Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 19.11.2012, Blaðsíða 1

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 19.11.2012, Blaðsíða 1
Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar 18. tbl. 20. árg. nr. 596 19. nóv. 2012 Ritstjórn og umsjón útgáfu: Viktor Arnar Ingólfsson Ábyrgðarmaður: Gunnar Gunnarsson Prentun: Oddi Ósk um áskrift sendist til: Vegagerðin Framkvæmdafréttir Borgartúni 7 105 Reykjavík eða með tölvupósti til: vai@vegagerdin.is Vegagerðin gefur út Framkvæmdafréttir til að kynna útboðs- framkvæmdir fyrir verktökum. Fyrirhuguð útboð eru kynnt, útboðsauglýsingar eru birtar og greint er frá niðurstöðum og samningum. Auk þess er í blaðinu annað það fréttaefni sem verður til hjá stofnuninni og talið er að eigi erindi til verktaka . Útgáfa er óregluleg og nokkrar vikur geta liðið milli tölublaða. Áskrifendur eru m.a. verktakar, verkfræðistofur, fjölmiðlar og áhugafólk. Áskrift er endurgjaldslaus. 18. tbl. /12 11. Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar var haldin í Hörpu (Kaldalóni) 9. nóvember sl. Skráðir þátttakendur voru 186 og hlýddu þeir á yfir 20 áhugaverða fyrirlestra um rannsóknarverkefni sem Vegagerðin hefur styrkt. Auður Atladóttir, Philippe Crochet, Sveinbjörn Jónsson, Björn Hróðmarsson Vegagerðin hefur um nokkurt skeið unnið að því að innleiða gæða-, um hverfis- og öryggisstjórnunarkerfi. Við þá uppbyggingu er horft til krafna Hreinn Haraldsson vegamálastjóri skrifar Innleiðing gæðastýringaráætlana í alþjóðlegum stöðlum s.s. ISO 9001, ISO 14000 og OHSAS öryggisstjórnunarstaðalsins. Kerfið er notað í hluta starf sem- inn ar en enn vantar upp á hún sé eins og vera ber í öðrum hlutum hennar. Innleiðing gæðastjórnunar hjá stofnunum, verktökum og ráðgjöfum á Íslandi hefur gengið hægt þrátt fyrir háleit markmið. Vegagerðin hefur í gegnum tíðina verið í samstarfi m.a. við aðra stóra verkkaupa, Samtök iðnaðarins og verktaka við að koma gæðastjórnun á í þessum geira. Tilgangurinn með þessari vinnu er að tryggja betri verk, að þau mannvirki sem verða til standist þær kröfur sem til þeirra eru gerðar. En ekki síður til að skýra hlutverk þeirra sem að verkunum koma og ábyrgðarsvið. Þess vegna höldum við ótrauð áfram í þessari vinnu og viljum leggja okkar af mörkum til að þetta hljóti sem best brautargengi. Gagnrýni um ónóga og ósamstillta eftirfylgni hvað varðar kröfur í útboðsgögnum varð til þess að sett var af stað vinna til að bæta þar úr. Tilgangurinn með þessari vinnu var meðal annars sá að gera kröfur útboðsgagna skýrari í

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.