Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 19.11.2012, Side 4

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 19.11.2012, Side 4
4 Saga Drekkingarhyls Eitt kunnasta örnefni landsins er vafalaust Drekkingarhylur á Þingvöllum og ber þar margt til. Fyrst er að geta að hann er á helsta sögustað landsins og þar í alfaravegi við endann á Almannagjá að norðanverðu. Hylurinn er í Öxará þar sem hún steypist úr gjánni. Leið þeirra sem fara um gjána liggur því fram hjá honum, yfir Öxará, og niður á Vellina. Umhverfi hans er tilkomumikið og því ætti þessi umgjörð að nægja til að gera veg hans mikinn, en það kemur fleira til. Hann skipar sérstakan sess í þjóðarsögunni vegna hlutverks síns fyrr á öldum, en ekki verður það talið það fallegasta. Eins og nafnið segir notaðist hann til óhugnanlegra verka, því þar var sakakonum fyrr á öldum drekkt. Þar kemur að hinni hliðinni á merkasta sögustað landsins. Þingvellir eru ekki aðeins tákn þjóðarinnar um þjóðarmetnað og sjálfstæði heldur einnig um örbirgð og kúgun. Sem þingstaður fór þar fram uppkvaðning dóma og fullnusta, sem mörg örnefni þar bera vitni um. Þessa gætti sérstaklega á 16. og 17. öld á tímum illræmdasta réttarfars Íslandssögunnar. Um það segir Björn Þorsteinsson sagnfræðingur: „Stóri dómur gilti lítt breyttur frá 1564 fram á 18. öld og var ekki afnuminn endanlega fyrr en 1838, en lítið sinnt seinustu 100 árin.“A1. Stóri dómur tók á sifjaspellsbrotum, eins og þau voru skilgreind á þeim tíma, og brot kvenna gátu kostað drekkingu í hylnum, en karlarnir voru hálshöggnir. Ættu höfðingjar hlut að slíku sluppu þeir að meira eða minna leytiB2 eins og endranær. Hvernig að þessu var staðið segir Björn Þorsteins- son: „Sökudólgurinn var bundinn í poka sem steypt var yfir höfuð honum og tók niður á legg. Reipi sem böðullinn hélt í handan hylsins, var bundið um konuna. Eftir að hún hafði þannig staðið um stund var henni kippt í vatnið og haldið niðri með stöng uns hún var dauð.“A3 Svo er að sjá að nokkuð oft hafi komið til þessara aftaka því í bæklingi FÍ segir Páll Sigurðsson: „Vitað er um 18 konur sem drekkt var á Þingvöllum (oftast fyrir að eiga börn í dulsmáli), fyrst 1618 en síðast 1749.“C4 Þótt þessi saga sé ófögur er hún samt hluti af þjóðarsögunni og ástæðulaust er að þegja um, ef eitthvað væri hægt að læra af henni. Drekkingarhylur verðskuldar því varðveislu og umgengni sem einn af athyglisverðustu sögustöðum landsins. Vegur í Almannagjá Áður en kemur að málum hylsins er rétt að skoða aðeins það sem segir um Almannagjá og umferð um hana. Um hana segir Björn Th. Björnsson listfræðingur í Þingvalla- bók sinniB5: „Áður fyrr var Almannagjá lokuð: Enginn reiðfær vegur var ofan Gjána efri (síðar Kárastaðastíg) og engin brú á ánni við Drekkingarhyl. Og í gjánni voru engar búðir. Þannig var hún algert griðland að baki þingstaðnum sjálfum, grösugur og klettum luktur garður. En um miðja 18. öld, þegar þinghaldið lengdist og sýslumenn taka að byggja búðir, svo sem til forna, velja nokkrir þeim stæði nyrst á grundunum, nálægt Krossskarði og vatnsbóli í Drekkingarhyl. Enn meira rask verður svo eftir jarðsigið 1789 þegar syðsti hluti Hallvegar fer undir vatn og gömlu stígarnir yfir norðanverða gjána teppast. Þá verður um hríð nær engin fær leið vestur um frá Þingvöllum eða að vestan. “ Einnig segir Björn Th.: Kárastaðastígur hafði svo sem verið farinn, og í jarðskjálftaskýrslu sinni frá 29. júní 1789 kallar séra Páll á Þingvöllum hann „almenningsveg“, þótt hann hafi verið illfær ríðandi mönnum og ófær fyrir hesta undir klyfjum. Þrem árum eftir jarðsigið kemur Árni Helgason, síðar stiftprófastur, á Þingvöll frá Reykjavík og lýsir aðkomunni að gjánni þannig: „Þá mátti ríða ofan Kárastaðastíg, eða að minnsta kosti að teyma þar ofan lausa hesta, en kúfort urðu menn að taka ofan“ og bera ofan urðina á sjálfum sér. Svo virðist af myndum og lýsingum ferðamanna sem stígurinn hafi verið með steinþrepum, tröppu- laga. Enski læknirinn Henry Holland fer um hann sumarið 1810 og segir, að „ofan í gjána liggur eins- konar ófullkominn stigi, sem höggvinn er í bergið“, og fjórum árum síðar fer Biblíu-Henderson þar um og segir að þeir hafi bundið upp taumana á hest- unum og rekið þá niður á undan sér. „Horfðum við með undrun á það, hversu óhikandi og fimlega þeir stukku þrep af þrepi niður þenna stiga, sem nátt- úran sjálf hafði smíðað.“ Björn Th. heldur áframB6: „Kárastaðastígur var sem sagt eftir sem áður annáluð háskabraut með sprungum og stórbjörgum.“ . . . „En brátt rann upp vagnaöld. Árið 1897 var tekið Baldur Þór Þorvaldsson verkfræðingur á brúadeild Vegagerðarinnar skrifar Drekkingarhylur, vegur í Almannagjá og brú yfir Öxará Söguleg upprifjun og mögulegar úrbætur á brú Það er orðið nokkuð langt síðan vegur um Almannagjá og brú yfir Öxará við Drekkingarhyl fóru undan forsjá Vegagerðarinnar. Nú er það þjóðgarðurinn á Þingvöllum sem annast þessi mannvirki. Höfundur þessarar greinar er hins vegar áhugamaður um gömul samgöngumannvirki og skrifar þessa grein sem slíkur. Mynd 1. Kárastaðastígur sem nú er efsti hluti Almannagjár. Ferðabók Paul Gaimards frá 1836, teikning: Mayer.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.