Vísbending


Vísbending - 04.05.2015, Side 4

Vísbending - 04.05.2015, Side 4
4 V Í S B E N D I N G • 1 8 . T B L . 2 0 1 5 Aðrir sálmar Þar lærir æskan að stela Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Net fang: benedikt@heimur.is. Prentun: Heimur. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. Margir eru sannfærðir um það að heimurinn fari sífellt versnandi og óttast allar breytingar. Óttinn við það sem þeir þekkja lítið er slíkur, að þeir mála það dökkum litum og gera því upp alls kyns lesti sem þeir telja versta í heimi. Þessi ótti er ekki nýr af nálinni. Reykvíkingar voru ekki hátt skrifaðir í sveitinni í gamla daga og útlendingar þaðan af verri. Fyrir tæplega öld skrifaði Guðmundur Friðjónsson rithöfundur frá Sandi smá- sögu sem nefndist Húsvitjun og birtist í bók hans Sólhvörfum árið 1921. Prestur einn ræðir við bónda í sveitinni sem tel- ur að Reykjavík sé ekki merkilegur bær, hún sé ekki stór nema í glæpunum. „Eg á við það, að þar lærir æskan að stela, hópum saman, eg á við það að þar eru vændiskvennahús og sjúkdómar, sem stafa af þess háttar bralli. Þar eru börn borin út, og boruð göt á skipin í fjárdráttarskyni. Þar sem alt þetta fer fram og fer vaxandi, er hvorki skeytt um skömm né heiður, samviku né sál. Mér finst þessi höfuðstað- ur vera lítið keppikefli.“ Í næstu húsvitjun er bóndinn ekki bjart sýnni á nútímann: „Alt botnveltist, klæðnaður, matarhæfi, trúarlíf. … Eg skil ekki þessa nauðsyn, sem sumum finst á sífeldu nýjabrumi í siðvenjum og lifnaðar- háttum. Eg held að reynsla kynkvíslanna sé orðin svo ábyggileg, að óhætt sé að treysta henni.“ Lögreglan fær ekki betri umsögn á næsta bæ. Ekkert tjái að kæra sauða- þjófnað: „Sama fréttin kemur nú úr öllum áttum, að naumast sé árangurs að vænta, þó kært sé til lögreglustjóranna vegna af- brota. Þeir humma alt fram af sér – vegna þessarar svokölluðu mannúðar.“ Mannúð- in komi frá jafnaðarmennskunni „sem nú er að asnast inn í landið okkar.“ Ættarnöfn séu hin versta útlenda plága og það skipti litlu þó að þau tíðkist í út- löndum, því að útlendingar láti sér líka sæma að „ganga með kynfærasjúkdóma“ enda sé ættarnafnafaraldurinn „á sinn hátt kynferðissjúkdómur á tungunni okkar norrænu.“ Fyrst ástandið var svona í Reykjavík fyrir hundrað árum er ekki við góðu að búast í nútímanum eftir að mannúðin og aðrir sjúkdómar hafa grasserað í heila öld. Og verra hlýtur það að vera í útlöndum. bj framhald af bls. 1 milljörðum króna í 445 milljarða eða um 29%. Sé litið til heildarskatta er prósentan 52%, þ.e. lækkun um rúman helming. Þetta er áhugaverð niðurstaða, því að hún sýnir að lífeyrisgreiðslurnar úr B-deild LSR, sem margir hafa litið á sem eins konar lávarðadeild lífeyrisþega, fjár magna beint og óbeint um helming skuld bindingarinnar. Ekki má heldur gleyma því að þegar tekið hefur verið tillit til eigna stendur eftir ríflega 100 milljarða króna skuld í stað 400 milljarða króna. Vissulega háar tölur, en ekki eins skugga- legar og þær sem oftast eru í umræðunni. Niðurstöður Áfallin skuldbinding B-deildar LSR í árs lok 2014 var 630 milljarðar króna. Á myndinni má sjá hvaða áhrif það hef- ur ef metið er til tekna annars vegar sú upphæð sem sparast í framlög frá TR til þessa hóps og hins vegar tekjur ríkisins af LSR-félögum umfram það sem væri ef þeir væru í almennum lífeyrissjóði. Þessi niðurstaða ætti að vera stjórnmálamönn- um hvatning til þess að taka á vandan- um. Vegna þess að bæði greiðslum frá TR og sköttum má breyta á ári hverju er ekki um að ræða skuldbindingu í eiginlegri merkingu orðsins eins og hjá lífeyrissjóði, þar sem um loforð er að ræða. Engu að síður sýnir niðurstaðan að frá sjónarhóli ríkisins er ekki allt sem sýnist þegar horft er á gríðarlegar skuldbindingar vegna op- inberra starfsmanna. Mynd: Skuldbinding ríkisins vegna B-deildar LSR - umframskattar dregnir frá Skuldbinding skv. ársreikningi er 630 milljarðar (auk 4 milljarða í reiknaðan kostn- að). Ríkið sparar sér 123 milljarða í lífeyrisgreiðslur TR og fær 62 milljörðum meira í tekjur af þessum hópi en ef greitt hefði verið í almennan lífeyrissjóð. Eftir standa 446 milljarðar. Heimild: Ársreikningur LSR B-deild, útreikningar Talnakönnunar (sjá töflu 2). laga í LSR-B annars vegar og fólks sem ekki er í LSR-B hinsvegar. Samkvæmt tryggingafræðilegri úttekt fyrir árið 2014 er áfallin skuldbinding vegna lífeyrisþega 361 milljarður króna hjá LSR-B. Ríkið sparar sér hins vegar í útgjöldum í al- mannatryggingalífeyri, þ.e. útgjöld frá TR, um 24,1% af lífeyrinum. Ef dregnar frá skatttekjur vegna hóps- ins umfram þá sem eru í almennum sjóð- um, fæst að í raun stendur eftir niður staða upp á um 231 milljarða, þ.e. hugsa má dæmið sem svo að sjóðfélagar sjálfir fjár- magni um 36% af lífeyrisskuldbindingu sinni. Væru hins vegar teknar heildar- skatttekjur sem hið opinbera fær frá hópnum standa eftir 157 milljarðar, þ.e. hið opinbera fær til baka 56% af skuld- bindingunni, beint eða óbeint. Sambærilegir útreikningar vegna virkra sjóðfélaga, þ.e. þeirra sem enn eru að vinna og greiða í LSR-B (eða eru iðgjalds- frjálsir), gefa að skuldbinding þeirra er að 31% fjármögnuð af minni útgjöldum frá TR og hærri sköttum. Með heildarskött- um er hlutfallið 53%. Loks má líta á þá sem eiga geymd réttindi hjá LSR-B, en eru hvorki komnir á lífeyri né greiða enn til sjóðsins. Obbinn af þessum hópi er með lítil réttindi hjá LSR og hér er áætl- að að fyrir hópinn sé sparnaðurinn vegna minni útgjalda TR og skattatekna aðeins um 7%. Alls lækkar skuldbinding vegna LSR-B því ef reiknað er með þessum hætti úr 630

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.