Ægir

Volume

Ægir - 01.09.2012, Page 41

Ægir - 01.09.2012, Page 41
41 F R É T T I RH A F S T R A U M A R A N N S Ó K N I „Enn er langt í land með að straumurinn sé fullkannaður og spurningunni um hvar hann á uppruna sinn hefur ekki verið svarað né heldur hvernig sjórinn sem hann flyt- ur myndast,“ segir Steingrím- ur Jónsson sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnuninni og prófessor við Háskólann á Ak- ureyri, en uppgötvun tveggja haffræðinga hjá stofnuninni, Steingríms og Héðins Valdi- marssonar á djúpstraumi sem mældist yfir landgrunnshlíð- inni norðan Íslands vakti al- þjóðlega athygli á liðnu ári. Jafnvel er talið að straumur- inn geti skipt máli í samhengi við loftslagsbreytingar og hlýnun jarðar. Steingrímur segir að fyrst árið 1999 hafi verið gefið til kynna að straumkerfið í norðanverðu Grænlandssundi væri með öðrum hætti en viðtekin þekking sagði til um. Í kjölfarið hafi verið gerðar ýmsar mælingar til að stað- festa þessi nýju viðhorf og hafa þær undantekningarlaust leitt til þess að festa þau í sessi. „Þannig hefur mynd okkar af straumakerfinu í Grænlandssundi smám saman skýrst og í ljós kom áður óþekktur en vel afmarkaður 15-20 kílómetra breiður straumur yfir landgrunnshlíð- inni sem nær frá u.þ.b. 100 metra dýpi niður að botni þar sem botndýpi er í kringum 600 metrar,“ segir Steingrím- ur. Rannsóknir á áður óþekktum djúpstraumi í norðanverðu Grænlandssundi: Varpa skýrara ljósi á strauma og uppruna sjávar Steingrímur Jónsson sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnuninni og prófessor við Háskólann á Akureyri.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.