Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 19.11.2012, Blaðsíða 7

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 19.11.2012, Blaðsíða 7
7 kom við vegagerðina norður úr Almannagjá, að töluvert rask hefur orðið í gjánni vegna vegagerðar, en ekki er að sjá að foss haftið, þar sem Öxará fellur úr Drekkingarhyl niður flúðina undir brúna, hafi verið sprengt. Þörfin á slíku vegna brúarsmíðinnar er heldur ekki ljós. Á teikningu fyrir steyptu brúna 1912 er ekki getið um að þurfi að sprengja fyrir nokkru. Í skrifum sínum um Almannagjá vitnar Björn Th. gjarnan til ferðalanga fyrri tíma, en gerir það ekki í því sem hann segir um Drekkingarhyl eða getur annarra heimilda. Þar virðist gæta mikils misskilnings og er jafnframt að sjá að hann hafi brugðið sér á bak skáldfákinum Pegasusi, sem hendir gjarnan þá sem spá í listir. En að einu leyti má taka undir orð hans, þar sem hann segir að núverandi brú sé „einhver ófegurst brú sem getur.“ Mögulegar lagfæringar við Drekkingarhyl Óhjákvæmilegt var að nokkurt rask yrði í og við Almannagjá hafi menn viljað eiga þess kost að fara þar um og nota hana til hátíðahalda eins og gert hefur verið þegar haldið hefur verið uppá stórafmæli í sögu þjóðarinnar. Þegar aðgerðir fyrritíma manna í vegagerð eru metnar nú er ekki að sjá að þeir hafi farið offari við að koma vegi í gegnum gjána. Það sem helst mætti setja út á er að meiri smekkvísi hefði þurft við breikkun brúarinnar árið 1944 og við frágang fyllingarinnar sunnan megin við Drekkingarhyl allt frá upphafi vegagerðar þar, en líklegt er að bæði tíma- og fjárhagsramminn hafi verið þröngur. Í ljósi þess, sem að ofan greinir, að fosshaftið hafi ekki verið skemmt heldur aðeins að hylurinn hafi verið „hálffylltur af grjóti“ eins og Björn Þorsteinsson sagnfræðingur segir ætti að vera lítið mál að bæta úr því með því einfaldlega að moka upp úr honum. Vegurinn á hylbakkanum væri þá hafður sem mjóstur og hlaðinn steinum sem brattastur, svo nálægð við hyl inn yrði sem mest hjá þeim sem ættu leið þarna um og yfir brúna. Steinsteypubrúin, sem nú er þar, er ekkert augnayndi og staðnum ekki samboðin. Best væri að þarna yrði byggð ný brú, sem tæki litlar rútur svona til að mæta undantekningar til fellum, en væri annars aðeins miðað við umferð gangandi fólks. Breiddin gæti verið svipuð og á núverandi brú (6,5 m) og ekki rétt að þrengja umtalsvert þar að, frekar en nú er vegna hugsanlegra hátíðarhalda. Þarna gæti verið áfram steypt brú, en léttbyggðari yfirbygging en sú sem er þar nú. Tillögu að göngubrú gerði Björn Th. í Þingvallabók sinniB14. Skemmtilegast væri ef gamlar hleðslur fyrri brúa sæjust sem mest, með því að brotin væri steypan utanaf stöplinum norðan megin. Það er skoðun greinarhöfundar að með þessu móti væri hægt að færa hylinn til sem næst upprunalegs horfs. Einnig að aðkoman að honum að sunnan félli vel að umhverfinu. Þá hefði brúin léttara yfirbragð og útfall hylsins myndi njóta sín betur en nú er. Heimildir A Þingvallabókin, handbók um helgistað þjóðarinnar, Björn Þorsteinsson, Örn og Örlygur 1986: 1) bls. 21; 3) bls. 35; 13) bls. 35; B Þingvellir, staðir og leiðir, Björn Th. Björnsson, Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1. útg. Reykjavík 1984: 2) bls. 55; 5) bls. 68; 6) bls. 69-70; 7) bls. 56; 8) bls. 73; 9) bls. 72; 10) bls. 55; 14) bls. 73 C Aftökustaðir í landnámi Ingólfs og aftökur dæmdra manna. Páll Sigurðsson, Ferðafélag Íslands Reykjavík 2000: 4) bls. 28-9 D Ísland Howells, Frank Ponzi, Brennholtsútgáfan 2004: 11) bls. 104; 12) bls. 104-5 Myndir (þar sem ekki er sérstaklega getið aðfanga) Íslandsmyndir Mayers 1836, Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf, 1986: Mynd 1 bls. 60: Almannagjá efst Mynd 2 bls. 62: séð norður yfir Drekkingarhyl Mynd 3 bls. 169: útfall Drekkingarhyls úr Almannagjá Niðurstöður útboða Tilboð Hlutfall Frávik nr. Bjóðandi (kr.) (%) (þús.kr.) 9 Jökulfell ehf., Kópavogi 77.222.500 116,7 23.323 8 Suðurtak ehf., Borg, Grímsnesi 73.588.670 111,2 19.689 7 Hálsafell ehf., Reykjvík 71.820.050 108,5 17.920 6 Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf., Selfossi 68.451.400 103,4 14.551 --- Áætlaður verktakakostnaður 66.200.000 100,0 12.300 5 Framrás ehf., Vík 63.424.500 95,8 9.525 4 Gröfutækni ehf., Flúðum 61.434.325 92,8 7.534 3 Vörubílstjórafélagið Mjölnir., Selfossi 60.981.150 92,1 7.081 2 Bíladrangur ehf., Vík 54.565.100 82,4 665 1 Þjótandi ehf., Hellu 53.900.000 81,4 0 Þingskálavegur (268) 2012-2013 12-046 Tilboð opnuð 6. nóvember 2012. Endurbygging 5,2 km Þingskálavegar frá Örlygsstaðamelum að Svínhaga, ásamt útlögn klæðingar. Helstu magntölur eru: Fylling . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6.950 m3 Fláafleygar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4.150 m3 Neðra burðarlag. . . . . . . . . . . . . . . . . . 8.300 m3 Efra burðarlag . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4.600 m3 Ræsi. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 120 m Tvöföld klæðing . . . . . . . . . . . . . . . . . . 35.150 m2 Frágangur fláa . . . . . . . . . . . . . . . . . . 40.300 m2 Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. júlí 2013. Hringvegur (1) um Múlakvísl (tvö útboð) 12-052 og 12-053 Á árinu 2013 áætlar Vegagerðin að bjóða út endur bygg- ingu brúar á Múlakvísl á Mýrdalssandi ásamt varnar- görð um og vegagerð um Múlakvísl. Fyrirhugað er að bjóða verkið út í tveimur áföngum. Í fyrri áfanga verður boðin út vinnsla á rofvarnargrjóti og bygging um 5 km langra varnargarða. Í síðari áfanganum verður boðin út bygging 162 m langrar brúar ásamt vegagerð á um 2,5 km löngum kafla. Gert er ráð fyrir að verkið verði unnið á árunum 2013 og 2014. Verkefnið er tilkynnt á Evrópska efnahagssvæðinu. Hringvegur (1) um Hellisheiði 12-051 Á árinu 2013 áætlar Vegagerðin að bjóða út breikkun Hringvegar frá Hamragilsvegamótum austur um Hellis- heiði og Kamba, alls rúmir 13 km. Frá Hamragils vega- mót um að Kambabrún verður Hringvegurinn breikkaður í þrjár akreinar en fjórar akreinar um Kamba. Gert er ráð fyrir að verkið verði unnið á árunum 2013-2015. Verkefnið er tilkynnt á Evrópska efnahagssvæðinu. Fyrirhuguð útboð

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.