Vísbending


Vísbending - 04.05.2015, Blaðsíða 2

Vísbending - 04.05.2015, Blaðsíða 2
2 V Í S B E N D I N G • 1 8 . T B L . 2 0 1 5 Fjölgun ferðamanna og fjárfesting í hótelum Mynd 1: Sprenging í fjölda ferða manna frá árinu 2011 Ferðaþjónustan hefur vaxið gríðar­mikið á undanförnum árum. Frá árinu 2013 hefur hún skapað meiri gjaldeyristekjur en nokkur önn­ ur atvinnugrein í landinu. Ekkert bendir til annars en að svo verði áfram á næstu árum og að þjóðhagslegt vægi ferða­ þjónustunnar eigi enn eftir að aukast. Stöðug fjölgun ferðamanna leiðir til aukinna umsvifa í fjölmörgum greinum, bæði innan og utan beinnar ferðaþjón­ ustu. Af auknum umsvifum utan beinnar ferðaþjónustu má nefna fjölgun veitinga­ húsa og ferðamannaverslana í miðborg Reykjavíkur, auk þess sem stóran hluta af aukinni bílasölu undanfarin ár má rekja til mikillar fjölgunar bílaleigubíla. Í þessari grein er skoðað hvaða áhrif þessi mikli vöxtur hefur haft á hótelmarkaðinn og sjónum beint að Reykjavík. Sprenging! Á mynd 1 sést fjölgun erlendra ferða- manna frá árinu 2000, en á því ári voru þeir um 293 þúsund. Þetta eru ferðamenn í Leifsstöð og því vantar tölur um þá sem koma með Norrænu og um farþega skemmtiferðaskipa. Eins og sjá má á mynd 1 hefur fjölgunin verið mismikil frá ári til árs, en ríflega 8% á ári að meðaltali yfir þetta tímabil. Mesta athygli vekur mikil og viðvarandi fjölgun frá og með árinu 2011, um eða yfir 20% á ári sem vart er hægt að kalla annað en sprengingu. Erl endir ferðamenn voru í fyrsta sinn fleiri en 500 þúsund á árinu 2011, en á árinu 2014 voru þeir 970 þúsund talsins. Margt bendir til þess að í ár verði þeir fleiri en 1.200 þúsund. Þessi öra fjölgun kallar á fjárfestingar, bæði hjá einkaaðilum og því opinberra. Einkaaðilar fjárfesta í hót- elum og gistiheimilum, hverskyns afþrey- ingu, hópferðabílum, bílaleigubílum, söluskálum, verslunum og veitingastöð- um. Af hálfu opinberra aðila kallar fjölg- unin einkum á fjárfestingu í innviðum á sviði samgangna, í vegakerfi, bílastæðum, göngustígum og margskonar þjónustu við fjölsótta ferðamannastaði, auk fjárfestingar á Keflavíkurflugvelli sem hleypur á millj- arðatugum á næstu árum og áratugum. Alþjóðleg þróun Ferðaþjónusta er mjög vaxandi atvinnu- grein í heiminum. Reikna má með því að um 1.200 milljónir manna ferðist milli landa á þessu ári og þeim hefur fjölgað um 500 milljónir á 15 árum, úr tæplega 700 milljónum árið 2000. Búist er við að árlegur vöxtur til ársins 2030 verði á bil- inu 3 – 4%. Um einn af hverjum þúsund ferðamönnum, sem ferðast milli landa á þessu ári, leggur því leið sína til Íslands. Ýmsir þættir valda því að ferða- þjónustan hér á landi hefur vaxið mun hraðar en á heimsvísu og margt bendir til sú þróun haldi áfram á næstu árum. Ekk- ert bendir til annars þótt auðvitað verði að taka spám með fyrirvara. Spurningin er fremur sú hversu ör fjölgunin verður en hvort hún verður. Tvær milljónir eftir sjö ár? Á mynd 2 er sett fram ágiskun um fjölda ferðamanna hér á landi á næstu árum og þá gert ráð fyrir að fjölgunin verði 15% á næsta ári og frá og með árinu 2017 verði árleg fjölgun ferðamanna 8% en sem fyrr segir bendir allt til þess að vöxturinn á Íslandi verði meiri en að meðaltali í heiminum. Gangi þetta eftir verða erlendir ferðamenn 1,5 milljón á árinu 2017 og 2 milljónir árið 2021. Mynd 3 sýnir fjölda herbergja í hótelum í Reykjavík frá árinu 2000. Um er að ræða heilsárshótel en ekki gisti heimili, hostel eða sambærilega gistingu. Eins og sjá má hefur hótel­ herbergjum í borginni fjölgað töluvert á þessu tímabili, en þau voru um 1.500 talsins árið 2000, um 2.700 í árslok 2010 og í árslok 2015 verða þau um 4.000. Í árslok 2015 verður staðan sú að um þriðjungur hótelherbergja í borginni hefur verið tekinn í notkun á undan­ förnum fimm árum og helmingurinn á undanförnum tíu árum. Mörgum hefur þótt nóg um þær framkvæmdir við ný og eldri hótel sem ráðist hefur verið í á liðnum árum, en fjölgun hótela hefur hins vegar engan veginn náð að fylgja eftir þeirri fjölgun erlendra ferðamanna sem við höfum orðið vitni að. Fjölgun­ in hefur skapað mjög óvenjulegar að­ stæður á hótelmarkaði í Reykjavík og að hluta til á íbúðamarkaði í nálægð Kvosarinnar. Frá árinu 2000 hefur meðalnýting hótelherbergja í Reykjavík verið um 64%, sem er sambærileg nýting við það sem gengur og gerist í mörgum Evrópu­ löndum. Ársnýting hótelherbergja er talin í jafnvægi á bilinu 65­70% og óvenjulegt er að hún sé langt utan þess bils í langan tíma. Eins og sjá má á mynd 4 hefur hlutfallsleg fjölgun ferðamanna umfram fjölgun hótelherbergja orðið til að bæta nýtinguna, en hún fór úr 64% árið 2011 í 74% árið 2012 og 77% árið 2013. Nýtingin var síðan 84% á árinu 2014, sem er gríðarlega hátt hlutfall og langt umfram það sem eðlilegt má telja. Þess má því vænta að afkoma í hótel­ Davíð Björnsson Forstöðumaður á fyrirtækja­ sviði Landsbankans hf. Mannvirkjafjármögnun og ferðaþjónusta Heimild:Keflavíkurflugvöllur

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.