Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar


Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 19.02.2007, Blaðsíða 4

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 19.02.2007, Blaðsíða 4
4 urárdalsleið breytir vegakerfinu í Vopnafirði mikið en liggur um land sem er nokkuð auðvelt til vegagerðar. Hún raskar talsverðu votlendi sem telst til vistkerfa sem ber að vernda en vegna mótvægisaðgerða sem fela í sér endurheimt votlendis verða áhrif á gróður óveruleg. Vesturárdalsleið um Búastaði getur haft talsverð neikvæð áhrif á landnotkun, landbúnað, laxveiði og landslag en hefur samt minnst neikvæð umhverfisáhrif af þeim leiðum sem eru skoðaðar í skýrslunni. Niðurstaða matsvinnunnar er að framkvæmdir á Norðaustur- vegi til Vopnafjarðar muni bæði hafa talsverð jákvæð og neikvæð áhrif á umhverfið. Þær munu hafa jákvæð áhrif á samfélag en neikvæð áhrif bæði á samfélag og náttúrufar. Vegagerðin telur að jákvæð áhrif framkvæmdarinnar á sam- félag, samgöngur og umferðaröryggi séu það mikil að hægt sé að sættast á þau neikvæðu áhrif sem framkvæmdin hefur í för með sér. Til að neikvæð áhrif framkvæmdarinnar verði sem minnst verða vegurinn, vegtengingar, námusvæði, áningarstaðir og út- skot aðlöguð landi eins vel og hægt er, reynt að raska ósnertu landi sem minnst og gróðursvæði og votlendi endurheimt. Haft verður samráð við ýmsa aðila til að draga úr neikvæðum áhrifum framkvæmdarinnar. Vesturárdalsleið við Skógalón. Hringvegur (1) Norðausturvegur (85) núverandi vegur Vesturárdalsleið

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.