Reykjanes - 03.12.2015, Page 4

Reykjanes - 03.12.2015, Page 4
4 3. Desember 2015 Áskorun til ráðherra og alþingismanna Sameiginleg áskorun landshluta-samtaka sveitarfélaga til ráð-herra og alþingismanna, dags. 9. nóvember 2015. Landshlutasamtökin skora á ráðherra og alþingismenn að tryggja aukin framlög vegna þjónustu við fatlað fólk, samninga um sókn- aráætlun, samgöngumál, almennings- samgöngur og ljósleiðaravæðingu. Jólakort ADHD ADHD samtökin selja jólakort fyrir þessi jól líkt og áður. Tvö ný kort hafa nú verið gefin út og eru bæði með myndum eftir Mæju - Maríu Sif Daníelsdóttur. Annars vegar er mynd sem ber heitið „Herramaður í jólabúningi“ og hins vegar mynd sem heitir“Ein- tóm gleði“. Sex stykki eru í pakka, þrjú kort með hvorri mynd og kostar pakkinn kr. 1.800, -. Allur ágóði til góðgerðarmála Þegar Lionessuklúbbur Keflavíkur sest niður til að útbúa sælgæt-iskransana finnur maður að jólin eru óðum að nálgast. Reykjanes leit við einn daginn í nóvember þar sem þær voru á fullu í gamla húsnæði Verkalýðs- félagsins við Hafnargötu. Þær sögðust hafa selt rúmlega 400 kransa í fyrra. Það eru fyrst og fremst fyrirtæki og verslanir sem kaupa. Að sjálfsögðu viljum við gjarnan einnig selja einstaklingum. Þeir sem áhuga hafa geta hringt í: 771 2722 (Áslaug) eða 895 1229 (Gunnþórunn) Lionessurnar sögðust vilja koma á framfæri sínu besta þakklæti fyrir frá- bærar viðtökur á liðnum árum. Allur ágóði rennur til góðgeramála hér á svæð- inu. Samkaup flytur inn sælgætið fyrir okkur og sýnir okkur mikinn velvilja. Einnig bestu þakkir til allra, sem í gegnum árin hafa lánað okkur húsnæði. Lionessuklúbbur Keflavíkur hefur verið starfandi í 24 ár. Píratar í Reykjanesbæ Félag Pírata í Reykjanesbæ var stofnað fyrir sveitarstjórnarkosn- ingarnar 2014. Fyrst um sinn var allt kapp lagt í framboðið en alls fékk flokkurinn 173 atkvæði og sitja því aðrir flokkar við stjórnvölinn í bæjar- félaginu. Í júní 2015 tók ný stjórn við félaginu og stefnir að því að blása lífi í píratastarfið í Reykjanesbæ. Verkefnin framundan eru margvísleg og mikil- væg. Fyrst af öllu að kynna grunnsefnu og önnur stefnumál Pírata fyrir bæj- arbúum. Síðan að ræða við fólk um hvaða stefnu skuli taka í bæjarmálum. Stjórn Félags Pírata mun standa fyrir ýmsum málfundum og við- burðum í vetur til að kynna sér hvaða áherslur fólkið í Reykjanesbæ vill hafa á starfi félagsins. Í framhaldi af því verður ákveðið hvort boðið verði fram til næstu sveitarstjórnakosninga árið 2018. Grunnstefna Pírata Sem kjölfestu hafa Píratar tileinkað sér grunnstefnu. Grunnstefnan fjallar um gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir, eflingu borgararéttinda, friðhelgi einkalífsins, gagnsæi í stjórn- sýslu, óskert tjáninga- og upplýsing- frelsi auk þess sem hvatt er til beins lýðræðis. Grunnstefnan er kjarninn í starfi Pírata um allt land og byggja önnur stefnumál ætíð á grunnstefn- unni. Af stefnumálum Pírata má nefna hér nokkur, t.d. vilja Píratar að al- menningur kjósi um innleiðingu nýrrar stjórnarskrár sem stjórnlaga- ráð fékk umboð til að semja árið 2012. Aðskilja þarf fjárfestinga- og viðskiptabanka, hvetja til samvinnu- félaga og sjálfseignastofnana og telja að betrumbæta atvinnuumhverfi smá- iðnaðar. Píratar vilja að efnahagurinn þjóni þörfum samfélagsins. Velferðarstefna Pírata felst í að tryggja lágmarksframfærsluviðmið og stefna að upptöku skilyrðislausra borgaralauna þannig að borgarar verði frjálsir til að velja sér lífsviður- væri sem hentar hverjum og einum. Í sjávarútvegsmálum skal stefna að því að bæði aflaheimildir og veiddur afli verði boðin upp á frjálsum markaði. Einnig vilja Píratar að ákveðið hlutfall skatta af rekstri og störfum fyrirtækja skulu í renna beint til þess sveitafé- lags þar sem starfsemi eða verslun fer fram. Alþingiskosningar 2017 Í ljósi ágæts fylgis í skoðana- könnunum og einarðs ásetnings Pírata um að koma á betri siðum í stjórnsýslu og efnahag landsins er stefnt að því að bjóða fram til alþing- iskosninga í öllum kjördæmum árið 2017. Reykjanesbær er í Suðurkjör- dæmi og er undirbúningur að fram- boði í startholunum. Stofnað hefur verið félag Pírata í Suðurkjördæmi sem mun virka sem kjördæmisráð og hafa umsjón með kosningaundir- búningi. Íbúakosningarnar Íbúakosningar eins og þær sem nú fara fram í Reykjanesbæ eru afar mik- ilvægt skref í átt til beins lýðræðis á Íslandi. Reyndar má færa rök fyrir því að ákvæði um ráðgefandi íbúakosn- ingu er í raun búið að veikja íbúalýð- ræði til muna og sveitarstjórnir fá lítið aðhald á milli sveitarstjórnakosninga. Þrátt fyrir það er íbúakosningin mik- ilvægt tól í beinu lýðræði og hvetja Píratar alla bæjarbúa til að taka þátt í þessari fyrstu rafrænu kosningu í Reykjanesbæ. Albert Sigurðsson Ritari Pírata í Reykjanesbæ Blómlegt félagslíf í Sandgerði Mjög mikil þátttaka er í hinum ýmsu viðburðum sem boðið er upp á í Sandgerði. Má þar nefna Stafgöngu og leikfimi sem Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir sér um. Sá hópur sem nýtir sér þetta fer stækkandi og gaman að sjá að aldurs- hópurinn 67-69 er að koma sterkt inn. Þarna iðkar því hópur sem er á tuttugu ára aldursbili útiveru og hreyfingu. Sandgerðisbær sér alfarið um kostnað við þetta. Í haust var sundleikfimi til reynslu og vonandi sjá viðkomandi aðilar , bærinn og Arna Þórunn Björnsdóttir sér fært að byrja aftur að vori. Sumba, jóga, boccia, spilavist og fleira dregur fólk á öllum aldri til sín. Miðhús og félagsstarf aldraða standa líka alltaf fyrir sínu. Ókeypis er fyrir 67 ára og eldri sem og öryrkja í sund og tækjasal í Íþróttamiðstöðinni. Listatorg er öflugur hópur fagur- kera á öllum aldri sem kemur saman og föndrar, prjónar og býr til muni úr leir ofl. Sandgerðisbær kemur að þar með kostun húsnæðis. Sannarlega gott bæjarfélag sem við búum í. Margt fleira væri hægt að telja upp. Ef fólki vantar nánari upplýsingar þá er alltaf hægt að hringja í Rut Sigurðar- dóttir hjá Sandgerðisbæ. Með íþróttaföndurkveðju. Silla E.

x

Reykjanes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.