Vísbending


Vísbending - 16.02.2015, Blaðsíða 1

Vísbending - 16.02.2015, Blaðsíða 1
Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V Í S B E N D I N G • 7 . T B L . 2 0 1 5 1 16. febrúar 2015 7. tölublað 33. árgangur ISSN 1021-8483 Vísbending hefur skoðað bæjarfélög sem standa best og lakar. Átta kjósendur sig á stöðunni? Norðmenn hafa lengi grætt á háu olíuverði. Nú lenda þeir í niðursveiflu. Flutningar með skipum og flugvélum valda því að fjarlægðir skipta minna máli í viðskiptum en áður. „Með ósannindum og óhróðri reyna stjórnarliðar á alla vegu að rugla dómgreind manna“. Hver mælir svo? 1 32 4 Traust og trygg staða sveitarfélaga Árum saman hefur Vísbending skoð-að fjárhagslegan styrk sveitarfélaga miðað við nokkra þætti. Síðasta úttekt var í 38. tbl. árið 2014 og þá voru Seltjarnarnes og Garðabær í efstu tveimur sætunum, en þessi tvö sveitarfélög hafa haft nokkra sérstöðu í könnuninni og skipað sé á eða við toppinn flest ár. Úttektin vekur mikla athygli meðal sveitarstjórnarmanna og þeir vilja gjarnan ná góðri einkunn sem er jákvætt, því að góð einkunn gefur til kynna fjárhagslegan styrk. Á undanförnum árum hefur staða flestra sveitarfélaga batnað, en engu að síður hafa mörg þeirra fengið fall- einkunn eða minna en 5,0. Árið 2014 stóðst um þriðjungur sveitarfélaganna ekki fjár- hagslegar kröfur Vísbendingar. Peningar eru ekki allt Mörg sveitarfélög sem ekki fengu háa einkunn á mælikvarða Vísbendingar undu því illa á árum áður og ósjaldan fékk ritstjóri hringingar eða pósta frá óánægðum bæjar- stjórum sem sögðu að taka yrði tillit til fleiri þátta en hinna fjárhagslegu, þegar metið væri hvaða sveitarfélög væru til fyrirmyndar. Líta yrði til hás þjónustustigs og ánægju íbúanna að minnsta kosti jafnhliða öðrum þáttum. Undantekningarlítið hafa þau bæjarfélög sem hæst kvörtuðu undan ósanngjarnri um- fjöllun Vísbendingar lent á lista eftirlitsnefnd- ar um fjárhagsveitarfélaga um tímabundna gjörgæslu. Auðvitað er það engu að síður spennandi að vita hvort þau sveitarfélög sem best standa fjárhagslega ná sínum styrk með svo mikilli aðhaldssemi að íbúarnir líði fyrir. Ný- lega kom út bókin Hin mörgu andlit lýðræðis eftir Gunnar Helga Kristinsson. Undirtitill bókarinnar lýsir efninu vel: Þátttaka og vald á sveitarstjórnarstiginu. Í bókinni lýsir höfundur athugun sinni á sveitarstjórnarstiginu og byggir þar með- al annars á viðamikilli könnun sem gerð var árið 2009 meðal íbúa og sveitarstjórn- armanna í 22 stærstu sveitarfélögunum. Í hverju um sig var úrtakið 300 manns þannig að ætla má að niðurstöður gefi góða hug- mynd um afstöðu íbúa. Meðal niðurstaðna sem höfundur birtir er afstaða íbúa til kynn- ingar, samræðu og áhrifa þeirra á störf sveit- arstjórna. Niðurstaðan er sú að þrjú sveitar- félög hafi nokkra sérstöðu og raði sér í efstu sæti á öllum sviðum. Þetta eru Garðabær, Seltjarnarnes og Hornafjörður. Höfundur telur að almennt séu kynning og samræða erfiðari eftir því sem sveitarfélögin séu stærri. Traust Sérstökum kafla er varið í traust á sveit- arstjórnum. Allir þekkja að almenningur treystir flestum stofnunum samfélagsins ekki vel og traustið rýrnaði enn við hrun. Þetta á líka við um sveitarfélögin, en þó bera 60% íbúanna töluvert eða mjög mikið traust til sveitarstjórna í sínu byggðarlagi árið 2009 meðan minnihluti treystir ríkisstjórn, Al- þingi og ráðuneytum. Áhugavert er að skoða hvernig traust til sveitarstjórna tengist því hvernig fjárhagur þeirra er. Könnunin er gerð árið 2009, en ákveðið var að bera niðurstöður saman við árið 2012. Þannig sést hvort sveitarstjórnir hafa staðið undir því trausti eða vantrausti sem álit íbúanna endurspeglar. Athugunin hér byggir á röðun þannig að skalinn sjálfur skiptir ekki máli heldur hvar sveitarfélög- in lenda í röðinni. Hann er jafnframt lát- inn skiptast um 0 þannig að sveitarfélagið í miðunni fær einkunn núll en nær frá -10 upp í 11. Sveitarfélagið sem besta einkunn fær er með 11 stig og það lægsta -10. Myndin sýnir að fylgni er allgóð á milli trausts og þess hvort stjórnirnar reynast traustsins verðar. Efst til hægri eru fyrrnefnd þrjú sveitarfélög og Vestamannaeyjar koma þar skammt á eftir. Sömuleiðis sést að ýmis sveitarfélög sem lakar standa, Reykjavík, Norðurþing og Álftanes, eru neðarlega í vinstri hlutanum. Fylgnin er ekki fullkomin. Allmargar sveitarstjórnir njóta lítils trausts en bæjarfélögin standa bærilega meðan önnur standa lakar en íbúarnir treysta samt sveitarstjórnum. Fylgni er þó jákvæð með r=0,44. Niðurstaðan er því sú að íbúar eru allvel meðvitaðir um stöðu bæjarfélaganna og sambandið milli traustrar stjórnar og góðrar fjármálastöðu. Mynd: Fjárhagsstaða 22 stærstu sveitar­ félaganna og traust íbúanna til sveitarstjórna Byggt er á röðun. Fjárhagslega sterkustu sveitarfélögin eru til hægri á myndinni og þær sveitarstjórnir sem best er treyst ofarlega. Heimildir: Hin mörgu andlit lýðræðis eftir Gunnar Helga Kristinsson og úttekt Vísbendingar.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.