19. júní


19. júní - 19.06.2012, Blaðsíða 4

19. júní - 19.06.2012, Blaðsíða 4
19. júní TímariT kvenréTTindafélags íslands 61. árgangur vitið þið til þess að lögreglan hafi nýtt sér þau gögn sem þið færðuð þeim um karla sem hafa reynt að kaupa vændi? Við vitum ekki til þess að lögreglan hafi nýtt sér gögnin. Aftur á móti hófu lögreglan og Fréttablaðið samstarf og Fréttablaðið útbjó nýjar vinnureglur til að nota við móttöku smáauglýsinga sem auglýsa nuddþjónustu. Því miður virðist samstarfið aðeins hafa haft skamm­ vinnan árangur, því auglýsingarnar hurfu aðeins um tíma. Það má segja að við höfum orðið fyrir vonbrigðum með viðbrögð lögreglunnar. Eins og málum er háttað eru mál er varða vændi og mansal undir sama hatti hjá lögreglunni og nauðganir og kynferðisbrot almennt. Bæði skortir fé og mannafla í þennan málaflokk og ekkert virðist eftir þegar kemur að vændi og mansali sem virðist stundað hér án mikillar hættu á afskiptum lögreglu. Stóra systir hefur ekki verið í beinum samskiptum við lögregluna nema þegar gögnin voru afhent í haust. Hvernig hafa viðbrögðin í samfélaginu við aðgerðum ykkar verið? Almennt hafa viðbrögðin verið mjög góð. Við höfum fengið mörg þakkarbréf og hvatningu frá fólki. Auðvitað er ein­ hver hópur sem hefur eytt miklu púðri í að tala um aðferðafræði Stóru systur og umræðuna hefur því, eins og oft vill verða í netheimum, borið af þeirri leið sem okkur hefði þótt æskilegust, það er að fjalla um raunverulega stöðu vændis og mansals hér á landi. Það kom okkur verulega á óvart hvað bæði fram boð og eftirspurn er mikil. Annað sem alltaf kemur upp í svona umræðu er að þeir sem berjast gegn því ofbeldi sem vændi og mansal er eru sakaðir um tepruskap og siðapredikanir. Þetta er grundvallarmisskilningur. Í fyrsta lagi lítum við svo á að kynlíf komi hvergi við sögu þegar ein mann eskja kaupir aðgang að líkama annarrar manneskju heldur á sér þá stað alvarlegt ofbeldi. Ein manneskja kaupir sér vald yfir annarri og við það skapast valda­ ójafnvægi sem brýtur á mannréttindum þeirrar manneskju sem keypt hefur verið vald yfir. Varðandi siðaboðskapinn er það þannig að það er bannað með lögum á Íslandi að kaupa vændi. Lagasetningar byggja að sjálfsögðu á siðferðilegum grunni, enda eru þær tæki til að skapa siðað samfélag. af hverju felið þið ykkur? Við teljum ekki að við séum að fela okkur. Nafn­ og andlitsleysið hefur 19. júní lagði nokkrar spurningar fyrir sTóru sysTur vændi, 'blíðusala kvenna, skækju lifnaður'. í forn­ íslensku merkTi vændi vonsku eða illa hegðun og var einkum noTað sem eignarfallsforliður vændis­: vændisfólk, vændismaður, vændis­ kona. orðið er leiTT af lýsingarorðinu vándr. sjá vondur. (heimild: íslensk orðsifja bók, 1989) „eF vændiS Kaup endur mega vera naFnlauSir, aF Hverju ÞarF FÓlK Sem gagn rýnir að lögum Sé eKKi FramFylgt að Koma Fram undir naFni?“ vændiSKaup á íSlandi Stóra systir Það vakti töluverða athygli í október á síðasta ári þegar Stóra systir boðaði til blaðamannafundar í Iðnó og tilkynnti að meðlimir samtakanna hefðu tekið saman lista með 56 nöfnum og 117 síma­ númerum. Þessum nafnalista höfðu Stóru systur safnað saman með því að setja auglýsingar á einkamálasíður á netinu þar sem vændi var boðið til sölu. Stóru systur sýndu blaðamönnum brot af þeim samskiptum sem þær höfðu átt við vongóða vændiskaupendur og að blaðamannafundinum loknum afhentu þær lögreglu listann. 19. júní spurði Friðrik Smára Björgvins­ son, yfirlögregluþjón og yfirmann mið­ lægrar rannsóknardeildar, hvort nöfnin og símanúmerin á listanum frá Stóru systur hefðu nýst lögreglunni við rann­ sóknir á vændiskaupum. Friðrik Smári sagði að ekki hefði verið stofnað til sérstakrar rannsóknar út af nafnalist­ anum því hann væri „ekki gögn í saka­ máli“. Mannskapur hjá lögreglu væri ekki nægur til að rannsaka vændiskaup sérstaklega og nauðganir og kynferðis­ brot gegn börnum hefðu forgang. margþættan tilgang. Í fyrsta lagi þá er það bragð gegn þeirri íslensku hefð að fara í manninn en ekki boltann, eða svokölluð „argu mentum ad hominem“­aðferð. Það skiptir engu máli hverjar við erum, það sem skiptir máli er það sem við viljum vekja athygli á; hér virðist auðvelt að kaupa vændi þrátt fyrir góð og skýr lög gegn því. Í öðru lagi þá er sá hópur sem stendur fyrir vændi beinlínis hættulegur og rekstur vændis og mansals er nátengd ur skipulögðum glæpasamtökum. Sá hópur notar ekki „argumentum“ heldur gengur skrefinu lengra en „ad hominem“ ­hópurinn. Þótt við sjálfar séum tilbúnar að leggja okkur í slíka hættu þurfum við að hugsa um fjölskyldur okkar í því sambandi. Í þriðja lagi þá er þetta háðsádeila á það hversu mikla vernd vændiskaup­ endur hafa fengið í réttarkerfinu. Ef „Skilaboðin sem verið er að senda eru þau að það þurfi að vernda vændiskaupendur fyrir geð- veikri vændislöggjöf.“ Ljósmynd: Anton Brink. vændiskaupendur mega vera nafnlausir, af hverju þarf fólk sem gagnrýnir að lögum sé ekki framfylgt að koma fram undir nafni? Hvað er næst á dagskránni í baráttu Stóru systur gegn vændiskaupum? Stóra systir er ekki með langtíma­ áætlanir en við erum ekki hættar og ef við fáum góðar hugmyndir erum við ekki lengi að hrinda þeim í framkvæmd. ætlið þið að birta listann sem þið afhentuð lögreglunni? Það kemur í ljós :)

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.