Vísbending


Vísbending - 09.03.2015, Page 2

Vísbending - 09.03.2015, Page 2
2 V Í S B E N D I N G • 1 0 . T B L . 2 0 1 5 verðbólga m.a. af atvinnustigi og þau taka síður tillit til hinna huglægu þátta sem tengj- ast þjóðarsátt. Samt finnast í hagfræðibækur og -greinar sem hjálpa okkur að skilja sam- spil þessara tveggja áhrifavalda verðbólgu – atvinnustigs og þjóðarsáttar. Einn helsti hagfræðingur Ítala á síðari hluta tuttugustu aldar, Ezio Tarantelli, fjallaði um vinnumarkaðinn frá sjónarhóli þjóðar- sáttar. Hann lýsir því hvernig líta megi á stöðugt verðlag – eða litla verðbólgu – sem almannagæði. Hvert stéttarfélag getur átt þátt í að búa til þessi gæði með hóflegum launakröfum. Sú freisting er ávallt fyrir hendi að leggja ekki sitt af mörkum og fara fram á miklar launahækkanir, en treysta því að önn- ur stéttarfélög sjái um að viðhalda stöðugu verðlagi. Þessi freisting er þeim mun meiri sem verðbólga er meiri, vegna þess að þá er auðveldara að fela launakröfurnar á bak við miklar verðlagshækkanir. Þegar verðlag er stöðugt er tekið eftir því þegar einn hópur fer fram á og fær miklar launahækkanir, eins og dæmin hér á landi undanfarna mánuði sanna. Einnig er freistingin meiri en ella þegar stéttarfélögin eru mörg og smá, þannig að ekkert eitt þeirra hefur mikil áhrif á verð- lag. Stór stéttarfélög, svo ekki sé talað um heildarsamtök launafólks, verða hins vegar að gera ráð fyrir að óhóflegar launahækkanir leiði til verðbólgu. Fleira kemur til. Til þess að stéttarfélag sé tilbúið til þess að leggja sitt af mörkum til þess að búa til almannagæði sem felast í stöðugu verðlagi verður að vera sæmileg sátt um tekjuskiptingu í þjóðfélaginu. Ef félags- mönnum finnst að sér sé misboðið er við því að búast að þeir ákveði að „skerast úr leik“ við að búa til þessi almannagæði og fari fram á miklar launahækkanir. Sömuleiðis getur afstaða til ríkisstjórnar valdið því að stéttar- félög leggja minni áherslu á verðstöðugleika. Ef félagsmönnum finnst aðgerðir ríkisstjórn- ar líklegar til þess að leiða til aukinnar mis- skiptingar tekna og að þeir hafi verið hlunn- farnir aukast líkur á því að þeir vilji ekki taka þátt í að búa til stöðugt verðlag. Hvernig tengist þetta jafnvægi á vinnu- markaði? Í slíku jafnvægi eru kröfur samtaka launafólks um aukinn kaupmátt samræman- legar við tilboð atvinnurekenda. Þá er sátt á vinnumarkaði og ekki kemur til verkfalla. Á mynd 1 er sýnt hvernig kaupmáttar kröfur launafólks hækka með hærra atvinnustigi – spenna á vinnumarkaði framkallar auknar launakröfur – á meðan launatilboð atvinnu- rekenda (bláa línan) eru óháð atvinnustigi. Gera má ráð fyrir að kaupmáttartilboð atvinnu rekenda fari eftir framleiðni og álagn- ingu á vörumarkaði meðan kaupmáttar- kröfur stéttarfélaganna fara eftir því hversu mikil hætta er á að félagsmaður verði atvinnu laus sem er því minni eftir því sem atvinnustig er hærra. Ef atvinnustig er hátt, til hægri við jafnvægis punktinn, fara stéttafélög launa- fólks fram á að fá meiri kaupmátt í kjara- samningum en atvinnurekendur eru til búnir að greiða. Þá er ófriður á vinnumarkaði, hætta á verkföllum og að samið verði um Mynd 1. Jafnvægi á vinnumarkaði Hagstjórn, réttlæti og friður á vinnumarkaði Hagstjórn hefur gengið vel undanfarin misseri þótt leynt fari: Atvinna hef-ur aukist, kaupmáttur launa sömu- leiðis, skuldir heimila og fyrirtækja minnkað, hlutfall skulda ríkisins af landsframleiðslu er á niðurleið, skuldir sveitarfélaga dragast saman, afgangur er á viðskiptum við út- lönd, erlendar skuldir lækka. Með peninga- stefnunni hefur dregið úr sveiflum í þjóðar- búskapnum, verðbólga er sáralítil og hefur haldist undir markmiði undanfarið rúmt ár. Í fyrsta sinn í langan tíma eru væntingar um að verðbólga muni haldast nálægt markmiði um fyrirsjáanlega framtíð. Með inngripum á gjaldeyrismarkaði hefur Seðlabankinn dregið úr sveiflum krónunnar og byggt upp gjaldeyris forða. Óánægjuraddir heyrast samt, bæði um fjármagnshöftin og um launaþróun. Það er einmitt við afléttingu haftanna og í kjara- samningum á komandi mánuðum sem helstu hættur er að finna. Hér verður fjallað um kjarasamninga sem fara í hönd. Jafnvægi á vinnumarkaði og þjóðarsátt Í hagfræði er yfirleitt gert ráð fyrir tengslum á milli atvinnustigs og launaverðbólgu. Þegar atvinna hefur aukist mikið myndast spenna á vinnumarkaði. Hún kemur fram í launa- skriði þegar fyrirtækin keppa um starfsfólk eða stéttarfélög launafólks fara fram á mikl- ar launahækkanir. Talað er um „jafnvægis- atvinnuleysi“ sem það stig atvinnuleysis sem leiðir til stöðugrar verðbólgu. Á Íslandi hefur einnig verið rætt um mikilvægi verklags við gerð kjarasamninga og bent á „þjóðarsátt“ við kjarasamningana árið 1990. Þá komu aðilar vinnumarkaðar sér saman um að láta krónulaunin hækka hóflega mikið þannig að kaupmáttur ykist, en verðbólga ekki. Krónulaun geta þá hækk- að í samræmi við vöxt framleiðni og hóflega verðbólgu. Nú á vormánuðum hafa ýmsir talsmenn stéttarfélaga launafólks látið hafa eftir sér að ekki sé hljómgrunnur fyrir slíkri sátt, þar sem hópar á vinnumarkaði hafi ekki tekið þátt í þeirri tilraun að þjóðarsátt sem lagt var upp með í síðustu samningum. Því muni hvert félag nú hugsa um sinn hag, án þess að taka tillit til heildarhagsmuna við gerð kjarasamninga. Í hefðbundnum þjóðhagslíkönum ræðst 3     Jafnvægipunkturinn hefur færst til vinstri á myndinni og jafnvægisatvinnuleysi, sem er það atvinnuleysi sem kemur í veg fyrir launaskrið og verðbólgu, er meira en áður. Mynd 1. Jafnvægi á vinnumarkaði Mynd 2. Þjóðarsátt rofin Launakröfur stéttarfélaga Launatilboð atvinnurekenda Jafnvægi Atvinnustig = (1-atvinnuleysi) Kaup- máttur Launakröfur stéttarfélaga Launatilboð atvinnurekenda Jafnvægi Atvinnustig = (1-atvinnuleysi) Kaup- m ttur A  B   C   Gylfi Zoega prófessor

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.