Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 19.11.2012, Blaðsíða 2

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 19.11.2012, Blaðsíða 2
2 stað þess að vera með tilvísanir í leiðbeinandi rit og reglur. Það er von okkar að sú vinna sé að skila sér með skýrari og afdráttarlausari útboðsgögnum. Þá var skoðað hvernig bæta mætti það verklag og þau gögn sem verktaka er ætlað að skila, sem staðfesta að mannvirki uppfylli þær gæðakröfur sem til þess eru gerðar. Út úr þessari vinnu urðu til gæðastýringaráætlanir fyrir allflesta verkþætti sem notaðir eru við vegagerð. Gæðastýringaráætlun er skjal sem sniðið er að hverju verki fyrir sig og inniheldur lista yfir alla verkþætti sem tiltekið verk felur í sér. Þar kemur fram hvaða mælingar og skráningar verktaki skal gera til að sýna fram á að verk hafi verið unnið í samræmi við kröfur útboðsgagna. Krafa um að verktaki skili gæðastýringaráætlunum hefur verið hluti af kröfum í útboðsgögnum um nokkurt skeið en nú er ætlunin að breyta því fyrirkomulagi. Ákveðið hefur verið að frá og með 1. janúar 2013 muni gæða stýr ingaráætlanir fylgja öllum útboðsgögnum Vega gerð- ar inn ar og þeir verktakar sem taka að sér verk fyrir stofnunina skulu fylgja þeim. Um leið verður bætt úr eftirfylgni Vega- gerð ar inn ar. Gæðastýringaráætlanir einar og sér eru þó ekki nóg og því hafa verið útbúin eyðublöð fyrir alla verkþætti sem verktaki skal fylla út í samræmi við kröfur gæðastýringaráætlunar. Seinasti hlutinn í þessu ferli er síðan vinna eftirlitsaðila, hvort sem það eru eftirlitsaðilar Vegagerðarinnar eða verk- takar sem taka eftirlitið að sér. Hlutverk eftirlits er að fylgja því eftir að unnið sé samkvæmt skráðu verklagi. Gerð er eftirlitsáætlun fyrir hvert verk sem lýsir því hvernig eftirliti með viðkomandi verki verður háttað. Eftirlitsáætlun tengist beint því sem tilgreint er í gæðastýringaráætlun fyrir verktaka. Eftirlitsaðilum sem starfa fyrir Vegagerðina mun verða upp- álagt að vinna samkvæmt þessu verklagi Það er ósk mín og von að þetta nýja verklag muni skila okkur betri verkum og skýra betur ábyrgð verkkaupa, verktaka og eftirlitsaðila. Guðmundur Ingólfsson ljósmyndari (Ímynd) tók yfir 500 ljósmyndir sumarið 1974 af framkvæmdum og vegagerðarmönnum á Suðvesturhorninu, frá Selfossi upp í Borgarnes, og eru þær varðveittar á skyggnum hjá Vegagerðinni. Þær hafa nú verið skannaðar og unnið er að greiningu þeirra því allar eru þær ómerktar. Flestar sýna þær vega- og brúagerð sem ráðist var í á Þingvallavegi þegar haldið var uppá 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar 28. júlí 1974. Það er tilgáta ritstjóra að myndin hér að ofan sé frá Þingvallavegi við Sogið og Ingólfsfjall sé í baksýn.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.