Reykjavík - 19.12.2015, Blaðsíða 6

Reykjavík - 19.12.2015, Blaðsíða 6
6 19. Desember 2015REYKJAVÍK VIKUBLA Ð Umferðaröryggi í henni fögru Reykjavík Þegar tekið er bílpróf eru gerðar ákveðnar kröfur sem er ekki óeðlilegt. Þegar bíl er ekið er ætlast til þess að bílstjóri sé allsgáður og í þannig ástandi að hann sé ökuhæfur. Hver er aftur á móti ábyrgð stjórnmála- manna sem neita að taka á vandamálum sem kosta jafnvel mannslíf og valda fólki örkumlum? Reykjavíkurborg er með nokkrar um- ferðaræðar sem þurfa á þægilegu flæði að halda til að ná þeirri þjónustu sem við íbúarnir förum fram á að þær skili. Þetta á sérstaklega við um leiðir sem kallast þjóðbrautir í þéttbýli en það er ástæða fyrir því að þær kallast þjóðbrautir. Það virðist hafa gleymst að láta þá sem koma að skipulagi hverju sinni (pólitíkusa) vita til hvers þjóðbrautir eru. Við greiðum skatta og gjöld til ríkis og Reykjavíkurborgar og getum því að sjálf- sögðu farið fram á að okkar kröfur séu uppfylltar. Þegar hlutir eru á skipulagi en hverfa skyndilega út af því hefði ég talið að það ætti að kynna. Hlutir virð- ast geta horfið án þess að íbúar viti af því. Þegar það eru hlutir í skipulagi sem varða umferðaröryggi þá eiga allir rétt á því að hafa eitthvað um það að segja. Átta ára gömul frétt Á sínum tíma voru á skipulagi Reykja- víkur mislæg gatnamót Reykjanes- brautar / Bústaðavegar. Þessi gatnamót hurfu af skipulagi án þess að nokkur íbúi hefði eitthvað um það að segja. Áður hafði framkvæmdinni verið frestað árið 2007. Laugardaginn 1. desember 2007 kom fram í hádegisfréttum RÚV í viðtali við formann framkvæmdaráðs Reykja- víkurborgar (Óskar Bergsson) að ekki stæði til að hætta við mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðarvegar: „Mislæg gatnamót Bústaðarvegar og Reykjanesbrautar hafa ekki verið slegin af,“ sagði Óskar Bergsson formaður framkvæmdaráðs Reykjavíkurborgar. Þeim hefði hins vegar verið frestað til að finna betri lausnir fyrir umhverfið. Í fréttinni sagði enn fremur: „Helgi Krist- ófersson, formaður íbúasamtakanna Betra Breiðholts, gagnrýndi í kvöld- fréttum útvarpsins í gær að bygging mislægra gatnamóta Reykjanesbrautar og Bústaðarvegar hafi verið slegin af þó að fjárveiting hafi verið fyrir henni. Hann taldi borgaryfirvöld ekki hirða nægilega um að samgöngur væru greiðar. Óskar Bergsson, formaður framkvæmdaráðs Reykjavíkurborgar, segir það ekki rétt að gatnamótin hafi verið slegin af. Framkvæmdaráð hefði samþykkt gerð þeirra en borgarráð viljað fresta þeim til að hægt sé að leita annarra lausna sem koma umhverfinu betur. Á meðan verður gerð tilraun til að loka vinstri beygju frá Bústaðarvegi inn á Reykjanesbraut til að auka afkastagetu gatnamótanna.“ Reykjanesbraut færð til vesturs Þarna var verið að tala um að lausnin hafði verið teiknuð með brú fyrir um- ferð sem færi vestur Bústaðaveg af Reykjanesbraut. Það var bara komin mun betri lausn í umræðuna þar sem umferð sem færi norður Reykjanesbraut og vestur Bústaðaveg færi hægra megin á Reykjanesbraut og undir Reykjanes- brautina til vesturs. Nú er fyrirhugað að byggja á svæði sem er við gatnamót Bústaðavegar og Reykjanesbrautar. Þar með þrengir að svæðinu sem gerir erfiðara fyrir að koma mislægum gatnamótum fyrir svo vel sé. Gerð var tillaga um mislæg gatna- mót á þessum stað þar sem ekkert var hreyft við Elliðárdalnum. Reykjanes- brautin væri færð til vesturs um það sem þarf til að hlífa dalnum. Þá var jafnframt gert ráð fyrir að gera eina auka akrein fyrir þá sem koma Bústaðaveginn og ætla beint yfir á Smiðjuveg þannig að þeir auka raunverulega ekki umferðina á Reykjanesbraut. Það er ótrúlegt að horfa á þegar stoppa kannski 70 bílar á Reykjanesbraut og það kemur einn bíll Bústaðaveg og beygir Reykjanesbraut- ina til norðurs. Mengunin sem þetta veldur er mikil fyrir utan að umferðar- öryggi minnkar en þessi gatnamót eru númer þrjú í fjölda slysa með meiðslum ásamt gatnamótum Háaleitisbrautar / Miklubrautar. Það kemur að því að mis- læg gatnamót verða sett á Bústaðaveg / Reykjanesbraut og er það bara spurn- ing hvenær það verður en ekki hvort. Í dag er verið að glíma við einhverja stífni en ekki hugað að öryggi í umferð. Þegar fallið verður frá þeirri stífni þá verður öryggi aukið með mislægum gatnamótum. Forðum slysum Á árunum 2008–2011 urðu átján um- ferðarslys á gatnamótum Bústaðavegar og Reykjanesbrautar og eru þau því þriðju hættulegustu gatnamót Reykja- víkurborgar. Mislæg gatnamót, þ.e.a.s. að umferð norður Reykanesbraut og vestur Bústaðaveg færi hægra megin á Reykjanesbraut og undir Reykjanes- braut til vesturs Bústaðaveg, væri arð- samasta þjóðvegaframkvæmd í landinu af þessari stærðargráðu. Það má reikna með að þessi framkvæmd borgi sig upp á ca. fjórum árum þjóðhagslega. Lagt var til hliðar fjármagn í þessa fram- kvæmd á sínum tíma og það hefur verið gert ráð fyrir þessari framkvæmd í aðalskipulagi Reykjavíkur í ca. 30 ár. Við þessa framkvæmd myndi draga úr mengun en það fóru margir til Frakk- lands til að fræðast að hluta til um svona mengun. Eldsneyti myndi sparast og ekki veitir af því. Tímasparnaður yrði mikill því biðin hjá þeim sem fer þarna um alla daga ársins getur orðið mikil. Síðan er náttúrulega stóra málið og það er hve margir hafa slasast við þessi gatnamót en það getur oft á tíðum verið óbætanlegt. Það að loka vinstri beygju af Bústaðavegi til norðurs Reykjanes- braut er ekki nóg. Það þarf að klára þennan pakka og skila okkur auknu umferðaröryggi, sparnaði í eldsneyti og minni mengun. Enn er ósvöruð spurningin um þá sem eru kosnir til að bera ábyrgð á skipulagsmálum, hver er þeirra ábyrgð gagnvart okkur íbúum þegar svona stór mál eru til umræðu? bjb Höfundur er Helgi Kristófersson, áhugamaður um umferðarmál Hugmynd að mislægum gatnamótum bústaðavegar og reykjanesbrautar. einn bíll beygir til vinstri af reykjanesbraut og stöðvar alla umferð. bíll kemur af bústaðavegi og stöðvar umferð.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.