Vísbending - 16.02.2015, Síða 4
4 V Í S B E N D I N G • 7 . T B L . 2 0 1 5
ríkjunum búa um 330 milljónir manna.
Með öðrum orðum hefur mannfjöldi í
Evrópu vaxið um þriðjung á meðan hann
hefur þrefaldast í heiminum og Bandarík-
in hafa meira en tvöfaldast.
Ef við horfum nokkra áratugi fram í
tímann er ljóst að Evrópa mun ekki vaxa,
heldur mun íbúum álfunnar fækka, enda
er fæðingartíðni um 1,4 börn á par, á
meðan nauðsynlegt er að sú tíðni sé 2,1 til
að mannfjöldinn haldist óbreyttur5. Mesti
vöxturinn verður í Asíu og Afríku.
Að framansögðu er nokkuð ljóst að
þegar við erum selja vörur okkar þurfum
við að hafa í huga að fjarlægðartakmark-
anir sem áður þýddu að nær allar okk-
ar vörur fóru til næstu nágranna, eiga
ekki lengur við. Það er nauðsynlegt að
vinna útflutningsgreinum landsins fleiri
markaði enda mun evrópski markaðurinn
dragast saman um fyrirsjáanlega framtíð
og ekki vera sú þungamiðja sem hann var
fram að 21. öldinni.
Einhverjir vilja líkja Kína við Japan á
9. áratugnum, sem fagnaði ævintýralegum
uppgangi þangað til bankakerfið hrundi.
Því er haldið fram að uppgangurinn sé
keimlíkur og gæði lánveitinga hafi beðið
stórtjón af öllum asanum og þegar loks
hægi á hagvextinum kom í ljós að lántakar
standi ekki undir afborgunum í hægara
hagvaxtarumhverfi.
Þó að hagvöxtur í Japan hafi verið
hægur síðan hrunið varð 1989, þá er
landið enn 3ðja stærsta hagkerfi heims og
þriðjungi stærra en hið þýska. Hagkerfið í
Kína er nú nær tvöfalt stærra en í Japan og
þó að mikil kreppa kunni að skella þar á
næsta áratuginn mun landið ekki missa þá
stöðu um fyrirsjáanlega framtíð6.
Að líta á heiminn sem eitt
svæði
Fríverslunarsamningur á milli Kína og
Íslands tók gildi 1. júlí 2014. Áhugavert
er að skoða hvernig slíkir samningar hafa
reynst öðrum þjóðum. Nærtækast er að
líta til Nýja-Sjálands, en þar var samn-
ingur undirritaður 2008 og strax fjórum
árum seinna hafði Kína tekið fram úr
Ástralíu sem mikilvægasta viðskipta-
land Nýja-Sjálands. Útflutningur hefur
verið mestur í kringum sjávarfang og
kjöt, líkt og væntanlega yrði frá Íslandi,
en einhverjum kann þarna ólíku saman
jafnað vegna meiri nálægðar landanna.
Reyndin er hins vegar sú að fjarlægðin frá
Auckland til Sjanghæ er meiri (9400 km)
en frá Keflavík til Shanghæ (9000 km).
Á sumrin er beint flug á milli Keflavík-
ur og Tókíó, sem er jafn löng vegalengd
Aðrir sálmar
Ráðleysi og brigðmælgi
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson
Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík.
Sími: 512 7575.
Net fang: visbending@heimur.is.
Prentun: Heimur. Upp lag: 700 eintök.
Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita
án leyfis út gef anda.
Alveg furðulegt er að jafn duglítilli ríkisstjórn sem þeirri er nú á að heita
að fari með völd, skuli á jafn skömmum
tíma hafa tekizt að koma jafn miklu illu til
leiðar. Hefst sú saga áður en ráðherrarnir
settust í stólana. Herðir svo sprettinn,
þegar forsætisráðherra eftir þriggja mánaða
raunaferil, heitir þjóðinni því að leysa
allan vanda hennar í efnahagsmálunum,
án þess að nokkur maður missi spón
úr aski sínum, og rennur síðan braut
ófarnaðar með stöðugt vaxandi hraða,
allt fram á þennan dag. … Þar fer saman
giftuleysi, ráðleysi og brigðmælgi. Er það
allt illt, en brigðmælgin þó langverst. …
Látum það liggja á milli hluta, hvort
rétt sé að fara enn troðnar slóðir í efna-
hagsmálunum eða ekki. … En um hitt
verða allir að hafa eina skoðun, að þeir,
sem gengið hafa fyrir þjóðina og gefið
ákveðin fyrirheit um ákveðna lausn …
þeim ber að standa við loforð sín.
Haldizt ríkisstjórn Íslands það uppi
að bregðast í öllum aðalatriðum öllum
fyrirheitum sínum, en fara þó áfram með
völd í landinu, þá er það ekki markverð-
ust tíðindi á sviði íslenzkra stjórnmála, að
stjórnin hafi þrátt fyrir þetta athæfi bjarg-
að lífi sinu, heldur hitt, að þjóðin hafi
glatað dómgreind sinni, pólitísku siðferði
og velsæmi. …
Með ósannindum og óhróðri reyna
stjórnarliðar á alla vegu að rugla dóm-
greind manna og villa þjóðinni sýn.Það
er hörmulegt og háskalegt athæfi. Hitt er
þó miklu háskalegra, ef þjóðin, sem að yf-
irgnæfandi meirihluta til sér hverju fram
hefur farið, sér og skilur, að öll loforð og
fyrirheit eru að engu höfð og oftast gert
þveröfugt við það, sem lofað var, unir
slíku athæfi. ...
Hverju er maðurinn bættari þótt
hann öðlaðist öll gæði veraldarinnar, ef
hann glatar sálu sinni? Og hverju væru
Íslendingar bættari, þótt enn væri aukið
á allsnægtir þeirra, — sem fjarri fer að sé
eða verði, með þeirri forustu, sem nú er,
— ef þjóðin glatar velsæmi sínu, ef hún
sýnir mönnum mestu virðingu og fyllsta
trúnað, jafnt þótt þeir séu alstrípaðir
ósanninda og brigðmælunum á almanna-
færi.
Úr ræðu Ólafs Thors, formanns Sjálf-
stæðisflokksins, við setningu þings S.U.S.
í október 1957. bj
og héðan til Sjanghæ. Nýir fiskistofnar í
lögsögu okkar, svo sem bláugga túnfiskur,
gerir þessa flugleið hagkvæma, en farþegar
eru einnig um borð í vélunum, líkt og
gerist hjá Icelandair.
Fiskur er vannýtt auðlind ef einung-
is er hægt að selja flökin fersk til Evrópu
og Bandaríkjanna, því markaðir í Kína
greiða jafn hátt kílóverð fyrir hausa og
börð. Það sama á við um ýmsar afurðir
svínaframleiðslu, en magi getur gefið
svipað kílóverð og beikon í Kína.
Þegar horft er til framtíðar sést
greinilega að mikilvægi Evrópu gagnvart
útflutningsgreinum okkar mun minnka
og það þrátt fyrir t.d. aukið mikilvægi
ferks, ófrosins, sjávarfangs. Kaupmáttur-
inn vex hraðast þar sem vinnumarkaður
fer vaxandi og neysla lúxusvarnings fylgir
fast í humátt á eftir. Íslenskum sjávarútvegi
hefur tekist að breyta framleiðslu sinni úr
5 punda þorskblokk sem síðan var þýdd,
brauðuð og djúpsteikt og borin á borð í
skólamötuneytum, í að vera fersk flök sem
borin eru á borð á fínustu veitingahúsum.
Með sama hætti munum við geta unnið
okkur nýja, vaxandi og ríka markaði, ef
viljinn er fyrir hendi.
Heimildir:
1 Auðlegð Þjóðanna (1776). Kafli 3 fjallar
um flutninga og borin er saman t.d. kost-
naður við flutninga frá Leith til London, sjó
eða landleiðina
2 The Box (Mark Levinson 2006) er frábær
bók um gámavæðingu heimsins og vinsælasta
bókin í Kísildalnum um þessar mundir, en
hún sýnir hvernig andstaða verkalýðshreyf-
ingar, stofnana og kerfisins getur hamlað
framþróun.
3 Hlutfall útflutnings af þjóðarframleiðslu:
http://data.worldbank.org/indicator/NE.EXP.
GNFS.ZS
4 Ef Rússlandi og Úkraínu væri bætt við
Evrópu hefði fjöldinn verið um 550 milljónir
um miðjan 6. áratuginn og 740 milljónir í
dag, en í þeim löndum er fólksfækkun meiri
en í Evrópu á næstu árum
5 The Next 100 years (2009) er áhugaverð
bók eftir George Friedman, en hægt er að
mæla með fyrri helming bókarinnar hvað
hugmyndir um lýðfræði varðar. Eins hefur
Friedman skrifað mikið um Japan og þróun
uppgangs (og hnignunar) þar í landi.
6 Þjóðarframleiðsla landa: http://data.
worldbank.org/indicator/NY.GDP.MKTP.
CD/countries
framhald af bls. 3