Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 19.11.2012, Side 3

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 19.11.2012, Side 3
3 Vegagerðin hefur tekið saman yfirlit yfir eiturefni og hættuleg efni sem eru í notkun á starfsstöðvum hennar og vistað í þar til gerðum gagnagrunni. Þar eru einnig vistuð öryggisblöð fyrir efnin. Grunnurinn er opinn starfsmönnum á innri vef stofn- un ar inn ar en ákveðið var að hafa hann einnig aðgengi leg an á heimasíðu Vegagerðarinnar. Sjá vegagerdin.is, Um Vega- gerðina, Umhverfismál, Varasöm efni. Eiturefni og hættuleg efni geta valdið bráðum eða lang- var andi skaða á heilsu manna og dýra, eða valdið tjóni á um hverfi. Þessi efni eru merkingarskyld samkvæmt reglugerð um flokkun, merkingu og meðferð eiturefna, hættulegra efna og vörutegunda, sem innihalda slík efni. Þetta eru efni merkt Tx og T; sterkt eitur og eitur, og efni merkt Xn, C, Xi, E, Fx, eiturefni (T) í notkun hjá henni eru tvö, bensín og metanól. Eiturefni skal geyma í læstri geymslu. Efnavara sem getur stofnað heilsu starfsmanna í hættu skal vera í öruggum og vel merktum umbúðum. Halda þarf merkingarskyldum efnum í hæfilegri fjarlægð frá stöðuvötnum, ám, grunnvatni og sjó. Tryggja þarf að efnageymslur séu lekaheldar og vel loftaðar, enda er gerð krafa um það í reglugerðinni og í almennum starfsleyfisskilyrðum. Hættuleg efni skulu meðhöndluð af varúð og þess vandlega gætt að þau berist ekki í niðurföll t.d. með því að hafa lekabyttur undir efnunum í geymslum. Við mikinn leka ber að binda efnin með ísogsefnum til að hindra að þau berist út í umhverfið. Setja skal úrganginn (spilliefni) í lokað ílát, merkja með innihaldi og senda síðan til spilliefnamóttöku til förgunar. Berist efni á einhvern hátt í umhverfið, í meira magni en starfsmenn / verktakar ráða við að hreinsa upp, skal tilkynna það slökkviliði í s. 112. Samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum skal vinnuveitandi gæta þess að þær vinnuað- stæð ur séu fyrir hendi og þeim starfsaðferðum sé beitt sem tryggja að starfsmenn séu varðir gegn slysum, mengun og sjúkdómum. Grípa skal til nauðsynlegra forvarna til að koma í veg fyrir mengun á vinnustað eða draga úr henni eins og kostur er, t.d. með því að nota hættulitlar efnavörur. Matthildur Bára Stefánsdóttir deildarstjóri umhverfis- og skipulagsmál skrifar Listi Vegagerðarinnar yfir varasöm efni ásamt öryggisblöðum Heimild: Vinnueftirlit ríkisins F, O og N; hættulegt heilsu, æt andi, ertandi, sprengifimt, afar eldfimt, mjög eldfimt, eld- nær andi og hættulegt um hverf- inu. Eitt af markmiðum stjórnvalda í stefnumörkun til ársins 2020 er umhverfi án hættulegra efna. Þar er eitt undirmarkmiðanna að losun efna sem eru hættuleg heilbrigði og umhverfi verði takmörkuð eins og mögulegt er og verði hætt innan aldarfjórð- ungs (Velferð til framtíðar – Sjálfbær þróun í íslensku samfélagi. Útg. 2002). Meðal markmiða stjórnvalda til árs- ins 2013 er að markvisst verði unnið að því að skipta eitur- efnum og hættulegum efnum út fyrir efni eða aðferðir sem hafa í för með sér minni hættu fyrir heilsu og umhverfi. Vegagerðin lítur á það sem veigamikinn þátt í hlut verki stofn unarinnar, að tekið sé tillit til umhverfis- og öryggis sjón- ar miða. Þetta endurspeglast bæði í meginmarkmið um og stefn um Vega gerðarinnar. Starfs menn og verk takar eru því hvattir til að vanda val á efn um til nota við vinnu sína og draga markvisst úr notkun eitur efna (merkt T og Tx) og efna sem eru hættu leg heilsu (Xn) og umhverfi (N). Ekkert sterkt eitur (Tx) er í notkun hjá Vegagerðinni en

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.