Gerðir kirkjuþings - 1993, Blaðsíða 287
Nef ndaráli't um verkaskiptingu og sasskipti só)cnarpresta cxg sáknarnef nda.
,™£
eða eignasamsteypu og forræði biskups breyttist í tilsjón
(superindent) i.e. eftirlit með viðhaldi og meðferð eign-
anna. Sjálf kirkuskipanin (ordinatian) gerði alls ekki ráð
fyrir því, að gózi kirkjunnar yrði steypt undan henni. í
ordinatiunni eru i.a. bein fyrirmæli um að skila kirkjun-
um aftur eignum, er undan þeim hefðu dregizt meðan á
greifastríðum stóð. Konungur, sem æðsti yfirmaður kirkjunn-
ar, gerist sjerstakur verndari hennar og yfirtilsjónarmað-
ur. Aðild leikmanna að ráðstöfun þessara eigna kemur hins
vegar fram í því, með hverjum hætti prestunum voru veitt
brauðin: Stundum veitti konungur, stundum biskup. Á ein-
veldistímanum komst á sú skipan, sem enn stendur, að
stiftamtmaður veitti brauðin eftir tilnefningu biskups.
(Ráðherra veitir brauðin nú samkvæmt tilnefningu biskups,
sem fengin er með niðurstöðu prestsvals sóknarnefnda, eða
kosningu.)
4.3 Upphaf sóknarnefnda.
í Danmörku var biskupunum heimilað árið 1856 að settar yrðu
á stofn sóknarnefndir (Menighedsraad) sjálfboðaliða, sem
fyrst og fremst skyldu aðstoða prestinn í safnaðarþjónustu
hans. Öld fyrr hafði hjer verið komið upp meðhjálpurum í
sama skyni. Að baki hinum dönsku sóknarnefndum lá sú
hugsun, að áhugafólk úr söfnuðinum aðstoði 1 samfjelags-
þjónustunni. Þetta var i samræmi við tíðarandann. í kjölfar
einveldisins var mikil fjelagsuppbygging og lýðræðisþróun.
Þessi þróun hafði þeim mun meiri áhrif á kirkjurnar, sem
þær voru nátengdari viðkomandi ríkisvaldi og hafði því
mikil áhrif á lútherskar kirkjur. Dr. Bjarni Sigurðsson
bendir á þetta í riti sínu um íslenzkan kirkjurjett, bæði
í sambandi við lög um sóknarnefndir og lög um prestkosn-
ingar. Elztu sóknarnefndalögin eru frá 1880.
Með konungsúrskurði 5ta Nóv. 1877 var sett á stofn"nefnd,
til að semja frv. til laga um skipun brauða og kirkna og um
gjöld til prests og kirkju". Frá nefndinni komu alls fimm
lagafrumvörp. Frá meirihlutanum komu:
"Frv. til laga um nokkrar breytingar á tekjum presta,"
"frv. til laga um gjöld til kirkna og innheimtu
kirkjugjalda."
Frá minnihlutanum komu:
"Frv. til laga um stjórn safnaðarmála og skipun
sóknarnefnda."
"frv. til laga um sóknargjald til prests",
"frv. til laga um, að söfnuðirnir taki að sjer umsjón
og fjárhald kirkna."
Nefnarskipan þessi og störf nefndarinnar hratt af stað
mikilli lagasetningu á sví'fti kirkjumála, er öll miðaði að
því, að virkja sóknarmenn að stjórn og umsýslu safnaðar- og
kirkjumála og að "frjálsræði" ykist í trúarefnum almennt.
284