Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 19.11.2012, Síða 6

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 19.11.2012, Síða 6
6 við brúargerðina 1897 vegna vegarins að henni, því hann var bersýnilega í veginum samkvæmt mynd Mayers, og hann var farinn áður en steypta brúin var sett þar 1912. Ekki er að sjá hærri vatnsstöðu í hylnum á tíma trébrúarinnar en sést á ljósmyndum frá seinustu áratugum og sjá má nú. Fullyrðing Björns Th. um breytingar á fosshaftinu vegna brúargerðar 1911 (ætti að vera 1912) eða síðar standast því ekki. Sem fyrr greinir er ekki að sjá að við brúargerðina 1897 hafi nokkuð verið átt við útfall hylsins að heldur. Um aðgerðir þar segir aftur á móti Björn Þorsteinsson sagnfræðingur: „Hylurinn var dýpri í gamla daga, en var hálffylltur af grjóti við brúargerð.“A13 Bók Björns Þorsteinssonar kom út seinna en bók Björns Th. Nokkra athygli vekur að hann skuli ekki taka upp lýsingar nafna síns á aðgerðum á útfallinu hafi hann talið að þær ættu við rök að styðjast. Það virðist standast miklu betur sem Björn Þorsteinsson segir um aðgerðir við hylinn heldur en tilþrifamiklar lýsingar nafna hans. Rask vegna vega- og brúargerðar Einkenni Þingvalla er hversu ógreiðfært er frá náttúrunnar hendi að komast þar um eins og frásagnir manna fyrr og síðar vitna. Sérstaklega var það þegar vagnar og önnur farartæki komu til sögunnar, að þurft hefur einhverjar aðgerðir í land- inu til að hægt væri að komast á og um þingstaðinn. Að slíku rak í lok 19. aldar þegar menn stóðu frammi fyrir að koma umferðinni áfallalaust til Þingvalla úr vestri. Beinast var að fara um Almannagjá og þar var tilkomumesta aðkoma að þingstaðnum. Ekki hefur verið komist hjá nokkru raski því samfara, því svo ógreiðfært var þar skv. lýsingum ferðalanga fyrri tíðar og vitnað hefur verið til hér fyrr. Vart var um aðra beinni leið ofan í gjána að ræða en um hinn forna Kárastaðastíg. Að norðan út úr gjánni niður á Vellina hefur verið vandasamara að útfæra leið. Sá kostur var tekinn að brúa Öxará við útfall Drekkingarhyls. Byrjað var að koma akvegi niður í Almannagjá um Kárastaðastíg 1896 og fyrsta brúin á Öxará var byggð 1897, trébrú í einu hafi 15 m að lengd á hlöðnum undirstöðum sem voru hærri að norðanverðu í brúaropinu, því þar þurfti að byggja meira undir brúarendann. Óhjákvæmilegt var að sneiða úr eystri barmi gjárinnar fyrir aðkomu að brúnni. Ekki er að sjá að neitt hafi verið átt við Drekkingarhyl, nema að töluverðu af grjóti hefur verið rutt ofaní hann þegar frá útfallinu dró sunnan megin. Sennilega hefur drangurinn fyrrnefndi við suðurenda hylsins verið brotinn þá strax eða fljótlega, því ekki sést hann á þeim myndum sem er að hafa frá tímum trébrúarinnar. Greinarhöfundi þykir sennilegast að hann hafi verið 50-60 m frá suðurenda brúarinnar, þar sem er enn hlykkur á veginum að brúnni. Grjót úr dranginum hefur líklega verið notað undir veginn að hylnum ekki ólíkt því sem gert er enn í dag, að koma efni úr skeringum í uppfyllingar sem styst flutt. Þá hefur mest af sprengingavinnunni við að forma aðkomu brúarinnar átt sér stað. Þessi staða virðist í aðalatriðum vera eins enn í dag, allt frá því brú var smíðuð þar fyrst, sem sjá má þegar ljósmyndir ólíkra tíma eru bornar saman. Steypt brú við Drekkingarhyl Árið 1912 var þar sett steypt brú á undirstöður trébrúarinnar. Sú brúargerð, svo skömmu eftir uppsetningu timburbrúarinnar, er sennilega til komin vegna þess að trébrúin hefur þótt harla lítilfjörleg og ekki framtíð í henni, enda höfðu komið fram efasemdir um hana þegar í upphafi. Steypta brúin þjónaði umferðinni þar til að lýðveldishátíðin 1944 stóð fyrir dyrum. Þá var brúin breikkuð á báðar hliðar og er hún þannig enn þann dag í dag. Undirstöður fyrir breikkun brúarplötunnar hafa verið steyptar og jafnframt steypt utanum gömlu hleðslurnar á stöplinum að norðan. Þar með hefur brúin fengið það þunga yfirbragð sem hún hefur nú. Jafnframt breikkun brúarinnar þurfti að rýmka aðkomuna báðum megin að henni. Þá var sneitt úr klettaþilinu og hlaðið utaná kantana á móti. Að sunnan við hylinn var bætt lítils háttar á kantinn (50 m3). Þetta gerði aðkomuna að brúnni beinni fyrir. Helsta vandamálið við brúarsmíðar er oft hvernig tekst að koma árvatninu fyrir á byggingartíma, svo sem minnst óþægindi verði. Þar sem ánni verður þarna ekki veitt frá brúarstæðinu varð hún að vera í farveginum og þá helst þar sem vinna við stöpla bagast sem minnst af henni. Besti staðurinn var því að halda henni undir miðri brú. Samkvæmt mynd Mayers af útfallinu á hylnum hefði slík staða verið einmitt frá náttúrunnar hendi. Vegna þessa kemur lýsing Björns Th. á aðgerðum við fosshaftið á óvart. Þar sem hann getur ekki heimilda um þetta atriði verður að hafa fyrirvara á því. Það er svo að stöplar brúnna frá 1897 og 1912 voru hlaðnir grjótstallar. Við gerð þeirra 1897 er nokkuð víst að þurft hafi að sprengja eitthvað fyrir þeim og einnig að vinna hleðslugrjótið á staðnum með sprengingum. Slíkar aðgerðir voru þekktar annars staðar frá við brúargerð. Það gæti hafa valdið þeim misskilningi að verið væri að eiga við útfall hylsins rétt ofan við brúna. Ljóst er því, sbr. frásagnirnar hér á undan og af myndum frá því áður en til allra framkvæmda Mynd 5. Trébrúin frá 1897. Valhöll í baksýn á gamla staðnum þar sem hún stóð áður en hún var flutt árið 1929, þangað sem hún stóð lengstum undir Hallinum. Mynd af póstkorti. Mynd 6. Samanburðar á aðstæðum sem voru við trébrúna. Óvenjulega lítið vatn er í ánni þegar þessi mynd er tekin. Mynd höfundar 2010.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.