Nesfréttir - 01.01.2007, Síða 10
10 NES FRÉTTIR
Yngri flokkar Gróttu í knatt-
spyrnu tóku þátt í riðlakeppni
Íslandsmótsins innanhúss helgina
6. til 7. janúar en náðu ekki að
komast úrslit.
Fjórði flokkur spilaði á Nesinu,
þriðji flokkur í Laugardalshöll og
annar flokkur spilaði í Kópavogi.
Segja verður eins og er að ekki gekk
nægilega vel hjá þessum flokkum að
þessu sinni og ekkert lið frá Gróttu
komst í úrslit. Ástæða þess er þó
trúlega fyrst og fremst sú að þess-
ir flokkar hafa lítið sem ekkert æft
inni í vetur þar sem að flestar æfing-
ar fara fram á nýjum gervigrasvelli
félagsins.
Seltirningurinn Guðjón Valur
Sigurðsson, handknattleiksmaður
hjá Gummersbach í Þýskalandi, er
íþróttamaður ársins 2006 að mati
íþróttafréttamanna sem tilkynntu
niðurstöðu kjörsins í hófi á Grand
hóteli.
Guðjón Valur sem byrjaði feril
sinn hjá Gróttu fékk 405 atkvæði af
460 mögulegum. Félagsmenn í Sam-
tökum íþróttafréttamanna velja
Íþróttamann ársins ár hvert og er
þetta í 51. sinn sem það er gert. All-
ir 23 félagsmenn tóku þátt í kjörinu
sem er leynilegt og fer þannig fram
að hver og einn raðar tíu íþrótta-
mönnum niður og fær sá sem settur
er í fyrsta sæti 20 stig, sá sem nætur
kemur fær 15, sá í þriðja sæti 10, sá
sem lendir í fjórða sæti fær 7 stig, sá
í fimmta 6 og svo koll af kolli þannig
að sá sem settur er í tíunda sætið
fær eitt stig. Síðan eru stigin talin
saman og mest var hægt að fá 460
stig. Eiður Smári Guðjohnsen, knatt-
spyrnumaður hjá Barcelona, varð í
öðru sæti, en hann varð fyrir valinu
tvö síðustu árin. Handknattleiksmað-
urinn Ólafur Stefánsson hjá Ciudad
Real, varð í þriðja sæti.
Fimleikadeild Gróttu
„Fimleikadeild Gróttu er mjög
stolt að hafa í sínum röðum einn
af 10 bestu íþróttamönnum ársins
2006” segir í frétt frá Gróttu.
Sif Pálsdóttir er ein fremsta fim-
leikakona landsins og varð fyrst
íslenskra kvenna til að verða Norðu-
landameistari kvenna i áhaldafimleik-
um, einnig varð hún Íslandsmeistari
og keppti á Heimsmeistaramótinu
í áhaldafimleikum í Danmörk á síð-
asta ári þar sem hún náði glæsileg-
um árangri.
G R Ó T T U S Í Ð A N
Guðjón Valur íþrótta-
maður ársins 2006
www.grottasport. is
Mfl. karla lék sinn fyrsta æfinga-
leik á árinu þann 9. janúar en þá
komu ÍR-ingar í heimsókn. Leikn-
um lauk með 1-1 jafntefli. Grótta
leikur fjölmarga leiki á næstu dög-
um og m.a. við KR, Skallagrím og
Fjölni. Einnig leikur mfl. Gróttu í
Kynningarmóti KSÍ í Futsal og er
næsti leikur Gróttu þann 20. jan-
úar en þá koma Víkingar í heim-
sókn. Leikurinn hefst kl. 16.30 og
fer fram í Íþróttahúsinu.
Meistaraflokkur karla
Æfingaleysi háir
yngri flokkunum
GETRAUNANÚMER
GRÓTTU ER 170
Guðjón Valur Sigurðursson, Þóra Þorsteinsdóttir og
Dagbjört Ína Guðjónsdóttir.
Erum stolt af Sif
8. flokkur stúlkna og pilta hóf
æfingar að nýju eftir gott jólafrí.
Æfingatíminn hefur breyst en
nú er æft á laugardagsmorgnum
kl. 10.00 og er æft í litla salnum í
Íþróttamiðstöðinni. Nánari upplýs-
ingar um skráningu veitir Kristín í
síma 561-1133.
8. flokkur
Traustur aðili leitar að íbúðarhúsnæði til leigu á
Seltjarnarnesi. Húsnæðið þarf að vera til leigu í rúmlega
eitt ár og hafa a.m.k. þrjú svefnherbergi.
Einbýli, raðhús og góðar sérhæðir koma til greina.
Upplýsingar í síma 699 8065.
Íbúðarhúsnæði óskast til leigu
HEIMASÍÐA ÍÞRÓTTAFÉLAGSINS GRÓTTU
www.grottasport. is