Reykjanes - 03.12.2015, Síða 9
3. Desember 2015 9
Kvenfélag Keflavíkur bauð eldri borgurum
Kvenfélag Keflavíkur hélt sitt árlega aðventukaffi fyrir eldri borgara síðsasta sunnudag í
Kirkjulundi. Boðið var uppá kaffi
með glæsilegu meðlæti. Skemmtiatrið
voru flutt. Eldri borgurum er boðið
á þessa aðventuhátíð og þurfa ekki
að greiða neitt fyrir það. Kvenfélag
Keflavíkur á skilið mikið lof fyrir
þetta framtak.
Páll Valur Björnsson þingmaður Björt Framtíð:
Mikið óréttlæti og
hreinlega forkastanlegt
1. Staða og kjör eldri borgara hafa
að undanförnu verið mikið í um-
ræðunni. Á Alþingi svaraði ráð-
herra fyrirspurn frá Ernu Ind-
riðadóttur,þar sem fram kom að
31028 eldri borgarar hafa lægri
greiðslur mánaðarlega en 300 þús-
und krónur. Þetta er 69,4% af öllum
sem eldri eru en 67 ára.
Fjármálaráðherra hefur gefið út
að greiðslur frá Tryggingastofnun
hækki um 9,4% um næstu áramót.
Á vinnumarkaðnum eru samn-
ingar afturvirkir frá 1.maí s.l.
Kjaradómur hefur ákveðið að 9,3%
hækkun til þingmanna,ráðherra
og fleiri gildi frá 1.mars s.l. Það er
mikið óréttlæti að eldri borgarar
sitji ekki við sama borð og aðrir.
Hvað vilt Þú ágæti þingmaður gera
í málinu?
Svar:
Ég er alveg sammála að þetta er
mikið óréttlæti og hreinlega forkast-
anlegt að þetta skuli eiga sér stað. Á
opnum fundi Öryrkjabandalagsins sem
haldin var laugardaginn 21 nóvem-
ber síðastliðin var samþykkt ályktun
þar sem farið var fram á að lífeyrir al-
mannatrygginga hækki afturvirkt um
sömu krónutölu og lægstu laun hækk-
uðu 1. maí sl. (31.000 kr. fyrir skatt).
Lífeyrir almannatrygginga hækki um
15.000 kr. frá 1. maí 2016 (samhliða
hækkun lágmarkslauna). Þá er einnig
farið fram á að krónu-á-móti-krónu
skerðing sérstakrar framfærsluppbótar
verði afnumin hið fyrsta. Þetta vil ég
að verði gert og á þetta bæði við um
aldraða og öryrkja það er alveg ljóst
að nú er lag að leiðrétta þær skerðingar
sem þessir hópar urðu fyrir í kjölfar
hrunsins. Ellefta ríkasta þjóð á að sjá
sóma sinn í að tryggja þessum hópum
mannsæmandi lífskjör. Geri fastlega
ráð fyrir að lögð verði fram breytingar-
tillaga af minnihluta fjárlaganefndar
við fjáraukalög til þess að mæta þessum
kröfum.
2. Fram hefur komið að meðal biðtími
fólks eftir hjúkrunarrými í landinu
er um 80 dagar. Á Suðurnesjum er
meðal biðtími 138 dagar. Langur
biðlisti er hér eftir hjúkrunarrými.
Er þetta ásættanlegt ástand? Hvað
vilt þú ágæti þingmaður gera í
málinu?
Svar:
Nei þetta er ekki ásættanlegt ástand
ekki frekar en í svo mörgu sem við-
kemur málefnum eldri borgara. Á
ferðum mínum um kjördæmið hefur
ég fundið hvað það brennur heitt á fólki
að leysa verði þann vanda sem vöntun
á hjúkrunarrýmum er. Það hefur verið
lengi ljóst að við Suðurnesjamenn
höfum setið eftir í þessum málaflokki
sem og mörgum fleiri. Um það hvað ég
vilji gera og hvernig leysa megi þessi
mál hef ég ekki önnur svör en þau að
við þingmenn svæðisins verðum að
leggja allt okkar á vogarskálar til að
þoka málunm í rétta átt. Af tíu þing-
mönnum í Suðurkjördæmi eru átta
stjórnarþingmenn og ef ég á að vera
hreinskilinn þá horfi ég mjög til þeirra
hvað varðar að koma þessu í viðun-
andi horf. Þeir hafa aðgang að fram-
kvæmdavaldinu og ekki ætti að það að
tefja fyrir að kjördæmið á tvo ráðherra.
Ég get lofað því að við minnihluta þing-
mennirnir í kjördæminu munum ekki
liggja á liði okkar við að hjálpa til.
Vilhjálmur Árnason alþingismaður Sjálfstæðisflokki:
Eindreginn stuðnings-
maður að gera betur
Ég hef ekki haft tíma til að svara þessu nákvæmlega því þetta krefst töluverðar upplýsingaöfl-
unar til að útskýra almennilega, en ég
er hvorki í velferðar né fjárlaganefnd,
en málið nær til þeirra.
Ég vil samt segja að ég er eindreginn
stuðningsmaður þess að gera betur við
öryrkja og eldri borgara. Var ég því
gríðarlega ánægður með að það hafi
verið forgangsraðað í þeirra þágu í
fyrstu fjárlögum þessarar ríkisstjórnar.
Þar fóru tíu milljarðar í heilbrigð-
iskerfið og þar af fjórir beint í að draga
úr skerðingum á þennan hóp. Þá hef
ég beðið spenntur eftir því að árangur
komu úr þeim tveimur nefndum sem
skipaðar voru undir forystu Péturs H.
Blöndal. Annars vegar um kostnaðar-
þáttöku í heilbrigðiskerfinu og endur-
skoðun almannatrygginga. Bæðar
þessar nefndir höfðu það að leiðar-
ljósi að bæta haga aldraðra og öryrkja.
Vænti ég þess að árangur þessara vinnu
fari brátt að koma í ljós.
Forsenda þess að mögulegt sé að
gera betur við hópana tvo er að sjálf-
sögðu ábyrgð í ríkisfjármálum og
öflugt atvinnulíf sem skapar auknar
tekjur í ríkissjóð. Þannig getur ríkis-
sjóður staðið undir bættum kjörum
þessa góða fólks.
Varðandi hjúkrunarýmin þá eru þau
mál algjörum forgangi hjá Kristjáni Þór
Júlíussyni heilbrigðisráðherra og hefur
hann lýst því yfir að það sé á undan
Landsspítlaanum í forgangsröðuninni.
Það munu því verða breytingar á næst-
unni í þessum málaflokki sem verða
vonandi okkur suðurnesjamönnum
til góðs.
Karólina Paszkowska leikur á píanó. emilía sara Ingvadóttir leikur á klarinett.
elmar Torsten sverrisson og björn Kristinn Jóhannsson leika á harmonikur
Kvennakór suðurnesja flutti nokkur lög.
salóme formaður Kvenfélags
Keflavíkur.
séra eva Valdimarsdóttir flutti hug-
vekju.