19. júní - 19.06.2012, Blaðsíða 7
19. júníTímariT kvenréTTindafélags íslands 61. árgangur
Í vetur kvaddi ný rödd sér hljóðs þegar
Stóra systir steig óvænt fram í sviðs
ljósið. Og þvílík rödd, sem þessi huldu
samtök hafa ljáð þeim sem enga hafa
haft.
Kynferðisglæpir þrífast fyrst og fremst
í myrkri þagnarinnar; skömminni, ótta
n um og niðurlægingunni sem ofbeldið
skilur undantekningarlaust eftir sig. Á
sama hátt og ofbeldismennirnir skáka í
skjóli leyndar, lagði Stóra systir til atlögu
gegn þeim, með nafnleyndina að vopni.
Búrkuklæddar stigu huldukonurnar
fram og kröfðust réttlætis og réttar
verndar, aðgerða í stað orða.
Ofstæki eða einurð? Óhætt er að segja
Stóru systur eina athyglisverðustu
aðgerð síðari tíma gegn kynferðis
glæpum. Ekki urðu þó allir jafn hrifnir
júní
Í júní árið 2011 var austurríska leiðin
lögfest á Alþingi en hún gefur fulltrúa
lögreglustjóra heimild til að fjarlægja
ofbeldismenn af heimilum. Heimildinni
hefur verið beitt einu sinni.
júlí
Fyrsta druslugangan var farin niður
Skólavörðuholtið í júlí. Markmið göng
unnar er að færa ábyrgð kynferðisbrota
frá þolendum yfir á gerendur, til dæmis
með því að draga úr áherslu á útlit og
atgervi brotaþola og einblína á brota
vilja þess sem nauðgar.
ágúst
Í ágúst var gagnrýni Maríu Lilju
Þrastardóttur á einsleita framsetningu
á áhugamálum kvenna í fjölmiðlum
túlkuð sem „leðjuslagur“ og vildu gagn
rýnendur frekar ræða notkun hennar á
varalit en umræddar birtingamyndir
kvenna í fjölmiðlum. María lét ekki slá
og virðist karlalandsliðið í andfemín
isma hafa haft flest á hornum sér í
málflutningi systranna sem ofstækis
fullri kvenrembu.
Með slíkum skætingi er augljóslega
verið að dreifa umræðunni á dreif.
Stóra systir snýst ekki um ofstæki, hvað
þá kvenrembu. Stóra systir snýst um
gildakerfi þöggunar og kúgunar. Um
viðhorf sem réttlæta vændi sem markaðs
tengd þjónustukaup. Um hina hlið „kyn
lífsþjónustunnar“ þá sem þrífst neðan
jarðar á mannfyrirlitningu, mansali og
annarri skipulagðri glæpastarfsemi.
Staðreyndin er kannski sú að það er
ekki af aðgerðarsinnum á borð við Stóru
systur sem ástæða er til að hafa áhyggjur,
heldur þeim sem virðast hrökkva sjálf
krafa í vörn í hvert sinn sem „helvítis
kellingarnar“ byrja á þessu ofstæki sínu.
Þegar allt kemur til alls, í þágu hverra
eru þessir aðilar að tala „ofstækisfullu
kellingarnar“ niður og hverjir skyldu
kunna þeim bestu þakkirnar?
Og staðreyndin er jafnvel einnig sú
að með einurð sinni og skeleggri fram
göngu hefur Stóra systir sýnt áþreifan
lega fram á að það býr ein slík í öllum
þeim sem samþykkja ekki kynferðislegt
ofbeldi, óháð því í hvaða mynd það
birtist. Óháð kyni, aldri, stétt og stöðu.
Ef það er gjaldið, að verða stimpluð sem
ein af þessum „helvítis kellingunum“,
með því að taka stöðu með Stóru systur
þá greiði ég það með glöðu geði og segi:
Koma svo – finndu „helvítis kellinguna“
í sjálfri þér.
Kvenréttindafélag Íslands eru ein
elstu félagasamtök Íslands. Félagið
var stofnað árið 1907 á heimili Bríetar
Bjarnhéðinsdóttur til að starfa að
því að íslenskar konur fengju fullt
stjórnmálajafnrétti á við karlmenn,
kosningarétt, kjörgengi svo og
embættisgengi og rétt til atvinnu
með sömu skilyrðum og karlmenn.
Kvenréttindafélagið hefur starfað
sleitulaust í heila öld að því að bæta
réttindi kvenna og í ár fagnar félagið
105 ára afmæli sínu.
HelvítiS Kellingarnar
FemíniSK mál Frá liðnu ári gerð upp
KvenréttindaFélag
íSlandS
já taKK!
ég vil gjarnan ganga í KvenréttindaFélag íSlandS
Nafn:
Kennitala:
Heimilisfang:
Póstfang og staður:
Netfang:
helga guðrún jónasdóTTir, formaður kvenréTTindafélags íslands
Kvenréttindafélag Íslands
19. júní, tímarit Kvenréttindafélags Íslands
61. árgangur
Hallveigarstaðir
Túngötu 14
101 Reykjavík
www.krfi.is
krfi@krfi.is
Í stjórn Kvenréttindafélagsins sitja: Helga Guðrún
Jónasdóttir formaður, Ragnheiður Bóasdóttir
varaformaður, Hildur Helga Gísladóttir gjaldkeri,
Fríða Rós Valdimarsdóttir ritari, Eygló Árnadóttir,
Inga Guðrún Kristjánsdóttir, Margrét Björnsdóttir
og Ragnhildur G. Guðmundsdóttir.
Forsíða: Eygló Árnadóttir og Erla Gerður
Viðarsdóttir
Myndskreyting: Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir
Umbrot og hönnun: Erla Gerður Viðarsdóttir
Ritnefnd: Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir,
Eygló Árnadóttir, Fríða Rós Valdimarsdóttir,
Helga Birgisdóttir, Helga Þórey Jónsdóttir
og Hildur Knútsdóttir.
Sérstakar þakkir fá: Sveinbjörg Bjarnadóttir,
Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir, fyrirsætur á forsíðu,
vinkonur og vinir, femínistar og öll þau sem hafa
komið að þessu blaði.
Sendist til Kvenréttindafélags Íslands, Túngötu 14, 101 Reykjavík.
Einnig er hægt að ganga í félagið með skráningu á heimasíðunni www.krfi.is.
sig út af laginu og bauð Skjá einum krafta
sína við dagskrárgerð til að bjóða upp á
fjölbreyttara efni. Tilboði hennar var
hafnað.
September
Það dró til tíðinda í september þegar
femíniska vefritið Knúz.is hóf göngu sína.
Vefurinn var stofnaður í minningu
Gunnars Hrafns Hrafnbjargarsonar
femínista með það að markmiði að halda
úti gagnrýnni umræðu um málefni sem
varða jafnrétti kynjanna.
október
Í október boðaði dularfulli hópurinn
Stóra systir til blaðamannafundar og
kynnti þar lista með 56 nöfnum og 117
símanúmerum áhugasamra vændis
kaupenda og afhenti hann lögreglu.
Aðgerðin var mjög umdeild og sagði
Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður
Stóru systur vera „ekkert öðruvísi en
önnur pólitísk ofstækissamtök.“
desember
Í byrjun desember var Egill
„Gilzenegger“ Einarsson kærður fyrir
nauðgun. Öfgalögfræðingurinn Sveinn
Andri Sveinsson gaf í skyn að stjörnu
femínistar í VG stæðu á bak við kæruna
og skrifaði á Fésbókarsíðu sína:
„Femínistar hata Egil Gilz. Móðir stúlk
unnar sem kærði viku eftir atvikið er í
þeim hópi og áhrifamaður í VG. Tilviljun?
Kannski. Ég hef aldrei verið trúaður á
tilviljanir.“ Vefpressan ehf. fékk mikla
gagnrýni í tengslum við sama mál þegar
Pressan.is, miðill í eigu félagsins, birti
mynd af annarri stúlkunni sem kærði
Egil. Í kjölfarið sniðgengu margir vef
síður fyrirtækisins.
janúar
Í janúar á nýju ári var Mjólkursam salan
harðlega gagnrýnd fyrir að setja
á markað bleikan ís fyrir stelpur og
bláan ís fyrir stráka. Ísinn var tekinn af
markaði og í kjölfarið sagði markaðsstjóri
fyrirtækisins að mat þeirra á markaðs
setningu hefði verið „algjörlega rangt“.
Í sama mánuði komst upp að iðnaðar
sílikon væri í PIP-brjóstapúðum sem
settir höfðu verið í brjóst um 400
íslenskra kvenna. Skiptar skoðanir voru
á því hvort ríkið eða konurnar sjálfar
ættu að greiða fyrir að láta fjarlægja
púðana og standa straum af kostnaði
vegna mögulegra sjúkdóma af völdum
þeirra. Í lok mánaðarins gagnrýndi
bæjarstjóri Akureyrar FKA (Félag kvenna
í atvinnurekstri) fyrir að veita Já.is
hvatningarverðlaun en fyrirtækið hafði
lokað stórum kvennavinnustað á Akureyri
undangengið sumar auk þess sem Egil
„Gilzenegger“ Einarsson hafði verið
gerður að ritstjóra símaskrárinnar með
þeim rökum að hann ætti „erindi við
þjóðina“, þrátt fyrir að hafa ítrekað gert
kvenfyrirlitningu að skemmtiefni. Já.is
reyndi að snúa neikvæðri umfjöllun sér
í hag með því að bjóða viðskiptavinum
upp á límmiða til að líma ofan á myndina
af Agli á forsíðunni en höfðu ekki erindi
sem erfiði.
Febrúar
Tímaritið Nýtt líf olli fjaðrafoki í
febrúar þegar blaðið birti kynferðisleg
bréf Jóns Baldvins Hannibalssonar til
unglingsstúlku. Þráinn Bertelsson,
þingmaður flokks sem kennir sig við
kvenfrelsi, sagði á Fésbókarsíðu sinni
að „hræsnisfullir öfgafemínistar“ og
„athyglissjúkt fólk“ vildi niðurlægja Jón
Baldvin og að gróðavon lægi að baki
um fjölluninni. Skömmu síðar í sama
mánuði opnaði Hildur Lilliendahl mynda
albúmið „Karlar sem hata konur“ á sinni
Fésbókarsíðu en þar hafði hún safnað
saman skjáskotum af niðrandi um
mælum um konur sem karlmenn höfðu
látið falla á opinberum vettvangi. Uppá
tækið olli mikilli reiði, einkum meðal
þeirra sem áttu ummæli í albúminu.
Leiddi það meðal annars til þess að
Hildur var klöguð og sett í bann á sam
skiptasíðunni. Hún lét sér fátt um finnast
og flutti myndasafnið með ummælunum
yfir á http://karlarsemhatakonur.
tumblr.com og þar stækkar það enn.
apríl
Þann 1. apríl boðuðu þær Hildur
Lilliendahl, María Lilja Þrastardóttir
og Sóley Tómasdóttir til stofnfundar
Samtaka aðgerðasinnaðra femínista
gegn feðraveldi og óréttlæti, eða SAFFÓ.
Félagið boðaði „herskárri“ aðferðir í
jafnréttisbaráttunni og var stofnað til
opinbers rifrildis við aðra og ráðsettari
femínista á Knúz.is. Gjörningurinn var
kallaður „skrípaleikur“ og samtökin meðal
annars sögð „af sama meiði“ og Nasista
flokkurinn. Mörgum kom því á óvart
þegar uppátækið reyndist vera mjög
vel heppnað aprílgabb.
Sjónvarpsmaðurinn Sölvi Tryggvason
vakti einnig talsverða athygli í apríl
þegar hann sagðist í rannsóknarskyni
hafa sett inn auglýsingu á einkamál.is
til að laða að vændiskaupendur. Sölvi
uppskar annars konar viðbrögð frá
samfélaginu en Stóra systir fékk fyrir
samskonar vinnu. Til að mynda þurftu
hann og samstarfsfélagar hans ekki að
sitja undir því að vera kallaðir „pólitísk
öfgasamtök“ fyrir vikið.
maí
Í maímánuði var Eimskip gagnrýnt
fyrir kynjað litaval þegar fyrirtækið gaf
nemendum í fyrsta bekk grunnskóla
bleika og bláa hjálma og var fyrirtækið
sakað um að koma börnum fyrir í fast
mótuðum hólfum merktum bleikum og
bláum lit. Samskonar gagnrýni fékk
Háaleitisskóli á Ásbrú fyrir framsetningu
þemadaga fyrir nemendur í öðrum bekk.
Í tilkynningu var þess getið að meðal
annars yrði boðið upp á snyrtistöð fyrir
stelpur og byggingarstöð fyrir stráka.
Foreldrar gagnrýndu skólann fyrir að
kynda undir útlitsdýrkun og halda nei
kvæðum staðalímyndum að börnum.
StaK-
Steinur
FemíniSti?