Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2008, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 8. APRlL 2007
Frittír DV
Tólf til fimmtán þúsund krónum dýrara er aö aka hringveginn nú en fyrir fimmtán árum. Eigandi stærri
fólksbíls eða jepplings þarf að reiða fram 35 þúsund krónur i bensín en stærri jeppar rúmlega 45 þúsund krón-
ur. Réttur loftþrýstingur í dekkjum og hóflegur hraði geta dregið verulega úr bensíneyðslu.
45 ÞUSUND KRONUR
TILAÐAKAHRINGINN
BALDUR GUÐMUNDSSON
bladcimadur skiifar baldurwdv.is
Nú er 12 þúsund krónum dýrara að
aka hringveginn en fyrir þremur
árum. Eigandi bfls sem eyðir 15 lítr-
um á hundraðið þarf að reiða fram
35.520 krónur til að aka þjóðveg 1
hringinn í kringum landið. Eigendur
jeppa þurfa að greiða enn meira eða
um 45 þúsund krónur.
I janúar 2005 hefði ferðin kost-
að eiganda fólksbfls 23.760 krónur.
Þetta miðast við algengt bensínverð;
148,90 krónur. Samkvæmt upplýs-
ingum frá FÍB eyða stærri fólksbflar
og litlir jeppar gjarnan um 15 bensín-
lítrum á hundraðið. Bein leið í kring-
um iandið er um 1.400 kflómetrar en
samkvæmt FÍB er ekki óvarlegt að
ætla að sá sem aki hringinn keyri um
1.600 kflómetra. Útreikningar miðast
því við þá tölu.
Fimmtán þúsunda kostnaðar-
aukning
Aigengt er að minni fólksbflar
eyði um 9 lítrum á hundraðið. Þá
er miðað við langkeyrslu og stuttar
ferðir innanbæjar. Dæmi eru þó um
að sumir bflar geti eytt minna. Bens-
ínkostnaður eiganda minni fólksbfls
við að aka hringveginn er tæplega
21.500 krónur, miðað við að bfllinn
eyði að jafnaði 9 lítrum á hundrað-
ið. Þessi kostnaður hefur aukist um
34 prósent á rúmum þremur árum.
Stærri jeppar eyða yfirleitt á bilinu
16 til 22 lítrum á hundraðið. Jeppi
sem eyðir 19 lítrum notar bensín fyr-
ir tæpar 45.300 krónur ef honum er
ekið hringinn í kringum landið. Fyrir
þremur árum hefði ferðin kostað 30
þúsund krónur.
Dísilbílar toga betur
Nú styttist óðum í að íbúar lands-
ins flykkist á þjóðvegina. Því er mik-
ilvægt að hafa nokkra hluti í huga er
varða bensíneyðslu. Bensínknúið
farartæki sem dregur fellihýsi, hjól-
hýsi eða tjaldvagn eyðir yfirleitt um
25 til 30 prósentum meira en ef hýs-
ið er skilið eftir heima. Þannig get-
ur eigandi stærri fólksbfls eða jepp-
lings gert ráð fyrir að þurfa að kaupa
Jeppi með hjólhýsi
Eldsneytiseyðsla eykst um 25 til 30
prósent ef bíllinn dregur eftirvagn.
„Loftmótstaða bils sem erá 100 kílómetra
hraða er margfalt meiri en bíls sem er á 50.
bensín fýrir 44.400 krónur ef förinni
er heitið hringinn í kringum land-
ið. Þá ber að hafa í huga að vagn-
ar hafa töluverð áhrif á slit ökutæk-
is. Tengdamömmubox getur aukið
bensíneyðslu um 10 til 15 prósent
vegna aukinnar loftmótstöðu sam-
kvæmt FÍB. Þá hefur þyngd einnig
mikil áhrif á bensíneyðslu. Munur-
inn á tómum og fullum fólksbfl er á
bilinu 10 til 15 prósent en þess ber
að geta að dísilvélar eiga auðveld-
ara með að draga eftirvagna og bæta
ekki jafnmiklu við sig og bensínvélar.
Almennt eyða þeir einnig um fjórð-
ungi minna en bensínbflar.
Lin dekk tímaskekkja
Margt er hægt að gera til að draga
úr eldsneytiseyðslu bflsins. Stef-
án Ásgrímsson hjá FÍB segir bens-
íneyðslu mikið undir ökumanni
komna. Það sem skipti mestu máli
sé að halda sig innan löglegra hraða-
marka. „Loftmótstaða bfls sem er
á 100 kílómetra hraða er marg-
falt meiri en bfls sem er á 50. Loft-
mótstaðan skiptir höfuðmáli þegar
kemur að bensíneyðslu. Hitt stóra
atriðið er loftþrýstingur í dekkjum.
Innan í bensínlokinu er oftast gef-
inn upp æskilegur loftþrýstingur. í
gamla daga var svo litið á að lin dekk
væru hluti af fjöðrunarkerfi bflsins.
Það er óþarfi í dag þar sem vegir eru
víðast hvar malbikaðir auk þess sem
fjöðrunarkerfin hafa tekið miklum
framförum undanfarin ár," segir
hann en bætir við að nú séu komn-
ir á markað hjólbarðar sem eru sér-
staklega hannaðir til að draga úr
loftmótstöðu. Meðal annarra þátta
sem geta aukið eldsneytiseyðslu eru
hlutir eins og toppgrindur, tengda-
mömmubox, óþarfa hlutir í bflnum
sem þyngja hann, ójafn akstur auk
þess sem vel bónaður bfll smýgur
betur í gegnum loftið en sá sem ekki
hefur verið bónaður lengi.
Stefán Ásgrímsson hjá FÍB Segir
eldsneytiseyðslu að stórum hluta undir
ökumanni komna.
Vörubílstjórar eru ekki af baki dottnir þrátt fyrir afdráttarlaus svör ráðamanna:
Verðum að halda áfram
„Svör þeirra segja okkur bara eitt.
Við verðum að halda áfram og klára
málið," segir Sturla Jóns
son, talsmaður vörubfl-
stjóra, um þær
fullyrðing-
ar Geirs H.
Haarde að
ekki verði
farið að
neinum
kröfum
vörubíl-
stjóra á meðan
þeir haldi áfram
að mótmæla með
þeim hætti sem þeir
hafa gert hingað til.
Geir segir að það detti eng-
um ábyrgum stjórnmálamanni í
hug. Vörubílstjórar mótmæltu við
Hafnarhúsið í Tryggvagötu í dag og
lokuðu meðal annars bfl forsætis-
ráðherrans inni. Inni stóð
yfir blaðamanna-
fundur um ímynd
Islands. Með-
an á mótmæl-
unum stóð
brotnaði
fram-
ljós
eins
bflsins
skyndi-
lega og
leiddilög-
reglan lík-
um að því að skot-
ið hafi verið á bílinn
úr loftbyssu en vörubflstjór-
ar hafa fengið hótanir vegna að-
gerða sinna. Þeir eru þó ekki af baki
dottnir enda eru þeir afar ósáttir við
vinnuumhverfi sitt. Þeir eru annars
vegar að mótmæla háum álögum
ríkisins á eldsneyti. Hins vegar mót-
mæla þeir vökulögunum svoköll-
uðu en samkvæmt þeim eiga þeir
að hvfla í 45 mínútur eftir fjögurra
stunda vinnu.
Kristján Möller samgönguráð-
herra kom út úr byggingunni á með-
an á fundinum stóð, ræddi við vöru-
bflstjórana og hvatti þá til að hætta
þessum mótmælaaðgerðum. Þeir
væru búnir að koma sjónarmiðum
sínum á framfæri. Hann hefur áður
sagt að ffáleitt sé að afnema reglur
um hvfldartíma. Það sé óraunhæft.
Vörubflstjórar boða áframhaldandi
mótmæli þangað til kröfum þeirra
verður mætt. baldur@dv.is
Sturla Jónsson og
Kristján L. Möller
Ki istján segir ekki
unnt aö afnema reglur
um hvlldartima.