Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar


Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 22.05.2006, Qupperneq 1

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 22.05.2006, Qupperneq 1
Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar 15. tbl. 14. árg. nr. 436 22. maí 2006 Ritstjórn og umsjón útgáfu: Viktor Arnar Ingólfsson Ábyrgðarmaður: Gunnar Gunnarsson Prentun: Gutenberg Ósk um áskrift sendist til: Vegagerðin Framkvæmdafréttir Borgartúni 7 105 Reykjavík (bréfsími 522 1109) eða vai@vegag.is Vegagerðin gefur út Framkvæmdafréttir til að kynna útboðs- framkvæmdir fyrir verktökum. Fyrirhuguð útboð eru kynnt, útboðsauglýsingar eru birtar og greint er frá niðurstöðum og samningum. Auk þess er í blaðinu annað það fréttaefni sem verður til hjá stofnuninni og talið er að eigi erindi til verktaka. Áskrifendur eru m.a. verktakar, verkfræðistofur og fjölmiðlar. Áskrift er endurgjaldslaus. 15. tbl. /06 Auglýsingar útboða Snæfellsnesvegur (54), um Gríshólsá 06-014 Vegagerðin óskar eftir tilboðum í endurbyggingu u.þ.b. 1,5 km kafla Snæfellsnesvegar (54) um Gríshólsá auk tengingar við Stykkishólmsveg (58) og Helgafellssveitar­ veg (517). Í Gríshólsá verður byggt um 45 m langt stál­ bogaræsi með steyptum sökklum. Helstu magntölur eru: Fylling og fláafleygar . . . . . . . . . . . . . 17.000 m3 Burðarlag . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4.600 m3 Frágangur fláa og gamals vegar . . . . . 34.000 m2 Tvöföld klæðing . . . . . . . . . . . . . . . . . 6.300 m2 Steinsteypa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 45 m3 Járnalögn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5.200 kg Verki skal að fullu lokið fyrir 15. júlí 2007. Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni Dagverðardal á Ísafirði, Borgarbraut 66 í Borgarnesi og Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá og með mánudeginum 22. maí 2006. Verð útboðsgagna er 4.000 kr. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 6. júní 2006 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag. Seyðisfjarðarvegur (93), um Miðhúsaá 06-003 Vegagerðin óskar eftir tilboðum í endurbyggingu á 0,6 km kafla Seyðisfjarðarvegar (93) um Miðhúsaá. Um er að ræða niðurrif núverandi brúar og byggingu 62 m langs stálplöturæsis í hennar stað. Helstu magntölur eru: Fylling . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 35.700 m3 Fláafleygar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7.500 m3 Neðra burðarlag . . . . . . . . . . . . . . . . . 3.700 m3 Efra burðarlag . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1.000 m3 Tvöföld klæðing . . . . . . . . . . . . . . . . . 4.500 m2 Verkinu skal að fullu lokið 1. september 2006. Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni Miðhúsa­ vegi 1 á Akureyri, Búðareyri 11­13 á Reyðarfirði og Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá og með mánu­ deginum 22. maí 2006. Verð útboðsgagna er 4.000 kr. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 6. júní 2006 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag. Hringvegur (1), Gilsá. Vegagerðin kynnir væntanlega vegagerð um Arnórsstaðamúla. Sjá bls. 4-5.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.