Reykjavík - 19.12.2015, Blaðsíða 4
4 19. Desember 2015REYKJAVÍK VIKUBLA
Ð
Ufsaflök velt
upp úr eggi
Fyrir og eftir kjötát um jólin er vel við
hæfi að hafa fisk á borðum. Uppskrift
vikunnar frá Úlfari á Þremur Frökkum
er að þessu sinni ufsaflök velt upp úr
eggi. Úlfar segir galdurinn við þessa
uppskrift vera „að hafa pönnuna ekki
of heita því þá kemur bragð í eggið,
eins og gerist með ofsteikt spælegg.
Fiskurinn verður einstaklega safaríkur
með þessum hætti því allur safi lokast
inni við steikinguna“. Úlfar nefnir að
ufsaflök, því þau fáist á góðu verði, en
annars megi nota hvaða fisk sem er.
Flökin eru skorin í bita, tveir bitar
á mann. Þeim er velt upp úr hveiti
og síðan upp úr eggjunum sem búið
er að píska til. Flökin eru síðan sett
á pönnuna, ekki of heita, og steikt
á annarri hlið í þrjár mínútur. Þá er
stykkjunum snúið við, pannan tekin af
hitanum og smjöri bætt út á pönnuna.
Gott að bera fram með kartöflum,
steiktum lauk og kokteilsósu, eða re-
múlaði.
Hráefni:
800 gr ufsaflök, roð- og beinlaus
Þrjú egg
100 gr hveiti
Salt
Smjörlíki
Í seinasta tölublaði ræddi ég við Margréti Kristmannsdóttur, fram-kvæmdastjóra Pfaff, sem hefur látið mikið að sér kveða í félagsstörfum fyrir verslunina. Í viðtalinu sagði hún meðal annars:
„Það er eins og menn haldi að þensla og hrun með reglulegu millibili sé lögmál
og stöðugleiki eitthvað sem eingöngu þekkist í útlöndum. Afleiðingin er sú
að menn halda að sér höndum í fjárfestingum og spila alltof mikinn varnar-
leik. Við vinnum enga leiki við þær aðstæður, gerum í mesta lagi jafntefli. Í
pólitíkinni hér er síðan of mikið argaþras og of miklar sveiflur.“
Rétt er að taka undir þess orð Margrétar. Þjóðfélagið þarfnast meiri stöðugleika
og festu. Nú á jólum er okkur hollt að horfa til þess sem sameinar og getur orðið
til að auka eindrægni og frið í samfélaginu. Að því sögðu óska ég lesendum
gleðilegra jóla árs með þökkum fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða.
Björn Jón Bragason
Eindrægni og
friður í samfélaginu
Sólgljá jólafanna
glæðir djörfustu drauma
dauðlegra manna.
Davíð Stefánsson frá
Fagraskógi, 1895–1964.
Úr bókinni
Ljóð frá liðnu sumri.
FORYSTUGREIN
Mikilvægt er að
meta kosti og galla
aðildar Íslands að
ESB með faglegri
úttekt og nákvæmu
hagsmunamati.
Skýrslur Alþjóðastofnunar HÍ og
Hagfræðistofnunar HÍ frá í fyrra
sögðu báðar að ljúka þyrfti við-
ræðum við ESB áður en niðurstaða
fengist í þessu hagsmunamati. Báðar
skýrslurnar bentu þó til þess að
hagsmunum Íslendinga væri betur
borgið innan sambandsins en utan.
Mikilvægast er því að ljúka samn-
ingum við ESB og leggja áherslu á
að meta kosti aðildarsamnings með
alla hagsmunaaðila á Íslandi í huga.
- Thomas Möller í pistli á
Hringbraut, 2. desember sl.
Róbert Marshall er
orðinn úrkula vonar
um að halda sinni
þægilegu innivinnu
á alþingi fyrir hönd
Bjartrar fortíðar. Vill sameiginlegt
framboð „umbótaafla“ undir forustu
Katrínar Jakobsdóttur. Katrín á með
hjálp Árna Páls að fleyta Róbert inn
á þing í næstu kosningum. Þar fyrir
utan er liðsbónin ákall um, að helztu
taparar stjórnmálanna sameinist í
nýju hræðslubandalagi. „Góða
fólkið“ í flokkunum þremur hefur
saman styrk á við „vonda fólkið“ í
Sjálfstæðisflokknum. Píratar geta
þá valið, hvort þeir kippa góða eða
vonda fólkinu uppí til sín í nýrri
stjórn. Róbert á því enn nokkra von
um þægilega innivinnu næstu árin.
- Jónas Kristjánsson á jonas.is,
15. desember sl.
Breyta ber reglum
um skipan dómara
að Hæstarétti og
afnema með öllu
áhrif sitjandi dóm-
ara þegar ákvarðanir um það efni
verða teknar. Ýmsar leiðir eru færar
til að ná þessu markmiði. Ein er sú
að skipa nefnd sérfræðinga til að
segja til um hæfni umsækjenda en
þó þannig að hinum hæfu verði
ekki raðað í forgangsröð. Heimild
til slíks hefur verið misnotuð með
þeim hætti að öllum, sem kynna sér
málið, ætti að vera ljóst. Hugsanlega
gæti slík nefnd valið þá þrjá úr sem
hún teldi hæfasta og ráðherra síðan
valið úr þeim hópi. Einnig væri unnt
að láta fylgja reglu um að Alþingi
staðfesti ákvörðun ráðherra.
- Jón Steinar Gunnlaugsson á
Pressunni, 8. desember sl.
Svo ég vitni nú í
sjálfa mig, nánar til
tekið í formála að
næstu bók minni,
sem var einmitt að
fara í prentun: ,,Auðvitað skiptir
líka máli hvað maður lætur ofan í
sig en matur sem hefur á sér holl-
ustustimpil er ekki endilega hollur ef
maður borðar hann án umhugsunar
og í óhófi. Nokkrar möndlur eru
gott nasl milli mála en ef þú opnar
möndlupoka og situr svo og teygir
þig í hverja möndluna af annarri og
stingur upp í þig umhugsunarlaust
er pokinn orðinn tómur fyrr en
varir. Og það eru nokkuð margar
hitaeiningar.“
- Nanna Rögnvaldsdóttir á síðu
sinni, 14. desember sl.
AF NETINUFleyg ummæli
REYKJAVÍK VIKUBLAÐ
34. TBL. 6. ÁRGANGUR 2015
ÚTGEFANDI: Pressan ehf. Kringlunni 4-6, 103 Reykjavík. ÁBYRGÐARMAÐUR: Björn Ingi
Hrafnsson, netfang: bjorningi@pressan.is, AUGLÝSINGASTJÓRI: Ámundi Ámundason sími 824-
2466, netfang, amundi@fotspor.is. AUGLÝSINGAR: Sími: 578-1190 & netfang: auglysingar@
fotspor.is. RITSTJÓRI: Björn Jón Bragason, sími: 897-7040 netfang: bjornjon@pressan.is
UMBROT: Prentsnið, PRENTUN: Landsprent, 50.000 eintök. DREIFING:
FRÍBLAÐINU ER DREIFT Í 50.000 E INTÖKUM
Í ALLAR ÍBÚÐIR Í REYKJAVÍK OG Á SELTJARNARNESI
UPPSKRIFT VIKUNNAR:
Úlfar Eysteinsson
Laugavegur 13
Kristján Siggeirsson reisti húsið að Laugavegi 13 árið 1953, en verslunar- og iðnrekstur á
þessum stað á sér langa sögu. Kristján
var fæddur árið 1894, sonur Siggeirs
Torfasonar, kaupmanns í Reykjavík,
og konu hans Helgu Vigfúsdóttur. Að
loknu námi í Verslunarskóla Íslands
nam Kristján húsgagnasmíði og stund-
aði framhaldsnámskeið um skeið í iðn-
grein sinni í Þýskalandi. Hann lauk
meistaraprófi í húsgagnasmíði árið
1913.
Tuttugu og fimm ára að aldri, eða
nánar tiltekið 14. ágúst 1919, stofnsetti
Kristján húsgagnaverslun, en hún var
allt frá byrjun staðsett að Laugavegi 13,
í húsnæði sem var í eigu föður Krist-
jáns. Fyrst í stað hafði hann eingöngu
á boðstólum húsgögn er hann flutti
sjálfur inn erlendis frá, en á þeim árum
var innflutningur húsgagna frjáls. Mest
var keypt inn frá Danmörku, Svíþjóð
og Þýskalandi, en í tenglsum við versl-
unina var lítið verkstæði til að setja
saman húsgögn.
Strax á fyrstu árum fyrirtækisins var
þó hafin framleiðsla á húsgögnum, en
verkstæðið var í bakhúsum að Lauga-
vegi 13. Þar unnu um tíu til fimmtán
menn við framleiðslu. Þá voru einkum
framleiddar ýmsar tegundir af stofu-
skápum, kommóðum, grindum fyrir
sófasett og fleira, því að bólstrun var
einn þáttur starfseminnar. Einnig var
um skeið rekin málaravinnustofa, þar
sem húsgögn voru máluð.
Árið 1922 keypti Kristján húseign-
ina að Laugavegi 13 af föður sínum og
reisti steinsteypt hús austan við það sex
árum síðar. Á neðstu hæð þess húss
var húsgagnverslunin staðsett. Á þeim
árum seldi verslunin um þrjú þúsund
stóla á ári, sem var gríðarlega mikið
á þeirra tíma mælikvarða. Árið 1937
var byggt hús að Smiðjustíg 6 fyrir
framleiðsluna og aftur var byggt við
húsið 1942. Jafnframt þessum auknu
umsvifum fjölgaði starfsmönnum fyr-
irtækisins og það hafði meira umleikis
en áður. Árið 1953 var hornhúsið að
Laugavegi 13 flutt og byggt þar versl-
unar- og skrifstofuhús, sem er eitt hið
stærsta í miðbænum.
Kristján Siggeirsson hf. óx ár frá ári
og 1963 voru fengnir sænskir tækni-
menn til að gera skipulag að nýrri verk-
smiðju sem hóf rekstur ári síðar. Hér
var um stórt stökk að ræða frá lítilli
verksmiðju við Smiðjustíg í 2500 fer-
metra verksmiðju við Lágmúla. Við
inngöngu Íslands í EFTA árið 1970
hófst á nýjan leik innflutningur á hús-
gögnum, en framleiðslan var áfram
umfangsmikil.
Kristján var sæmdur riddarakrossi
hinnar íslensku fálkaorðu 1974. Hann
stýrði fyrirtæki sínu allt þar til hann
lést 1975. Síðustu árin naut hann þó
dyggrar aðstoðar sonar síns, Hjalta
Geirs húsgagnaarkitekts.
Árið 1983 opnaði fyrirtækið hús-
gagnaverslunina Habitat að Laugavegi
13 í samstarfi við Habitat-fyrirtækið í
Bretlandi. Með þessu stækkaði Krist-
ján Siggeirsson hf. viðskiptamanna-
hóp sinn, en í Habitat fengust einkum
húsgögn og búsáhöld í björtum litum
á viðráðanlegu verði.
Húsgagnaverslanirnar eru horfnar á
braut, en að Laugavegi 13 er nú meðal
annars rekin Gullkúnst Helgu. Krist-
ján Siggeirsson hf. sameinaðist Gamla
Kompaníinu hf. árið 1990 og stofnað
var nýtt stórfyrirtæki í íslenskum hús-
gagnaiðnaði GKS sem enn starfar með
miklum myndarbrag.
Heimildir: Morgunblaðið, 25. ágúst
1979, Frjáls verslun, 8. tbl. 1979 og
fleiri.
Sundferð úr 650 kr. í 900 kr.
Reykjavíkurborg hefur samþykkt gjaldskrárhækkanir fyrir næsta
ár. Fæðisgjald fyrir börn giftra í leik-
skólum hækkar úr 8.060 kr. í 8.320 kr.
Vistun á frístundaheimili í fimm daga
mun fara úr 12.350 kr. í 12.750 kr.
Þá verður stakt gjald í sund hækkað
úr 650 kr. 900 kr. Leiga á handklæði fer
úr 550 kr. í 570 kr. Gjald vegna endur-
vinnslustöðva fyrir íbúðarhúsnæði fer
úr 6.950 í 7.980 og gjald fyrir aukalosun
sorps fer úr 3.720 í 3.790.
Þjónustugjöld í íbúðum aldraðra
hækka um sem nemur 3,2 prósentum
og heimaþjónusta hækkar um 3,1 pró-
sent. Einnig hækkar verð á aksturs-
þjónustu aldraðra, fer úr 1.095 kr. fyrir
hverja ferð í 1.130 kr.
HÚSIN Í BÆNUM
Hraðlestir
Á dögunum spunnust umræður um hraðlest milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar, sem
sumir telja raunhæfan kost. Í því sam-
bandi má geta að árið 2014 fóru 6,8
milljónir farþega með Flytoget milli
Gardermoen-flugvallar og Óslóar,
en það er sama vegalengd og milli
Keflavíkurflugvallar og BSÍ. Árið
2014 fóru 24,2 milljónir farþega um
Gardermoen. Um Keflavíkurflugvöll
fara um fimm milljónir farþega í ár.
Áætlaður kostnaður við Flytoget var
4,3 milljarðar norskra króna árið 1994.
Endanlegur kostnaður nam 7,7 millj-
örðum norskra króna við lok fram-
kvæmda 1999. Þessi stofnkostnaður
var afskrifaður af norska ríkinu því
reksturinn stendur ekki undir því að
greiða hann upp.
Kristján siggeirsson.