Reykjanes - 03.12.2015, Qupperneq 2

Reykjanes - 03.12.2015, Qupperneq 2
2 3. Desember 2015 REYKJANES 17. TBL.  5. ÁRGANGUR 2015 ÚTGEFANDI: Pressan ehf. Kringlunni 4-6, 103 Reykjavík. Björn Ingi Hrafnsson, netfang: bjorningi@pressan. Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54,  108 Reykja vík. Auglýsingasími: 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Sigurður Jónsson, netfang: asta.ar@simnet.is, sími: 847 2779. Myndir: Ýmsir. Umbrot: Prentsnið Prentun: Landsprent. Upplag: 10.000 eintök. Dreifing: Íslandspóstur. Vefútgáfa PDF: www. fotspor.is REYKJANES ER DREIFT Í 10.000 EINTÖKUM ÓKEYPIS Í ALLAR ÍBÚÐIR Á REYKJANESI. Frí blað ið Reykja nes vill gjarn an kom ast í sam band við íbúa Suð ur nesja. Seg ið ykk- ar skoð un með því að senda inn pist il. Send ið inn fyr ir spurn. Vin sam leg ast send ið okk ur tölvu póst á net fangið asta. ar@sim net.is eða hring ið í síma 847 2779. VILTU SEGJA SKOÐUN ÞÍNA? Í gegnum árin hefur samvinna og gott samstarf sveitarfélaganna á Suðurnesjum skilað samfélaginu mörgum stórum og smáum framfara-málum. Sveitarstjórnir á Suðurnesjum stóðu saman að uppbyggingu Sjúkrahúss,Hita- veitu Suðurnesja,Fjölbrautarskóla Suðurnesja og uppbyggingu Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum. Hér eru aðeins fá dæmi nefnd um góða samstöðu,sem leiddu til framfara. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur nú um 40 ára skeið staðið vörð gagnvart ríkisvaldinu um hagsmuni svæðisins. Þetta hefur átt sér stað í góðu samstarfi fyrst 7 sveitarfélaga og síðan 5 sveitarfélaga eftir sameiningu Keflavíkur,Njarðvíkur og Hafna. Það er því slæm þróun að nú skuli stærsta sveitarfélagið,Reykjanesbær,boða það að þeir ætli sér að slíta samstarfinu.Það er með öllu óskiljanlegt og órökrétt að ætla að fórna þessu góða samstarfi. Hvað vinnst með því? Nú halda forystumenn Reykjanesbæjar því fram að þeir greiði mun meira til samstafsins en hin sveitarfélögin.Fyrirkomulagið hefur ætíð verið þannig að greiðslur séu í samræmi við íbúafjölda. Einstaklilngur í Sandgerði,Garði,Vogum og Grindavík borgar nákvæmlega sömu upphæð til samstarfsins og íbúi í Reykjanesbæ. Nú hlýtur það að vera góður kostur að sem flestir standi á bak við kostnað sem hlýst af samstarfsverkefnum. Fulltrúar stóra sveitarfélagsins,Reykjanesbær,hefur haldið því fram að litlu sveitarfélögin fjögur ráði allt of miklu. Í 6.grein um samþykktir fyrir Samband svitarfélaga stendur: “Samþykktir stjórnar skulu því aðeins ná fram að ganga að þær séu studdar af aðilum sem bera meirihluta kostnaðar við rekstur sambandsins og hafa meirihluta í stjórn þess.” Það er því vandséð hvernig hægt er að þvinga Reykjanesbæ til að leggja í kostnað gegn sínum vilja. Það hefur komið fram að lítill vilji er til að sameinast í eitt sveitarfélag. Þrátt fyrir þá staðreynd hlýtur það að vera hagstæðast og best fyrir íbúa svæðisins að sveitarfélögin standi saman að framfaramálum okkar. Frábært starf Það var ánægjulegt að fylgjast með þjóðarsöfnun Stöðvar 2 til styrktar og uppbyggingar Hlaðgerðarkots. Fram hefur komið að rúmlega 80 milljónir söfnuðust. Einstaklingar og fyrirtæki voru svo sannarlega tilbúin að leggja fram fjármuni í þetta góða strarf. Það hefur sýnt sig að starfið á Hlaðgerðarkoti hefur bjargað mörgu fólki frá eiturlyfjanotkun,þannig að einstaklingarnar hafa komist aftur út í þjóðfélagið og notið sín að nýju. Góð staða í Garði Fjárhagsáætlun 2016 fyrir Garðinn og fjárhagssatða sveitarfélagsins var nýlega kynnt á íbúafundi. Fram kom að fjárhagslega staða er mjög sterk. Langtíma- skuldir nema aðeins 63 milljónum. Framtíðarsjæoðurinn,sem myndaðist í framhaldi af sölu í Hitaveitu Suðurnesja var notaður til að greiða upp skuldir ásamt nbýjasta áfanga Gerðaskóla. Á fyrri árum var sú ákvöðrun tekin að Garðurinn færi ekki þá leið að selja sínar eignir og leigja svo,eins og mörg sveitarfélög gerðu og eru nú mjög skuldsett. Garðurinn sagði sig á sínum úr Hafnasamlagi Suðurnesja. Skuldir Reykjanes- hafnar nema rúmum 7 milljörðum. Hefði Garðurinn verið í samlaginu væru skuldir Garðsins rúmar 700 milljónir. Það er vissulega hægt að taka undir endurskoðanda KPMG að framtíð Garðsins væri björt. Sigurður Jónsson, ritstjóri Leiðari Samvinna eða sameining Reykjanes kemur næst út fimmtudaginn 17. desember NÆSTA BLAÐ Auka þjónustuna með samþættingu félags- og heil- brigðisþjónustu Öldungaráð Suðurnesja hélt að-alfund sinn 28. september s.l. Kosin var 7 manna stjórn og einn til vara. Stjórnin er þannig skipuð: Eyjólfur Eysteinsson, formaður, Reykjanesbæ , Erna Marsibil Svein- bjarnardóttir, varaformaður, Garði, Jóngeir Hlinason, Vogum, gjaldkeri, Sigurður Jónsson, Garði, ritari, Hanna Björg Konráðsdóttir, Reykjanesbæ, Jórunn Alda Guðmundsdóttir, Sand- gerði, Magnús Magnússon, Sandgerði og Sólveig Þórðardóttir, Reykjanesbæ. Á þeim tíu mánuðum sem Öldungaráðið hefur starfað hafa verið haldnir 3 fundir ráðsins, auk stofnfundar 29. nóvember 2014 og 6 stjórnarfundir. Stjórn Öldungaráðs var boðið á aðalfund Dvalarheimila aldraðra á Suðurnesjum og stjórnin sótti aðalfund Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum. Öldungaráð hefur kynnt sín mál á fundum í bæjarráði Reykjanesbæjar, Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga. Þar hafa stjórnarmenn og fulltrúar ráðsins meðal annars, kynnt tillögur Öldunga- ráðs um samþættingu félags- og heil- brigðisþjónustu. Fjölgun hjúkrunarrýma á Suðurnesjum hefur ætíð verið til um- ræðu á fundunum en mikil vöntun er á þeim á Suðurnesjum. Núna nýlega hefur ráðherra heilbrigðismála upplýst að lang lengsta bið á landinu er eftir hjúkrunarrýnum á Suðurnesjum eða 138 dagar, það samsvarar rúmlega fjórum mánuðum. Stjórn Öldungaráð hefur nýlega haldið fundi með stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og stjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Niðurstaða fundanna var með ágætum og var tekið undir með Öldungaráði að unnið verði að samstöðu með Sveitarfélögum á Suðurnesjum og Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja . Unnið verði að samþættingu með heimahjúkrunar og félagslegri heimaþjónustu. Með samþættingu á þjónustu vinnst margt: Betri nýting á fjármagni og mannauð, einfaldar boð- leiðir, möguleiki á að auka þjónustuna og starfsfólki líður betur. Gerður verði formlegur samningur milli Heilbrigð- isstofnunar Suðurnesja og sveitarfé- laganna á Suðurnesjum. Einhugur var á fundunum að Heil- brigðisstofnun Suðurnesja hefði for- göngu um myndun samstarfs milli þeirra og sveitarstjórna Suðurnesja um skipulag á samþættingu á þjónustu við eldri borgara. Eyjólfur Eysteinsson formaður Öldungaráðs Suðurnesja Basar á Nesvöllum Félag eldri borgara á Suðurnesjum hélt sinn árlega Basar á Nes-völlum síðasta föstudag. Margir notuðu tækifærið til að koma og gera góð kaup. Svo var flott að geta fengið sér heitt súkkulaði og rjómapönnu- kökur. Aðventufundur á Kaffi DUUS Félag eldri sjálfstæðismanna á Suðurnesjum, FES minnir á að fundur Félags eldri sjálf- stæðismenn á Suðurnesjum, FES verður haldinn á Veitingahúsinu Kaffi Duus, Duusgötu 10 í Reykjanesbæ þriðjudaginn 8. desember 2015, kl. 12:00. Húsið verður opnað kl. 11:30. Boðið verður upp á súpu og kaffi gegn vægu gjaldi, 1.000 krónur. Gestir fundarins: Sr. Kjartan Jónsson sóknarprestur og Ásmundur Friðriks- son alþingismaður.

x

Reykjanes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.