Reykjanes - 03.12.2015, Síða 10

Reykjanes - 03.12.2015, Síða 10
10 3. Desember 2015 Hrekkjalómafélagið -prakkarastrik og púðurkellingar Hrekkjalómafélagið í Vest-mannaeyjum var einstakur félagsskapur og það á heimsvísu. Þar létu menn ekkert tækifæri ónotað til að koma hver öðrum á óvart og sumum utan fé- lagsins einnig. Í þessari bráðskemmtilegu bók rekur Ásmundur Friðriksson 20 ára sögu Hrekkja-lómafélagsins; segir frá hrekkjunum og undirbúningi þeirra, viðbrögðunum og …afleiðing-unum sem urðu stundum alvarlegri en menn héldu í upphafi. Einnig fá lesendur að kynnast ýkjusögum og nokkrum hrekkja- lómum sem geta verið til í öllum sveitar- og bæjarfélagi á landinu. HREKKJALÓMAR – PRAKKARA- STRIK OG PÚÐURKELL-INGAR kitlar svo sannarlega hláturtaugarnar. Bók Ásmundar er meiriháttar skemmtileg og allir sem hana lesa eiga eftir að brosa breitt og skella uppúr öðru hvoru. Bókin er prýdd fjölda mynda frá sögu þessa merki- lega félags. Þessi bók er ekki bara fyrir Eyjamenn. Það munu allir hafa virkilega ánægju að því að lesa hana. Ómissandi bók fyrir alla, sem kunna að meta léttleikann í lífinu. Framtíðin björt í Garðinum Mánudaginn 23. nóvem-ber s.l. hélt Bæjarstjórn Garðs íbúafund þar sem fjárhagsáætlun ársins 2016 var kynnt ásamt fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Fram kom hjá Magnúsi Stefánssyni, bæjarstjóra og Oddi Jónssyni frá KPMG að staða Garðsins er mjög sterk fjárgaslega og framtíðin á því að vera björt. Einnig kynnti Jóhann Ísberg f.h. Garðskaga ehf hugmyndir um upp- byggingu á Garðskaga til að laða að ferðamenn og gesti. Ný bók: Börnin elda sjálf Það er gaman að elda með börn-unum. Það gerir lífið skemmti-legra og jafnvel auðveldara fyrir foreldrana eins og í tilviki kaffikrakk- ans og kökukrakkans. En stundum getur verið erfitt að finna uppskriftir sem börnum líkar við og mat sem þau vilja borða. Bókaútgáfan Salka hefur leyst málið með bókinni Eldum sjálf, sem er að koma út. Eldum sjálf er matreiðslubók fyrir börn með uppskriftum sem þau geta spreytt sig á sjálf. Í bókinni Eldum sjálf eru um 20 einfaldar uppskriftir fyrir börn á aldrinum 4-10 ára. Við val á uppskriftum var lögð áhersla á að hafa fá hráefni og tækjum og tólum var stillt í hóf. Einfaldar en góðar uppskriftir Við val á uppskriftum í bókinni var einfaldleikinn hafður að leiðarljósi svo allir í fjölskyldunni geti átt ánægjulega stund í eldhúsinu. Öll skrefin eru sýnd myndrænt þannig að börn þurfa ekki að kunna að lesa til að geta eldað þá rétti sem eru í bókinni. Eldum sjálf var gerð með mik- illi hjálp frá 18 litlum kokkum sem spreyttu sig á öllum uppskriftunum fyrir framan ljósmyndara og tókst vel til. Maturinn var eldaður frá grunni og var hvert skref í undirbúningnum fest á filmu. Með því að elda með Eldum sjálf læra börn að fara eftir uppskriftum og fylgja þeim skref fyrir skref. Uppskriftirnar í bókinni saman- standa af réttum sem hentugt er að snæða eftir skóla, með kaffinu og í kvöldmatinn. Þannig eru uppskrift- irnar fjölbreyttar og hægt að nota við mismunandi aðstæður. T.d. er uppskrift að sígildum heimilismat, plokkfiski sem er bæði hollur og góður matur fyrir alla fjölskylduna. Einnig er bakkelsi á borð við pönnukökur og múffur í bókinni þannig að börnin geta aðstoðað við undirbúning afmæli og annarra kökuboða. Uppskriftir í bókinni eru valdar af Dögg Hjaltalín. Þorbjörg Helga Ólafsdóttir setti bókina upp og að- stoðaði við myndatökur. Birgir Ísleifur Gunnarsson sá um myndatöku.

x

Reykjanes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.