Aldan - 20.10.2015, Page 6

Aldan - 20.10.2015, Page 6
20. Október 2015ALDAN6 VÖR, sjávarrannsóknarsetur í Ólafsvík: Meginmarkmiðið að rannsaka lífríki Breiðafjarðar VÖR, sjávarrannsóknarsetur við Breiðafjörð með aðsetur í Ólafsvík, er sjálfseignarstofnun og stóðu 22 að- ilar að baki stofnuninni. Eitt megin- markmið stofnunarinnar er að rann- saka lífríki Breiðafjarðar með það að leiðarljósi að auka þekkingu okkar á vistkerfinu og nýtingamöguleikum auðlinda svæðisins. Rannsóknir Varar tengjast athugunum á fæðuvef Breiðafjarðar og samspili frumfram- leiðslu og efri fæðuþrepa. Vör hóf starfsemi sína árið 2006 og í árs- byrjun 2008 flutti starfsemin í eigið húsnæði að Norðurtanga, Ólafsvík. Rannsóknaraðstaðan er rúmgóð og nýtist vel til rannsókna bæði fyrir starfsfólk Varar sem og gestkomandi rannsóknarmenn. Forstöðumaður er Helga Guðjónsdóttir. Frá upphafi til ársins 2012 var Erla Björk Örnólfs- dóttir forstöðumaður, en hún er nú rektor háskólans á Hólum. Stofnendur Varar eru Brim hf. , Reykjavík; Fiskiðjan Bylgja hf. , Snæfellsbæ; Fiskmarkaður Íslands, Snæfellsbæ; Grundarfjarðarbær; Guðmundur Runólfsson hf. , Grundar- firði; Hafnarsjóður Snæfellsbæjar; HÍ - Stofnun Fræðisetra, Reykjavík; Hrað- frystihús Hellissands; K. G. Fiskverkun, Snæfellsbæ; Kristinn Friðþjófsson ehf. , Snæfellsbæ; L. Í. Ú. , Reykjavík (nú SFS); Landssamband smábátaeigenda, Reykjavík; Nesver ehf. , Snæfellsbæ; Oddi hf. , Patreksfirði; Sjávariðjan ehf. , Snæfellsbæ; Smábátafélagið Snæfell, Stykkishólmi; Soffanías Cecilsson hf. , Grundarfirði; Sparisjóður Ólafsvíkur; Sverrisútgerðin ehf. , Snæfellsbæ; Útnes ehf. , Snæfellsbæ; Útvegsmannafélag Snæfellsness, Grundarfirði og Valafell ehf. , Snæfellsbæ. Mörg rannsóknarverkefni Helstu rannsóknarverkefni Varar hafa til þessa verið: • Marflær sem áviti á umhverfisáhrif síldargengdar á grunnsævi við Ís- land. Samstarfsverkefni Varar og Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi. • Mæling á magni eiturþörunga: Sér- virk ljómun eiturþörunga með þátta- pörun á flúrmerktum þreifurum. • Þróun aðferða við mat á stofnstærð botndýra með hjálp sjálfvirks kafbáts (AUV). Vör er samstarfsaðili í verk- efninu sem leitt er af Háskóla Íslands og styrkt af Rannís 2011-2013. • Kræklingur og hörpudiskur: Grein- ing fæðugerða með erfðagreiningu (metagenomics). • Verkefnasjóður Sjávarútvegsins, Samkeppnisdeild 2010-2012 • Kræklingur og hörpudiskur: Grein- ing fæðugerða með erfðagreiningu (metagenomics). • Tilraunaveiðar á undirstöðu- tegundum í fæðuvef Breiðafjarðar. Samstarfsverkefni Varar og Háskóla- seturs Snæfellsness. • Dýrasvif í Breiðafirði: Fæðunám og frjósemi átu. • Fjölbreytileiki örvera á Íslandsmiðum og áhrif þeirra á umhverfi og fæð- uframboð nytjalífvera. Vör er sam- starfsaðili í verkefni sem leitt er af Matís ohf. • Greining dýrasvifs með hljóðmæl- ingum. Samstarfsverkefni Varar og Rannsókna- og fræðaseturs Háskóla Íslands á Norðausturlandi, Húsavík. • Sjálfbær nýting og aukin arðsemi veiða og vinnslu beitukóngs í Breiða- firði. Verkefni unnið í samvinnu við Sægarp ehf. Grundarfirði. • Konksneglens (Buccinum undatum) biologi og udbredelse i farvandet ved Island og Færøerne. Samvinna við Sægarp ehf. Grundarfirði, Fiskirann- sóknarstovuna Færeyjum og P/F O. C. Joensen, Færeyjum. • Útbreiðsla og þéttleiki beitukóngs (Buccinum undatum) í Breiðafirði og Faxaflóa: Leit nýrra veiðisvæða. Samstarfsverkefni með Sægarpi ehf. Grundarfirði. • Vöktun umhverfisþátta og framvindu svifþörunga í Breiðafirði. Rannsókn unnin í samvinnu við Sólveigu Ólafs- dóttur og Agnesi Eydal, Hafrann- sóknarstofnuninni. • Rannsóknir og kynning á nátt- úrufræðum. Samstarf Varar, útibús Hafrannsóknarstofnunarinnar í Ólafsvík, Þjóðgarðsins Snæfells- jökuls, Náttúrustofu Vesturlands og Háskólaseturs Snæfellsness með stuðningi frá Vaxtarsamningi Vest- urlands. • Ljóð í náttúru. Samstarfsverkefni Varar, Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls og Skógræktar ríkisins, Hreðavatni. • Fegurð fjörunnar og fjölbreytileiki. Samstarfsverkefni Varar og Þjóð- garðsins Snæfellsjökuls. • Fjörulallar í fræðsluferð, jarð-, haf- og líffræði á Djúpalónssandi. Sam- starfsverkefni Varar og Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls. Vör, sjávarrannsóknarsetur hlaut nýlega einnar milljón króna styrk frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu úr Veiðikortasjóði v egna verkefnis- ins, Rannsókn á hlutfalli ýsu-, þorsks og makrílmaga sem innihalda síli í Breiðafirði árið 2015. Í sama skipti og úr sama sjóði hlaut Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi 820 þúsund króna styrk vegna verkefnis sem nefnist Stofnvistfræði og stofn- stærð dílaskarfs á Íslandi. Raufarhöfn og Byggða- stofnun náðu samkomulagi Byggðastofnun og Raufarhöfn hafa undirritað áframhaldandi sam- starfssamning undir yfirskriftinni Raufarhöfn og framtíðin. Samn- ingurinn er fyrir tilstilli verkefn- isins Brothættar byggðir, en Rauf- arhöfn og framtíðin er hluti þess verkefnis og hefur það staðið yfir undanfarin misseri. Verkefnið hefur verið framlengt til loka ársins 2017. Því verður skipt upp í fjóra áfanga og Raufarhöfn sigli nú inn í þriðja áfanga að lokinni vinnu við að skýra framtíðarsýn og markmiðssetningu fyrir einstök verkefni. Gert er ráð fyrir að haldinn verði íbúafundur á Raufarhöfn þar sem framtíð verk- efnisins verður kynnt fyrir íbúum og þeim gefinn kostur á að koma sjón- armiðum sínum og hugmyndum á framfæri. Verður það að hluta til vinnufundur þar sem þátttakendur vinna í málefnahópum eins og þeir urðu til á íbúaþingi í janúar 2013. Grásleppuveiðar eru mikilvægar fyrir atvinnulífið á raufarhöfn á vorin. Stuðningur byggðastofn- unar er því afar mikilvægur fyrir íbúa staðarins. rannsóknir hafa verið stundaðar á kræklingi. Hann má matreiða með ýmsum hætti. Rau ðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér Frystikistur á tilboðsverði 20% afsláttur Tilboð gildir meðan birgðir endast. FR205 190L B74xD70xH95 1 karfa, læsing á loki hjól undir kistu FR305 278L B98xD70xH95 2 körfur, læsing á loki hjól undir kistu FR405 385L B128xD70xH95 2 körfur, læsing á loki hjól undir kistu FR505 463L B150xD70xH95 3 körfur, læsing á loki hjól undir kistu FR605 567L B180xD70xH95 3 körfur, læsing á loki hjól undir kistu Verð áður kr. 94.359 Verð nú kr. 75.488 m. vsk. Verð áður kr. 108.534 Verð nú kr. 86.827 m. vsk. Verð áður kr. 117.173 Verð nú kr. 93.738 m. vsk. Verð áður kr. 131.820 Verð nú kr. 105.456 m. vsk. Verð áður kr. 161.518 Verð nú kr. 129.214 m. vsk.

x

Aldan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Aldan
https://timarit.is/publication/1119

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.