Aldan - 20.10.2015, Síða 12

Aldan - 20.10.2015, Síða 12
Fengsælum sjómönnum kann að þykja freistandi að hlaða bát sinn út í hið óendanlega. Það getur hins vegar skapað mikla hættu þar sem ofhleðsla getur leitt til alvarlegra slysa. Gætum að öryggi okkar og siglum örugg í höfn. ERTU AFLAKLÓ? 20. Október 2015ALDAN12 Nýr björgunarbátur frá Rafnar afhentur HSSK í Kópavogi Tímamótadagur var fyrir skömmu hjá Hjálparsveit skáta í Kópavogi, HSSK, en þá fékk sveitin afhentan nýjan bát sem er hannaður og smíðaður af bátaframleiðandanum Rafnar í Kópavogi. Báturinn er yf- irbyggður sem gerir hann úthalds- meiri í verkefnum, hlífir mann- skapnum fyrir veðri og vindum, eykur til muna öryggi björgunar- sveitarfólks og ræður við verra sjó- veður í ófyrirséðum björgunarver- kefnum. Sæti eru fyrir sex manns og er hægt að koma fyrir tveimur sjúkrabörum í honum. Báturinn mun bera nafnið Stefnir eins og forveri hans og mun örugglega reynast HSSK vel. Landhelgisgæslan fékk í sumar afhentan nýjan strandgæslubát frá Rafnar. Forstjóri gæslunnar sagði við það tækifæri bátinn hafa mikla þýðingu og geri hana meðal annars nú betur í stakk búna til að komast hratt á slysavettvang. Báturinn var í þróun í samvinnu við Landhelgisgæsluna frá árinu 2011 en hann byggir á algjörlega nýrri hönnun á þessari tegund báta. Hann er sérsmíðaður og sérstaklega hannaður eftir þörfum gæslunnar af kipasmíðastöðinni Rafnar, en fyrirtækið er hugarfóstur Össurar Kristinssonar, stofnanda Össurar hf. Báturinn er á plani þegar lagt er af stað. Það er kjölur undir þeim sem er symetrískur og þeir mynda enga bógöldu heldur mynda þeir þrýsting í vatninu, sem að þegar kemur aftur fyrir miðju, er tekin til baka. Hug- myndin kom til Össurar fyrir 25 árum síðan. og síðan byrjaði ég að vinna í þessu fyrir 10 árum síðan. „segir Össur. Þetta íslenska hugvit er að skila sér í gríðarlega góðum eiginleikum. Í raun er þetta allt annað og mun betra en áður hefur þekkst. Samskip styrkir hestamennsku í landinu: Reiðhöll og keppnisvöllur Spretts nefnast Samskipa- höllin og Samskipavöllurinn Hestamannafélagið Sprettur og Sam- skip hafa undirritað nýjan samstarfs- samning sem felur í sér að Samskip verða aðalstuðningsaðili félagsins næstu sjö árin. Samningurinn felur meðal annars í sér að reiðhöll Spretts verður hér eftir nefnd Samskipahöllin og keppnisreiðvöllur félagsins utan- húss Samskipavöllurinn. Samskip hafa um nokkurt skeið látið til sín taka í íslenskri hestamennsku og um árabil verið einn aðalstuðningsaðili Landsmóts hestamanna. Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Samskipa segir það því vera rökrétt skref að ganga til samstarfs við Sprett, sem er með afar kröftuga starfsemi og frábæra aðstöðu sem Samskip nú tengjast. „Það er okkur mikið ánægjuefni að gerast aðalstuðningsaðili Spretts og við tjöldum ekki til einnar nætur heldur gerum samning til loka árs 2021. Við hlökkum til samstarfsins, óskum Spretti til hamingju með þessa glæsi- legu aðstöðu og metnaðarfull áform. Við hjá Samskipum þekkjum vel sams- konar baráttu og vitum að hér er valinn maður í hverju rúmi, frábærir hestar og mikill metnaður, „segir Pálmar Óli. Hermann Vilmundarson, varafor- maður Spretts, segir tíðindin ánægju- leg. „Sprettur er það hestamannafélag sem vex hvað hraðast hér á landi og eftir stofnun árið 2012 þegar Gustur og Andvari sameinuðust, hefur ekkert lát verið á gróskunni. Metnaðurinn hér er mikill og þessi samningur undirstrikar að Sprettur er á réttri leið með á annað þúsund félagsmenn og gríðarlega öfl- ugan samstarfsaðila í Samskipum,“ segir Hermann. Það voru Hermann Vilmundarson, varaformaður Spretts og Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Samskipa sem undirrituðu samninginn í Samskipahöllinni á Kjóavöllum. Frá Íslandsmótinu 2015 á kjóavöllum. Það eru ekki síst börn og unglingar sem njóta góðs af samningnum. Nýi báturinn kemur að góðum notum, enda traustbyggður og hraðskreiður.

x

Aldan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aldan
https://timarit.is/publication/1119

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.