Nesfréttir - 01.01.2007, Blaðsíða 1

Nesfréttir - 01.01.2007, Blaðsíða 1
Jóhann Helgason tónlistarmað- ur er bæjarlistamaður Seltjarnar- ness 2007. Menningarnefnd Sel- tjarnarness útnefndi hann sem bæjarlistamann sl. laugardag. Jóhann hefur verið búsettur á Seltjarnarnesi frá árinu 1981 er landsþekktur bæði sem lagahöf- undur og flytjandi. Hefur átt lög eða sungið inn á vel á annað hundrað hljómplatna og var fyrst- ur Íslendinga til að fá höfundar- réttarsamning erlendis. Mörg laga Jóhanns hafa notið víð- tækrar hylli landsmanna og löngum setið í efstu sætum á spilunarlist- um útvarpsstöðva. Sum hver hafa fest rætur í þjóðarsálinni og eru iðu- lega sungin við margvíslegar opin- berar athafnir. Meðal þekktra laga eftir hann má nefna Söknuð sem fjölmargir söngvarar hafa spreytt sig á en einna þekktast er lagið í flutningi Vilhjálms heitins Vilhjálms- sonar. Einnig má nefna lög eins og Karen, Ástin og lífið, Seinna meir og Þegar allt er hljótt. Einkennislag íþróttafélagsins Gróttu er sömuleið- is eftir Jóhann. Við athöfnina á laugardag var flutt nýtt lag eftir Jóhann sem hann samdi af þessu tilefni en lagið heitir Seltjarnarnesið. Texti lagsins, sem er einkar fallegur óður til Nessins, er eftir Kristján Hreinsson. Að sögn Sólveigar Pálsdóttur, formanns menningarnefndar á það vel við því Kristján ber sterkar taugar til Seltjarnarness enda rekur hann ætt- ir sínar þangað. Afi hans og amma bjuggu á Teigi og þar ólst faðir hans upp. Teigur brann 1.janúar 1965. Að sögn Sólveigar mun menningar- nefnd væntanlega standa að útgáfu hljómdisks í tengslum við menning- arhátíð Seltjarnarness sem fram fer í júníbyrjun. Á disknum munu verða lög sem tengjast Seltjarnar- nesi og m.a. hið nýja lag Jóhanns Helgasonar bæjarlistamanns. Fráfarandi bæjarlistamaður er Sigríður Þorvaldsdóttir leikkona. Bifrei›asko›unin flín v/Bónus • S. 561 33 55 AUGL†SINGASÍMI 511 1188 561 1594JANÚAR 2007 • 1. TBL. • 20. ÁRG. borgarblod.is Jóhann Helgason bæjarlistamaður Sólveig Pálsdóttir formaður Menningarnefndar Seltjarnarness og Jóhann Helgason bæjarlistamaður.

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.