Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar


Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 19.02.2007, Blaðsíða 1

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 19.02.2007, Blaðsíða 1
Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar 5. tbl. 15. árg. nr. 459 19. febrúar 2007 Ritstjórn og umsjón útgáfu: Viktor Arnar Ingólfsson Ábyrgðarmaður: Gunnar Gunnarsson Prentun: Gutenberg Ósk um áskrift sendist til: Vegagerðin Framkvæmdafréttir Borgartúni 7 105 Reykjavík (bréfsími 522 1109) eða vai@vegag.is Vegagerðin gefur út Framkvæmdafréttir til að kynna útboðs- framkvæmdir fyrir verktökum. Fyrirhuguð útboð eru kynnt, útboðsauglýsingar eru birtar og greint er frá niðurstöðum og samningum. Auk þess er í blaðinu annað það fréttaefni sem verður til hjá stofnuninni og talið er að eigi erindi til verktaka. Áskrifendur eru m.a. verktakar, verkfræðistofur og fjölmiðlar. Áskrift er endurgjaldslaus. 5. tbl. /07 Tröllatunguvegur (605), Vestfjarðavegur - Djúpvegur 06-028 Vegagerðin óskar eftir tilboðum í gerð nýs Tröllatungu- vegar (605). Verkið felst í gerð nýs vegar frá Vestfjarða- vegi (60) í Geiradal, um Gautsdal, Tröllatunguheiði og Arnkötludal að Djúpvegi (61) í Steingrímsfirði. Lengd útboðskaflans er um 24,5 km. Helstu magntölur eru: Bergskering . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 350.000 m3 Skering í laus jarðlög . . . . . . . . . . . . . 480.000 m3 Fylling og fláafleygar . . . . . . . . . . . . . 780.000 m3 Neðra burðarlag. . . . . . . . . . . . . . . . . . 120.000 m3 Efra burðarlag . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 40.000 m3 Klæðing . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 190.000 m2 Stálplöturæsi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 170 m Ræsalögn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1.600 m Víravegrið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6.000 m Frágangur fláa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 570.000 m2 Verki skal að fullu lokið fyrir 1. september 2009. Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni Dagverðardal á Ísafirði og Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá og með þriðjudeginum 20. febrúar 2007. Verð útboðsgagna er 8.000 kr. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl 14:00 þriðjudaginn 20 mars 2007 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag. Á Tröllatunguheiði. Horft er vestur yfir Breiðafjörð. Í þessu blaði er auglýst útboð vegar á milli Vestfjarðarvegar í Austur-Barðarstrandarsýslu og Djúpvegar í Strandasýslu. Vegurinn kemur í stað lélegs fjallvegar sem nú er á þessari leið og mun stytta vegalengdir frá Ísafirði og Hólmavík til Reykjavíkur verulega að vetri til. Nánar verður fjallað um þessa framkvæmd í næsta tölublaði Framkvæmdafrétta. Yfirlagnir á Norðvestursvæði 2007-2008, vesturhluti 07-020 Vegagerðin óskar eftir tilboðum í yfirlagnir með klæð- ingu á vesturhluta Norðvestursvæðis, árin 2007 og 2008. Helstu magntölur: Einföld klæðing: Árið 2007 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 500.000 m2 Árið 2008. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 500.000 m2 Verklok eru 1. september hvort ár. Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni Borgar- braut 66 í Borgarnesi og Borgartúni 7 í Reykjavík (mót- taka) frá og með mánudeginum 19. febrúar 2007. Verð útboðsgagna er 2.000 kr. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl 14:00 þriðjudaginn 6. mars 2007 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag. Auglýsingar útboða

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.