Lögmannablaðið - 01.06.2004, Qupperneq 29
29
Miðvikudaginn 19. maí 2004 öttu félagsmennLMFÍ kappi saman í sparki innanhúss. Var
þetta í tíunda skiptið sem mótið fór fram og er
ótrúlegt hvað félagsmenn (sumir) eldast vel. Sex
lið mættu til leiks sem er svipaður fjöldi og und-
anfarin ár. Lið Reynslu og Léttleika, sem vann
bikarinn til eignar á síðasta ári, mætti ekki til leiks
í fyrsta skipti í sögu mótsins og varð þar skarð
fyrir skildi. Fyrir mótið hafði lið RogL sigrað
samtals fimm sinnum í mótinu, lið Grínarafélags-
ins þrisvar og lið Markarinnar einu sinni.
Úrslit einstakra leikja:
LOGOS - Grínarafélagið 1-3
AM Utd. - KF Þruman 1-0
Mörkin+ - FC Bankó 5-2
LOGOS - Mörkin+ 0-3
FC Bankó - KF Þruman 1-0
AMU - Grínarafélagið 0-1
LOGOS - KF Þruman 2-4
FC Bankó - AMU 2-3
Mörkin+ - Grínarafélagið 3-4
Mörkin+ - KF Thunder 3-5
AMU - LOGOS 4-1
Grínarafélagið - FC Bankó 8-1
FC Bankó - LOGOS 5-3
KF Þruman - Grínarafélagið 2-2
AMU - Mörkin+ 4-1
L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð
Mótið var hið fjörlegasta og virtist stefna í ein-
vígi milli AM Utd., Markarinnar og Grínarafé-
lagsins um fyrsta sætið. Lið KF Þrumunnar byrj-
aði með tveimur tapleikjum en aldursforsetarnir
síungu sýndu í lokin hvað í þeim bjó með því að
ná þriðja sætinu með glæsilegum endaspretti. Lið
FC Bankó átti góða spretti, en mættu aðeins fjórir
til leiks. LOGOS tókst að tapa öllum sínum
leikjum þrátt fyrir að liðið teldist nokkuð sterkt á
„pappírnum“, en hvað er pappír án penna heyrðist
einn áhorfandinn segja!
Enduðu leikar svo að lið Grínarafélagsins bar
sigur úr bítum. Liðið átti nokkuð jafna leiki en átti
sem fyrr í vandræðum með lið Þrumunnar. Lið
Grínarafélagsins gerði nokkru fyrir mótið samn-
ing við Guðna Bergsson verðandi hdl., en að
þessu sinni komst Guðni ekki í liðið og er ljóst að
hann verður að æfa betur fyrir næsta mót ætli
hann sér sæti í liðinu.
Lið AM United kom sterkt til leiks og endaði
stigi á eftir sigurvegurum mótsins. Liðið er skipað
yngri mönnum, en með eldri og reyndari menn á
borð við Hróbjart Jónatansson og Davíð Gíslason
sér til halds og trausts.
Að endingu var lokastaðan í mótinu:
1. Grínarafélagið 4 1 0 18:7 +11 13
2. AM United 4 0 1 12:5 +7 12
3. KF Þruman 2 1 2 11:9 +2 7
4. Mörkin+ 2 0 3 15:15 0 6
5. FC Bankó 2 0 3 11:19 -8 6
6. LOGOS 0 0 6 7:19 -12 0
Hið konunglega
meistaramót
LMFÍ í
knattspyrnu
innanhúss 2004
Í mótslok voru afhent verðlaun og tók lið Grínara-
félagsins á móti nýjum bikar, hinum konunglega
bikar meistaramóts LMFÍ. Það þótti því við hæfi að
kammerjómfrú hins konunglega fjelags á Íslandi
afhenti bikarinn og tókst henni það með sóma!
AM United varð í öðru sæti en hefðu fengið fyrstu
verðlaun – ef þau hefðu verið veitt – fyrir smekk-
lega búningahönnun.