Alþýðublaðið - 05.12.1919, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.12.1919, Blaðsíða 3
í>ar sem hann lá ósjálfbjarga í i'úminu, þefjandi af brennivíni. Henni fanst, sem ekkert væri ljótt í því, þó hún stytti honum ald- ur. Hún sótti snæri, brá því um háls honum og hengdi hann sof- andi í rúminu. Ekki kvaðst hún finna til neinnar iðrunar, henni virtist engin ástæða til að gráta það, þótt hún losaði sig og börn- in við slíkan aumingja, sem mað- ur hennar var orðinn fyrir áhrif áfengisins. Hún var því lengi vel i'óleg og stilt, en að síðustu tók þó sálarþrek hennar og staðfesta að bila, því réttum hálfum mán- uði eftir morðið, gerði hún tvær tilraunir til að svifta sig lífi, en þó mistókst henni. Andrúmsloftið í fangelsinu og langar einveru- nætur höfðu nitt mátt hennar og gert hana auma, ef til vill, eyði- lagt hana, í stað þess að bjarga henni fyrir þjóðfólagið. -f- Um dsgiQQ 09 veginn. Lagarfoss fór í gær vestur og norður um land, því nær fullur af vörum. St. Mínerva heldur fund annað kvöld kl. 81/* e. h. Miklar vörur liggja nú undir berúm himni á hafnarbakkanum. Þ.'er hafa verið teknar upp úr Lagarfossi og íslandi. Bæinn vant- ar stórt vörugeymsluhús við höfn- ina, sem hægt væri að láta vörur í, þegar eigendurnir einhverra hluta vegna ekki geta veitt þeim viðtöku strax. : Innköllnn seðla. Konungur hefir tilkynt, að eftir 31. janúar n.k. verði þessar tegundir danskra seðla innkallaðar og þar með úr gildi numdar: Fjólulitir 50 kr. seðlar, gráir 10 kr. seðlar, grábláir 5 kr. seðlar °g dökkrauðir krónu seðlar. Sé einhver þessi seðlategund í vörzlum manna, ættu þeir, ef þeir ú annað borð vilja fá fé fyrir Seðlana, að fá þeim skift sem íyrst. ALÞÝÐUBLAÐIÐ Laugaveg 43 B. Jóla- og nýjárskort stórt og fjölbreytt urval. Einnig afmælis- og fleiri tækifæriskort. Heilla- ósliatovéf og bréfspjöld af hinu nýja skjaldarmerki íslands. Von á nýjum tegundum innan skamms. Friðfinnur Guðjónsson. ISý barnaskólilíf tapaðist á Laugaveginum í gær. Skilist á afgr. Alþbl. Verkamannafélagið Dagsbrón heldur hina árlegu hátíð sína í Bárubúð laugardags- og sunnudags- kvöldið kemur. Hátíðir þessar hafa undanfarið farið hið bezta fram, og þar verið góður gleðskapur. Svo mun og í þetta sinn, og ættu félagar að lyfta sér upp þessi kvöld. Það er ekki svo oft, að þeir fá tækifæri til þess, að koma saman til að skemta sér. Fisksala Hásetafélagsins býð- ur almenningi um þessar mundir fisk á 18 aura pundið, ef tekin eru 100 pund í einu. Þeir, sem ekki hafa efni á að kaupa svo svo mikið í einu, ættu að slá saman og kaupa í félagi 100 pd. Pað getur sparað eyrinn. UeDDeslja - eða hvað? í auðvaldsgreininni í Mgbl., sem nú er orðin fræg fyrir það hve margar stjórnfræðilegar staðleysur voru í henni, er höf. greinarinnar að tala um, að „ómæt séu ómaga- orð manneskja þeirra, er í Al- þýðublaðið rita“. Hvers vegna er hann að fárast út af því, að „Manneskjur" skuli rita á móti honum. Er greinarhöfundurinn ekki „manneskja" sjálfur. Eða kannske „Tímanum" tak- ist að sanna hið gagnstæða í lok- um „kroniku" þeirrar, sem er nú að birtist þar, -og lesin er með athygli um alt land. Ein af manneskjumim. 3 Xoli konnngur. Eftir Upton Sinclair. (Prh.). „O sing fort, so suss und fein“. Hallur sá andlit hennar stirðna af undrun. „Eruð þér ekki Ameríkumað- ur?“, spurði hún. Hann hló. Það bar ekki vott um mentun að tala útlend mál í Norðurdalnum. „Eg hefi hlýtt á mál þeirra niður hjá Reminitsky", svaraði hann sér til afsökunar. „Nú, borðið þór þar?“ „Eg fer þangað þrisvar á dag, en eg get varla sagt aÖ eg borði mikið. Getið þér borðað fitaðar baunir ?“ „Það væri nú skárra", svaraði hún hlægjandi, „kartöflurnar okkar góðu og gömlu eru fullgóðar handa mér“. „Eg hélt þér lifðuð á rósar- blöðum". „Sleppið skjallinu". „Eg kann meir en það“, mælti Hallur og gekk nær henni. „Nú farið þér að verða nær- göngull herra Smith og er komið nóg af svo göðu“. Hún vatt sér við og tók niður þvottinn í ákafa. Hallur lét ekki vísa sér þannig á bug. „Þegar eg fór niður fjallshlíðina sá eg undursamlega sýn“, sagöi hann. „Þar upp frá er hrjóstugt og ömurlegt en eg fann afkima. Þar skein sólin og þar óx vilt rós. Að eins ein. Og eg hugsaði með mér: Þarna sér maður, jafnvel á auðum urðardrögum, dafna dýrar rósir! “ „Aftur grípið þér til Ijóðanna", mælti hún. „Því tókuð þér hana ekki?“ „í ljóði einu segir svo: Lát viltar rósir vaxa og bera fögur blóm, en brjótið ekki legginn fyrir dauðann“. Hann sagði það einungis til þess að halda uppi samræðunni, en svar hennar varð þess valdandi að viðkynning þeirra jókst. „Það er ekki víst hvort verra er. í nótt getur komið ofviðri og rifið hana í tætlur. Hefðuð þér tekið hana og haft gleði af, má vera að hún hefði verið til þess ætluð “. Allur gáski hvarf úr huga unga mannsins. Hvort heldur unga

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.