Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 19.11.2012, Side 5

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 19.11.2012, Side 5
5 til með miklum sprengingum að víkka gjána efst og ryðja grjóti fram svo akbraut mætti kallast. Var þá jafnframt lagður vegur norður eftir gjánni og trébrú reist yfir útfallið úr Drekkingarhyl. Varð braut þessi síðar vegur sá sem þjónaði allri umferð til Þingvalla við konungskomuna 1907, á alþingishátíðinni 1930 og lýðveldishátíðinni 1944…“ Þess má geta að þetta fyrirkomulag var á umferð á Þingvöll til ársins 1967 en þá var bílvegurinn færður í það horf sem nú er, þ. e. umferðin fer framhjá Almannagjá og liggur norðar þar sem kallaðist Tæpistígur. Drekkingarhylur og brú neðan hans Um aðstæður við Drekkingarhyl segir Björn Th.B7: „Áður en brú var lögð á haftið neðan hylsins og vegar að henni, skagaði þverhnýptur hraundrangi fram í hylinn að suðaustanverðu, og er líklegt að sakakonum hafi verið fleygt þar fram af “ Ennfremur segir Björn Th.B8: „Þegar gamla trébrúin var af tekin og steinsteypu- brú in gerð, árið 1911, var fosshaftið að mestu sprengt burt, og síðar, er núverandi brú var steypt og breikkuð frá því sem áður var, hvarf enn meira af klettasnösinni, þaðan sem sakakonum var varpað í hylinn. Grynntist þá hylurinn að sama skapi og er nú ekki nema sakleysislegur pollur hjá þeim ógnar- svelg sem áður var. “ Björn Th. einnigB9: „Af gömlum myndum og lýsingum að sjá var hyl- ur inn djúpur svelgur, og þar sem haftið að neðan myndaði háa fyrirstöðu, var þar allhár foss en ekki flúð ein, eins og nú er. “ Enn segir Björn Th.B10: „Drekkingarhylur var sprengdur með dínamíti til að klastra við hann einhverri ófegurstu brú sem getur. “ Þegar myndir 3 og 4 eru bornar saman er að sjá sömu sérkennin við útfall hylsins nú og voru þegar Mayer gerði mynd sína 1836. Hið þrönga afmarkaða útfall, rennan á mynd Mayers með klettatotum sitt hvoru megin, virðist vera enn til staðar sbr. ljósmyndina nú. Þess má geta að í útfallinu rennur vatnið á sléttri klöpp sem mikið mál væri að dýpka. Mynd tekin af hylnum fyrir tíma brúargerðarinnar1897D12 sýnir útfallið úr hylnum óglöggt, en ekki er að sjá að vatn hafi staðið hærra í hylnum fyrir brúarsmíðina en eftir hana. Einnig eru til ljósmyndir af Drekkingarhyl frá tíma trébrúarinnar 1897-1912, sjá mynd 5. Aðkoman að hylnum sunnan megin sést vel og er ekki annað að sjá en vegfyllingin út í hylinn sé eins og nú er sbr. mynd 6. Útfallið virðist einnig vera óbreytt. Ekki er að sjá neina „klettasnös“ sem Björn Th. nefnir, sem hafi verið sprengd síðar vegna vegagerðar. Fleiri myndir frá tíma trébrúarinnar staðfesta það. Það eina sem Björn gæti meint væri drangurinn sem sést á mynd Mayers frá 1836 (mynd 2), og Björn hefur reyndar nefnt áður til þessa sama hlutverks, en með öðru orðalagi (hraundrangi). Þessi staður og lýsing Björns Th. við fullnustu réttlætis fyrri tíma þarna er ótrúleg og líklegra er að aðkoman að hylnum hafi þurft að vera greið og dýpi til staðar og straumur bagaði ekki, sem væri meir í samræmi við lýsingar nafna hans Björns ÞorsteinssonarA3 hér fyrr. Drangurinn hefur sennilega verið sprengdur í tengslum Mynd 2. Drekkingarhylur séður sunnan megin frá. Ferðabók Paul Gaimards frá 1836, teikning: Mayer. Þetta sjónarhorn er vel þekkt og má þar nefna mynd J. Kjarvals með steininn fyrir miðri mynd og hefur hann verið nefndur Kjarvalsklettur. Drangurinn til hægri hafur vafalaust sett svip á umhverfi hylsins, en teiknarinn hefur eflaust eitthvað bætt þar í. Öll hlutföll eru breytt til að ýkja sérkennin og dramatísera þau. Fólkið vinstra megin á myndinni er engan veginn í eðlilegu samræmi við steininn. Drangurinn (stapinn) hefur sennilega ekki náð að hylnum heldur verið rétt sunnan hans. Þetta má marka af ljósmynd Howells frá því fyrir tíma allrar vegagerðar þarnaD11. Drangurinn var síðar brotinn og lenti undir veginum að brúnni við hylinn. Mynd 3. Drekkingarhylur, séð til útfallsins. Ferðabók Paul Gaimards frá 1836, teikning: Mayer. Mynd 4. Drekkingarhylur árið 2012. Myndatakan er ekki eins þvert fyrir og er á mynd 3 hér til hliðar því staki steinninn umflotni fyrir miðri mynd hefur fallið niður nýlega og borist fyrir útfallið og getur skyggt á það. Mynd höfundar.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.