Aldan - 20.10.2015, Page 2

Aldan - 20.10.2015, Page 2
20. Október 2015ALDAN2 World Seafood Congress 2017 - verður haldin á Íslandi World Seafood Congress (WSC) 2015 lauk fyrir skömmu en ráðstefnan var haldin að þessu sinni í Grimsby á Englandi. Í lok hverrar ráðstefnu er tilkynnt hverjir halda þá næstu og tilkynnt var í fundarlok að WSC 2017 verði haldin í Reykjavík 10. – 14. september 2017. Meginþema ráðstefnunnar 2017 er vöxtur í bláa lífhagkerfinu en bláa líf- hagkerfið er tilvísun í mikilvægi hafs- ins þar sem veruleg tækifæri liggja til vaxtar, nýsköpunar, rannsókna, mark- aðssetningar með matvælaöryggi, fæðuöryggi, sjálfbærni og matarheil- indi að leiðarljósi. Afurðir úr hafinu eru með ýmsum hætti en líklega veiðist lítið eða ekkert af þessum kræsingum hér við land. Aflahlutdeild 1. september 2015: Tíu stærstu útgerðirnar með 50,45% aflahlutdeildarinnar Nokkrar breytingar eru á hvaða fyrir- tæki eru í efstu sætunum frá því sams konar upplýsingar voru birtar í febr- úar sl. í kjölfar úthlutunar á aflamarki í deilistofnum, en það á sér stað við upphaf almanaksárs. Þannig stekkur Þorbjörn hf. úr sjötta í þriðja sæti og FISK-Seafood ehf. úr áttunda sæti í það fjórða. Eins og undanfarin ár eru HB Grandi og Samherji í tveimur efstu sætunum. HB Grandi er nú með um 10,9% af úthlutuðu aflamarki en Samherji er með 6,2%. Samanlagt ráða þessi tvö stærstu útgerðarfyrir- tæki landsins yfir 17,1% af aflaheim- ildunum samanborðið við 18,8% í upphafi þessa árs. Líkleg skýring á þessum breytingum liggur í því að við upphaf fiskveiðiársins var ekki úthlutað aflamarki í loðnu og litlu í öðrum uppsjávartegundum. Þær vega því minna en oft áður í heildar- magni þorskígilda sem úthlutað var og fyrir vikið breytist hlutur út- gerða innbyrðis vegna mismunandi tegundasamsetningar á hlutdeildum. Samkvæmt lögum um stjórn fisk- veiða má heildaraflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra eða tengdra aðila ekki fara yfir 12% af samanlögðu heildar- verðmæti aflahlutdeilda allra tegunda. Þá má aflahlutdeild í þorski ekki fara yfir 12%. Í ýsu, ufsa, grálúðu, steinbít, síld og loðnu má hún ekki fara yfir 20% og í karfa ekki yfir 35%. Ekkert fyrir- tæki fer yfir þessi mörk að þessu sinni. Heildarkrókaaflahlutdeild einstakra eða tengdra aðila má ekki fara yfir 5% af samanlögðu heildarverðmæti króka- aflahlutdeilda. Þá má krókaaflahlut- deild fiskiskipa í eigu einstakra eða tengdra aðila ekki fara yfir 4% í þorski og 5% í ýsu. Tíu stærstu útgerðirnar 1. september sl. , við upphaf fiskveiðiárs, og hlutfall þeirra í heildarþorskígildistonna kvóta: 1. HB Grandi 10,86 2. Samherji 6,18 3. Þorbjörn 5,11 4. Fisk-Seafood 4,51 5. Síldarvinnslan 4,48 6. Vinnslustöðin 4,30 7. Brim 3,83 8. Vísir 3,83 9. Rammi 3,69 10. Skinney-Þinganes 3,66 Tíu stærstu útgerðirnar eru með 50,45% alls kvóta en 23 útgerðir eru með 1% eða meira af heildarkvótanum. Í byrjun árs, 9. febrúar sl. , var staða efstu útgerða þessi: 1. HB-Grandi 12,2 2. Samherji 6,6 3. Síldarvinnslan 5,9 4. Vinnslustöðin 4,7 5. Ísfélag Vestmanneyja 4,7 6. Þorbjörn 4,5 7. Skinney-Þinganes 4,3 8. Fisk-Seafood 4,0 9. Brim 3,7 10. Rammi 3,4 Tíu stærstu útgerðirnar voru þá með 54,0% heildarkvótans. Þorbjörn hf. í Grindavík er með 5,11% aflahlutdeildarinnar og í 3. sæti. Landað úr einu skipa útgerðarinnar, Hrafni Sveinbjarnarsyni Gk í Grinda- víkurhöfn. Fiskimenn hvattir til að kanna rétt sinn til slysa og veikindabóta Nokkuð hefur borið á því að sjó- menn séu ekki nógu upplýstir um slysa og veikindarétt sinn. Til dæmis þegar slys verði um borð verði menn að ganga að því vísu að allt um slysið sé skráð í dagbók skipsins. Það auð- veldar alla aðkomu að vinnslu máls- ins og tryggir rétt manna. Ávallt skulu menn tilkynna yfirmönnum skipsins um veikindi. Sjómenn eru hvatir að kanna réttindi sín vegna veikinda, slysa og uppsagnar, einnig réttindi í sjúkra og styrktarsjóð stéttarfélagsins. Sjálfvirk beina- og bita- skurðarvél frá Völku um borð í Sólberg ÓF - fyrsta vatnskurðarvélin um borð í íslenskt skip Útgerðarfyrirtækið Rammi hf. á Siglufirði og Valka ehf. í Kópavogi gerðu fyrr á árinu með sér samning um kaup Ramma á vatnskurðarvél fyrir sjálfvirkan beingarðs- og bita- skurð, sem sett verður um borð í nýtt skip Ramma. Skipið, Sólberg ÓF, er í smíðum í Tyrklandi og verður af- hent í byrjun árs 2016. Umsjón með verkefninu hefur Optimar Stette AS í Noregi. Þetta verður í fyrsta sinn sem vatnskurðarvél fer um borð í íslenskt skip. Skurðarvélin verður afhent með tvöfaldri braut og mun hún auka af- köst vinnslunnar til muna og gera kleift að framleiða beinlausar afurðir um borð. Afköst miðað við 3kg slægðan þorsk eru u.þ.b. 4 tonn af hráefni, eða 2 tonn af afurðum á klukkustund. „Við sjáum mikil tækifæri í þessari nýju tækni og teljum okkur með þessu vera að taka mikilvægt skref inn í framtíðina,“ segir Ólafur Mart- einsson, framkvæmdastjóri Ramma. „Vinnslutækni um borð hefur ekki tekið miklum breytingum síðustu ár en nú er lag og við viljum vera í fara- broddi með okkar skip. “ ólafur Marteinsson framkvæmdastjóri ramma hf., terje Hareide frá Optimar Stette og Helgi Hjálmarsson framkvæmdastjóri Völku ehf. fagna áfanganum á sjávarútvegssýningunni í brussel sl. vor. taldir frá vinstri. Sólberg óF-1 verður stolt íbúa sveitarfélagsins Fjallabyggðar, sem Siglufjörður og ólafsfjörður mynda, þegar það kemur til landsins á næsta ári. Skurðarvélin. Meistaralega vel skorið flak.

x

Aldan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Aldan
https://timarit.is/publication/1119

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.