Lögmannablaðið - 01.06.2004, Qupperneq 31

Lögmannablaðið - 01.06.2004, Qupperneq 31
31L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð Norræna málflutningskeppnin: Málflutningsklúbburinn Lög- berg með hæstu stig fyrir greinargerð varnar Norræna málflutningskeppnin er nú haldin í 20. sinn og fer hún fram í Reykjavík dagana 11. til 13. júní. Væntanlegir eru 70 laganemar, lögmenn og aðrir lögfræðingar úr málflutningsklúbbum, sem keppa munu í dómhúsi héraðsdóms Reykja- víkur við Lækjartorg 12. júní og í dómhúsi Hæstaréttar 13. júní. Dómendur eru dómarar við Mannréttindadómstól Evrópu og hæstaréttardóm- arar frá öllum Norðurlöndunum. Málflutnings- liðin hafa skilað greinargerðum og gefnar hafa verið einkunnir fyrir þær. Að þessu sinni voru íslenski málflutningklúbburinn, Club Lögberg, og klúbburinn frá Bergen með hæstu samanlögðu stigin og Club Lögberg með hæstu einkunn fyrir greinargerð varnar. Málflutningurinn í Héraðs- dómi Reykjavíkur laugardaginn 12. júní er öllum opinn. Námsferð til Rómar 6.-10. október 2004 Félagsdeild LMFÍ efnir til námsferðar til Rómar dagana 6.-10. október 2004. Að þessu sinni verður námsferðin með sögulegu ívafi á slóðum Rómverja og Rómarréttarins. Stórkostleg byggingar- list, myndlist og árþúsunda saga Róm- ar heillar alla sem þangað koma. Nánari dagskrá verður kynnt síðar en stefnt er að því að kynnast réttarkerfi lands- ins, sögu Rómar, hitta kollega og fleira. Á meðfylgjandi verðskrá er einungis gert ráð fyrir flugi og gistingu með morgunverði. Hvorki flugvallarskattur né ferðir til og frá flug- velli eru innifaldar. Vegna dagskrár LMFÍ verða þátttakendur síðar rukkaðir um sérstakt aukagjald, m.a. vegna rútuferða, sameigin- legrar kvöldmáltíðar o.fl. Ferðin er farin á vegum Heimsferða. Staðfestingargjald er kr. 10.000,- og greiðist fyrir 15.júní. Stgr.verð: m.v. 1 í herbergi m/morgunmat . . . . . . . . . . . kr. 77.600 m.v. 2 í herbergi m/morgunmat . . . . . . . . . . . kr. 66.800 m.v. 3 í herbergi m/morgunmat . . . . . . . . . . . kr. 66.800 Vinsamlegast sendið upplýsingar um nafn, heimili, kennitölu, síma og hverjir verða saman í herbergi til Eyrúnar Inga- dóttur, eyrun@lmfi.is. Athugið að LMFÍ hefur takmarkaðan sætafjölda, svo fyrstir koma, fyrstir fá. Skráning stendur til 8.júní. f.h. félagsdeildar LMFÍ Eyrún Ingadóttir Sif Konráðsdóttir hrl., formaður málflutningsklúbbs- ins Club Lögberg, er að vonum stolt af sínu fólki og segir það verða spennandi að fylgjast með málflutn- ingnum í dómhúsinu laugardaginn 12. júní. Hér sést hún með Héraðsdóm Reykjavíkur í baksýn. Ljós- myndari: Alda Sverrisdóttir.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.