak EES samningsins er hið svo-kallaða fjórfrelsi, þ.e frjálst vöru- flæði, frjáls för launþega, frjáls þjón- ustustarfsemi og frjálsir fjármagns- flutningar auk samkeppnisreglna. Samningurinn um EES nær því ekki til allra þeirra efnisþátta sem ESB samn- ingurinn tekur til. Þetta á meðal annars við um samræmingu skatta. Þrátt fyrir þetta geta efnisreglur fjórfrelsisins haft áhrif á sett lög og reglur um skatta. Tilefni þessara skrifa er úrskurður héraðsdómstóls Oslóar (Oslo Tingrett) frá 18. nóvember sl. Dómstóllinn komst að þeirri niður- stöðu að sá mismunur sem í því felst að eigendum hlutafjár, sem ekki eru búsettir í Noregi, er gert að sæta afdráttarskatti af arðgreiðslum, gagnstætt því sem við á um þarlendis búsetta, væri í andstöðu við ákvæði EES-samningsins um frjálst flæði fjár- magns. Er þessi niðurstaða sérstaklega athyglis- verð í ljósi þess að slík mismunun er einnig við- höfð hér á landi. I Nýlegur norskur héraðsdómur Í Noregi er sérstök frádráttarregla heimiluð til að koma í veg fyrir tvísköttun arðstekna hjá inn- lendum félögum, þannig að skattlagning móttek- inna arðgreiðslna er engin. Hér á landi er svipað kerfi, þannig að móttek- inn arður frá félögum er frádráttarbær frá tekjum og því skattlagning slíkra tekna engin. Norski dómurinn Nokkrir erlendir fjárfestingabankar ,,park- eruðu” hlutabréfum sínum í stuttan tíma í ýmsum norskum félögum, þ.e. stuttu áður en aðalfundur var haldinn í félögunum, sem greiddu út arðinn, seldu erlendu bankarnir hluti sína í innlendu bönkunum til innlendra félaga, þó þannig að þeir áttu rétt á að kaupa af þeim aftur sem þeir gerðu stuttu eftir að arðgreiðsla fór fram. Þannig komust þeir hjá afdráttarskatti af arðgreiðslum. Skattyfirvöld töldu að bönkunum hefði borið skylda til að halda eftir afdráttarskatti samkvæmt tvísköttun- arsamningi við Þýskaland og Bretland og var litið framhjá kaup- og söl- ugerningum um hlutabréfin. Niðurstaða dómsins var hins vegar að ákvæði skattalaga um 25% afdrátt- arskatt af arði, greiddum til aðila sem eru heimilisfastir utan Noregs, brjóti í bága við 40. gr. EES samningsins sem hljóðar þannig: 40. gr. Innan ramma ákvæða samnings þessa skulu engin höft vera milli samnings- aðila á flutningum fjármagns í eigu þeirra sem búsettir eru í aðildarríkjum EB eða EFTA-ríkjum né nokkur mismunun, byggð á ríkisfangi eða búsetu aðila eða því hvar féð er notað til fjárfestingar. Í XII. viðauka eru nauðsynleg ákvæði varðandi fram- kvæmd þessarar greinar. Dómurinn byggði öðrum þræði á Verkooijen málinu (C- 35/98) þar sem niðurstaðan var sú að tekjuskattsundanþága vegna arðstekna, sem ein- skorðaðist við arð frá innlendum félögum, væri brot á EES-samningnum um frjálst flæði fjár- magns. Dómurinn tók enn fremur fram að ekki skipti máli hvort tvísköttunarsamningar væru milli ríkja eða hvort reglur í heimalandi leiddu til frádráttar skattsins og benti á að ekki væru tvísköttunar- samningar við öll EES löndin þar sem frádráttur væri í heimalandi. Verkooijen málið – forúrskurður – Hæsti- réttur Hollands óskaði eftir forúrskurði. Málið fjallaði um einstakling sem móttók arð- greiðslu frá erlendu dótturfélagi staðsettu í aðild- arríki ESB. Samkvæmt skattalögum voru einstak- lingar undanþegnir skatti af arði sem nam 1000 gyllinum eða minna en 2000 gyllinum fyrir hjón. Við álagningu var lagður skattur á alla arðgreiðsl- L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð Áhrif EES-samningsins á íslenskan skattarétt Vala Valtýsdóttir hdl.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.