19. júní


19. júní - 19.06.2012, Blaðsíða 3

19. júní - 19.06.2012, Blaðsíða 3
19. júníTímariT kvenréTTindafélags íslands 61. árgangur Fyrsta druslugangan fór fram í apríl 2011 í Toronto í Kanada. Mótmælendur skipulögðu gönguna eftir að lögreglu­ þjónn ávarpaði nemendur við York­há­ skóla þar í borg og sagði að konur ættu að forðast að klæða sig eins og druslur, svo ekki yrði ráðist á þær. Druslugöngurnar breiddust hratt út og innan þriggja mánaða höfðu slíkar göngur verið skipulagðar í 75 borgum um allan heim. Ein þeirra var Reykjavík en á síðasta ári gengu þúsundir karla og kvenna niður Skólavörðuholtið og sýndu þolendum kynferðisofbeldis samstöðu í verki. Það er einkennandi fyrir druslu göngur að skipuleggjendur þeirra eru ungar konur sem eru þreyttar á neikvæðri umræðu um útlit og hegðun kvenna. Að sumu leyti vísa druslugöngurnar aftur til liðinna áratuga þegar fjölmennar Félag ungra jafnréttissinna var stofnað af hópi menntskælinga sem var þreyttur á því hve skrítin umræðan um jafnrétti var orðin á Íslandi. Hópurinn vildi skapa nýjan vettvang þar sem ungt fólk gæti rætt um jafnrétti, vettvang þar sem áherslan væri ekki eingöngu á jafn­ rétti kynjanna, heldur jafnrétti allra hópa á Íslandi. „Við teljum að öll hags ­ munafélög sem standa í jafnréttisbaráttu stefni á sama stað. Og af hverju þá að kúldrast í eigin horni þegar við erum sterkari saman,“ segir Bryndís. „Þetta á ekki eftir að gera hagsmunabaráttu veikari, heldur sterkari þar sem hags­ muna samtök geta fengið stuðning frá öðrum félögum til að vinna að sínum markmiðum.“ Endemi var stofnað árið 2010 af nokkrum ungum listakonum. Komið hafa út þrjú hefti af tímaritinu og settar upp sýningar tengdar útgáfunni. Aðstand endur tímaritsins halda úti veglegri fréttasíðu á netinu þar sem almenningur getur fylgst með íslenskri liststarfsemi og í ár fékk tímaritið Menningarverðlaun DV fyrir sýninguna „Endemis (ó)sýn“. Kynjaójafnvægi í listheiminum Eitt af aðalmarkmiðum Endemis er að rýna í kynjaójafnvægi í lista­ og menningarumfjöllun á Íslandi í dag. Ragnhildur bendir á að enn halli á konur í myndlist, þrátt fyrir miklar breytingar undanfarna áratugi. „Á stórum sýningum eru karlarnir áberandi, en árum saman, ef ekki ára tugum saman, útskrifuðust konur í miklum meirihluta frá lista­ skólum Íslands. Bara í mínum árgangi voru fjórir karlar sem útskrifuðust en 29 konur. Samt skilar þetta nám mjög litlu í umhverfinu. Það virðist vera auð­ veldara fyrir karla að komast áfram.“ Endemi leikur sér að kynjahlut föll­ unum. Karlmenn eru ekki hunsaðir en fyrir hendi er vilji til að rýna í þetta ójafnvægi í íslenskri myndlist. „Í fyrsta blaðinu okkar og á fyrstu sýningunni, „Heyr á Endemi“, voru bara konur. Í öðru tölublaðinu, „Endemis (ó)sýn“, snerum við þessu svolítið við. Í stórum almennum samsýningum hefur kynjahlutfallið verið 70 karlar á móti 30 konum en við snerum þessu við í okkar sýningu, 70% konur á móti 30% karlar. Í nýjustu sýningunni okkar, „Endemis offors“, er kynjahlutfallið orðið jafnt, 50/50.“ göngur og mótmæli einkenndu kvenréttindabaráttuna. Þannig virðast druslugöngurnar bera vitni um aukna pólitíska virkni yngri kynslóða og með­ vitund um misrétti í samfélaginu. Skipuleggjendur druslugöngunnar í ár segjast með göngunni vilja færa ábyrgð kynferðisglæpa frá þolendum og yfir á gerendur. „Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga.“ Druslugangan fer fram 23. júní næst komandi. Gengið verður frá Hall­ grímskirkju kl. 14.00, niður Skólavörðu­ stíg og Bankastræti og endað á Lækjar­ torgi þar sem við taka fundarhöld og tónleikar. Mætum öll og sýnum þolendum kynferðisofbeldis stuðning. Það hefur ekki farið framhjá lesendum að um­ ræðan um jafnréTTismál hefur verið áberandi í samfélaginu á árunum efTir hrun. í janúar á Þessu ári var sTofnað nýTT félag ungra jafnréTTis sinna, en félagsmenn eru allir á aldrinum 14­28 ára og í sTjórn félagsins siTur fólk á öllum skólasTigum, í grunnskóla, mennTaskóla og háskóla. 19. júní ræddi við Bryndísi TorfadóTTur, einn sTofnenda félagsins, um félagið og jafnréTTismál á íslandi. endemi, TímariT um íslenska samTímalisT, fagnaði í ár Tveggja ára afmæli sínu. markmiðið með Tíma­ riTinu er að skapa veTTvang fyrir myndlisTamenn Þar sem Þeir geTa komið verkum sínum á framfæri, en í dag er endemi eina íslenska TímariTið helgað myndlisT. 19. júní ræddi við ragnhildi jóhanns um endemi, konur í íslenskri myndlisT og sTöðu myndlisTar í íslensku samfélagi. Í vetur hefur félagið staðið fyrir opnum fundum í Hinu húsinu um jafn­ réttismál þar sem áhugasamir geta kynnt sér jafnréttismál og hlustað á fyrirlestra frá ýmsum stofnunum og hags munahópum sem standa í jafnréttis­ baráttu. „Okkar framtíðarsýn er sú að hver og einn verður metinn á einstaklingsgrund­ velli óháð stöðu hans. Við í félaginu leggjum áherslu á minnihlutahópa og viljum berjast gegn neikvæðum staðal­ ímyndum,“ segir Bryndís. „Við höfum lagalegt jafnrétti, en við þurfum hugar­ farsbreytingu og vitundarvakningu. Fólk af yngstu kynslóðinni er almennt jafnréttissinnað. Það eru til dæmi um karlrembu, en það einkennir ekki mína kynslóð.“ aF Hverju að KúldraSt í eigin Horni? Árið 2011 kom út vegleg fimm binda Íslensk listasaga og töluverða athygli vakti hve hallaði á hlut kvenna. Formaður Sambands íslenskra myndlista ­ manna (SÍM) hélt ræðu þann 5. nóv ember síðastliðinn á Listasafni Íslands og vakti athygli á því að félags menn SÍM væru nú 75% konur og færi fjölgandi og sagði verkið því ekki gefa raunsanna mynd af íslenska listheiminum. Við ritun verksins hefði þurft að setja upp enn sterkari kynjagleraugu segir formaður­ inn: „Þrjár konur á móti 13 karlmönnum í fyrsta bindi, 5 á móti 26 í öðru bindi, 11 á móti 37 í því þriðja, 17 á móti 31 í því fjórða og 65 á móti 74 í því fimmta. Tölulega lagast því hlutfallið þegar nær dregur nútímanum, en það segir ekki alla söguna. Konurnar fá hér sem endra nær styttri umfjöllun og færri ljósmyndir af myndverkum svo verulega hallar á.“ Þurfum listkennslu í grunn- og menntaskólana Endemi vinnur að því að gera konur í íslenska listheiminum sýnilegri en ekki síður að gera list sýnilegri fyrir almenning. Stór gjá er milli íslensks almennings og íslenskrar myndlistar. Erfitt er að finna íslensk myndverk á veraldarvefnum og lítil sem engin lista ­ saga hefur verið kennd í skólum landsins. Það kemur því ekki á óvart að flestir Íslendingar vita lítið sem ekkert um íslenska myndlist, hvort sem um er að ræða samtímalist eða list fyrri alda. Endemi birtir í hverri viku myndir af nýjum sýningum á heimasíðu sinni og Ragnhildur lítur svo á að heimasíðan og tímaritið séu ekki aðeins upplýsinga ­ miðill fyrir almenning um íslenskt menningarlíf, heldur einnig heimild fyrir framtíðina. Hún bindur svo miklar vonir við nýja deild innan Listaháskólans þar sem kennd er listkennsla. „Það er aðeins að birta yfir í þessum efnum, en ég fór í gegnum allan grunnskóla og mennta­ skóla án þess að fræðast um íslenska myndlist. Og þegar ástandið er svo, þá fáum við umræðu á hverju ári um lista­ mannalaunin. Almenningur lítur á þetta sem dútlerí, sem hobbí, eitthvað sem ekki á að borga laun fyrir.“ Á heimasíðu Endemis, endemi. word press.com, eru fréttir um nýjar íslenskar listasýningar og útgáfu og einnig er hægt er hlaða niður sjálfu tíma ritinu gjaldfrjálst. Ragnhildur lítur björtum augum á framtíðina. Mikil gróska er í íslensku listalífi og íslensk list vekur sífellt meiri athygli erlendis. „Síðasta hefti tímaritsins okkar var tvítyngt, bæði á íslensku og ensku. Við vorum þar að svara kröfu. Það var mikill áhugi erlendis, erlendir ferðamenn vildu fá þetta. Erlendir ferða­ menn fara á listasöfn og þeir hafa áhuga á íslenskri myndlist!“ endemiS liSt Efri mynd: Elísabet Brynhildardóttir afhendir fyrsta eintak af Endemi. Ljósmynd: Endemi. neðri mynd: Perla Dagbjartar- Hreggviðs- dóttir, Selma Hreggviðsdóttir, Elísabet Brynhildardóttir, Lára Kristín Kristinsdóttir, Ragnhildur Jóhanns og Lilja Birgisdóttir taka við styrk Hlaðvarpans. Ljósmynd: Endemi. druSlur ganga um götur borgar innar Margir hafa eflaust heyrt um Nei­hópinn svokallaða en um er að ræða hóp karla og kvenna sem berst gegn nauðgunum. Hópurinn hefur verið sérstaklega áberandi um verslunarmannahelgar, en síðustu árin hefur hann heimsótt stærstu úti hátíðir landsins og dreift miðum, merkjum og bolum sem á stendur einfaldlega „NEI“. Upphaf Nei­átaksins má rekja til ársins 2003 og til Karlahóps Femínista­ félags Íslands en um er að ræða grasrótar­ hreyfingu sem vildi koma ein földum skilaboðum til karla, þ.e.a.s. „nei!“ Nei­hópurinn vildi beina áherslunni á gerendur kynferðisbrota, fá karlmenn til umhugsunar og hvetja þá sjálfa til að segja nei, áður en þeir gera eitthvað afskaplega heimskulegt á útihátíðunum. Í fyrra hóf hópurinn nýja herferð sem var kölluð „Ef þú fékkst ekki samþykki þá ertu nauðgari“. 19. júní ræddi við Odd Sigurjónsson um verkefnið. nei eða já? „Verkefnið leggur áherslu á að aðeins einn er ábyrgur fyrir kynferðisbrotum og það er sá sem beitir ofbeldinu. Í sumar verður lögð áhersla á samþykki og tónn­ inn því í jákvæðari kantinum. Það er orðið tímabært að fjalla um orðið „já“ í kynlífssamskiptum í stað þess að tala sífellt um „nei“. Þetta hefði ekki verið hægt fyrir nokkrum árum og má þakka upplýstri umræðu undanfarinna ára fyrir það.“ Nei­hópurinn verður áberandi á úti­ hátíðum og stórviðburðum í sumar en umræðan á ekki að einskorðast við þetta tímabil, segir Oddur. „Í haust stefnum við á að fara í grunnskóla, menntaskóla og félagsmiðstöðvar til að kynna efnið. Einnig er mikilvægt að við náum til foreldra ungmenna og fáum þau til þess að ræða saman. Þetta virðist vera mikið feimnismál, en það er vandamál sem mikilvægt er að yfirstíga.“ Nei-hópurinn á druslugöngu í Reykjavík 2011. Ljósmynd: Dagný Ósk Aradóttir.

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.