Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 25.10.2004, Blaðsíða 1
Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar 29. tbl. 12. árg. nr. 386 25. október 2004
Ritstjórn
og umsjón útgáfu:
Viktor Arnar
Ingólfsson
Ábyrgðarmaður:
Gunnar Gunnarsson
Prentun: Gutenberg
Ósk um áskrift sendist til:
Vegagerðin
Framkvæmdafréttir
Borgartúni 7
105 Reykjavík
(bréfsími 522 1109)
eða vai@vegag.is
Vegagerðin gefur út Framkvæmdafréttir til að kynna útboðs-
framkvæmdir fyrir verktökum. Fyrirhuguð útboð eru kynnt,
útboðsauglýsingar eru birtar og greint er frá niðurstöðum og
samningum. Auk þess er í blaðinu annað það fréttaefni sem
verður til hjá stofnuninni og talið er að eigi erindi til verktaka.
Áskrifendur eru m.a. verktakar, verkfræðistofur og fjölmiðlar.
Áskrift er endurgjaldslaus.
29. tbl. /04
Merkingar vinnusvæða
Í nýlegri skoðanakönnun sem Gallup framkvæmdi fyrir
Vegagerðina kom fram að 48,6% svarenda töldu vinnustaða-
merkingar fullnægjandi en 39,7% ófullnægjandi. Aðrir tóku
ekki afstöðu. Þótt meirihluti þeirra sem tóku afstöðu hafi sýnt
okkur það umburðarlyndi að telja þessar merkingar fullnægj-
andi þá erum við langt frá því að vera ánægð með þessa nið-
urstöðu. Markið verður að setja miklu hærra.
Þann 28. júní 1995 stóð Umferðarráð fyrir fundi um merk-
ingar á vinnusvæðum í Borgartúni 6 í Reykjavík. Fundurinn
var vel sóttur af fulltrúum framkvæmdaaðila, verktaka, lög-
reglu auk annarra áhugamanna, alls um 70 manns. Frá þess-
um fundi var greint ítarlega í 20. tölublaði Framkvæmdafrétta
þetta ár.
Nú eru liðin tæp 10 ár síðan þessi fundur var haldinn og
ástand merkinga hefur líklega almennt skánað. Reglur hafa
verið endurbættar, ákvæði um merkingar í útboðsgögnum eru
beinskeittari og viðurlög skýrari. Í mörgum verkum eru
vinnustaðamerkingar hannaðar sérstaklega fyrir hvern verk-
áfanga. Almennt má líklega telja að starfsmenn Vegagerðar-
innar og verktaka séu orðnir betur meðvitaðir um þörf góðra
merkinga.
En það má ennþá bæta merkingarnar mikið. Það er gott að
fara eftir reglunum en starfsmenn á vettvangi verða líka að
vera meðvitaðir um sjónahorn vegfarenda. Þeir þurfa að setja
sig í spor ókunnugra og finna staðina þar sem aðstæður eru
líklegastar til að valda misskilningi og lagfæra þá. Sérstak-
lega verður að gæta þess að samræmi sé á milli yfirborðs-
merkinga og annarra merkinga. Það er alltof algengt að um-
ferð sé vísað á hjáleið með standandi merkjum en yfirborðs-
merkingar vísa á gömlu leiðina.
Í maí sl. gaf vegamálastjóri út orðsendingu þar sem verklag
við mat á vinnustaðamerkingum er skilgreint. Með því fylgir
sérstakur gátlisti. Þessi orðsending, gátlistinn og dæmi eru
birt í opnu þessa tölublaðs. Þetta efni er líka birt á vef Vega-
gerðarinnar, vegagerdin.is, undir „Framkvæmdir“.
VAI
Vinna í kanti. Lokuð akrein.
Klifurrein. Klæðingar.