Reykjavík - 19.12.2015, Blaðsíða 10

Reykjavík - 19.12.2015, Blaðsíða 10
10 19. Desember 2015REYKJAVÍK VIKUBLA Ð Hvenær höfum við gefið Jesú Kristi séns? Séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprest þarf vart að kynna, enda einn kunnasti klerkur landsins, skáld og fyrrverandi alþingismaður. Mér þótti vel við hæfi að fá að ræða við hann nú í aðdraganda jóla um jólahaldið og gildi kristninnar í samfélaginu. Við settumst við skrifborð hans í skrúð- húsi Dómkirkunnar og ég spurði hann fyrst af öllu um starf prestsins nú á aðventunni. „Ég er víða að tala á vinnustöðum og hjá félagasamtökum á þessum tíma ársins. Leggja eitthvað inn í jólaundir- búninginn. Það má segja að við höfum „forlengt“ jólin með menningarlífinu og margvíslegum hátíðahöldum á aðventunni og það er mjög ánægju- legt. Við kveikjum fleiri og fleiri ljós. Spennan magnast, því mörgu viljum við ljúka fyrir jól.“ Fellur vel að þjóðfélags- gerðinni - Nú sætir kirkjan og kristin kenning harðri gagnrýni hér á landi og víðar í okkar heimshluta. Hvað veldur? „Ég átta mig ekki á því hvers vegna svo mörgum er kappsmál víða á Vest- urlöndum að minnka áhrif kristn- innar. Kristnin er í mikilli sókn í Kína og víðar um heim. Halda menn að íslenskt samfélag verði betra með minnkandi áhrifum kristinnar trúar? Er manneskjan og þjóðfélögin í sam- tíma okkar komin á það stig þroska, visku, mannúðar og náungakærleika, að ekki sé lengur þörf fyrir trú? Jafnvel ekki siðferði heldur? Ég er á annarri skoðun. Ekkert samfélag hefur batnað við minnkandi áhrif kristninnar. Kenn- ing og starf Þjóðkirkju okkar finnst mér einmitt falla vel að þjóðfélagsgerðinni og hugsunarhætti Íslendinga, enda hefur kristindómurinn átt ríkan þátt í mótun þess hvors tveggja. Nú er svo komið að flest sem sagt er eða gert í nafni kirkjunnar er af- flutt. Kristnin í landinu býr við meira en fálæti, þetta er virk andúð. Borg- aryfirvöld í Reykjavík hindra það að skólabörn fái að koma í kirkjuna. Ég tel þetta alls ekki bera vott um víðsýni og frjálslyndi heldur hið gagnstæða. Við hljótum að virða trú og lífsafstöðu hvers annars í þjóðfélaginu.“ Með kristninni kom mannúð og miskunnsemi - Búum við kannski við andlegt tómarúm? „Það kann að vera. Það var ákveðið tómarúm á 10. öld á Norðurlöndum. Hinn heiðni siður var ekki mjög rót- fastur, fólk trúði ekki svo fast eða ákveðið, þannig að leiðin var greið fyrir ný viðhorf og smám saman breyttan hugarheim. Gulaþingslögin norsku höfðu ekki kristindóm í sér fólgin. Þau voru sett og giltu í samfélagi þeirra sterku, hinir veikari og minni máttar höfðu engan rétt. Í þeim var ekki að finna kristin einkenni, ekki samábyrgð eða sérstaka miskunn. Hefndarskyldan var þar að auki sterk. Með auknum kristnum áhrifum verður hljóðlát bylting í löggjöf í upphafi 12. aldar. Magnús lagabætir hefur þar vafalaust mest áhrif. Það er þá sem hin mildu áhrif koma með hlýjum vindum kristinnar trúar. Áhrifin eru augljós á réttarhugsun og dómstóla með meiri mannúð og miskunnsemi. Ekki svo að skilja að ekki hafi verið harka og harðúð í bland. Ég hef oft fengið tilefni til þess að hugleiða það hvort við séum í líkum sporum nú og fyrir 1000 árum hér og á Norðurlöndum – og jafnvel víðar. Er áþekk upplausn nú og tómarúm í trúarviðhorfum og var á þeim tíma sem kristnin ruddi sér rúms? Þær raddir eru sterkar í samtíma okkar að allur átrún- aður trufli þroska og heilbrigði samfé- lagsins. Þessum viðhorfum vex fiskur um hrygg hjá þeim sem eru mótandi í samfélaginu. Matthías Johannessen, skáld og ritstjóri, sagði mér eitt sinn að sér fyndist Ísland vera að verða hug- sjónalaust. Tækifærismennskan hefði tekið völdin, menn tækju hvaða tilboði sem væri.“ Leið til að ná tökum á lífinu og sjálfum sér - Nú eru kristnir gjarnan sakaðir um ofstæki. „Ég verð mjög sjaldan var við ofstæki hjá kristnu fólki, en þeim mun oftar hjá andstæðingum kirkjunnar. Oftar en ekki eru settir ákveðnir merkimiðar á kirkjuna um að hún sé gamaldags og nútímafólk verði að varpa af sér þessu gamla góssi. Trúin er leið til að ná tökum á líf- inu og sjálfum sér. Hún er meðvituð ákvörðun um að lifa lífinu með hlið- sjón af trú á Jesú Krist. Ég tel það skipta máli eins og það hefur skipt máli fyrir fólk og þjóðir. Hvergi í heiminum eru lífskjör, mannréttindi, lýðræði í betri farvegi en einmitt á Norðurlöndunum. Hér eru afgerandi stórar þjóðkirkjur og hafa átt sinn stóra þátt í að mynda þau viðhorf og gildi sem leitt hafa þjóðirnar til velmegunar.“ Kirkjan setur ekki lög - En er ekki kirkjan of stofnanleg og er ekki gengið of langt með lögum um helgidagafrið og fleiru því um líku? „Kirkjan er stofnun – og hún er ein af hinum mikilvægu stofnunum þjóð- félagsins. Hvort sem okkur líkar betur eða ver verðum við að hafa stofnanir í landinu. En mér finnst starfsemi kirkjunnar ekki vera sérstaklega stofn- analeg. Mér finnst ég til dæmis ekki vera stofnanalegur þegar ég hitti fólk, undirbý og annast hjónavígslu, skírn eða jarðarför, eða þegar ég tek á móti fólki af öðrum tilefnum. Kirkjan eru þau samtök hérlendis sem hafa flesta sjálfboðaliða og ekkert annað félag hefur fleiri félagsmenn, nema ef þjóð- félagið sjálft er tekið með í reikninginn. GítarjólÖll jól eru og úrvalið er hjá okkur Landsins besta úrval af gíturum í öllum verðflokkum Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is Mynd: Sigtryggur Ari

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.