Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2008, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2008, Qupperneq 11
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 8. APRlL 2007 11 Tc’o'da Hcr Mutfftáa &r Teica Vnr 4' ' :mam 44í.I«NAD0.lu SÍGORT^ DEKOR' Þegar Bayrampasa-fangelsið var tekið í notkun miðaðist aðstaðan við eittþús- und og sjö hundruð fanga, síðan þá hef- ur fjöldi fanganna meira en þrefaldast Dövdl .fctAipou "VÍTL. > a 09 ■ -0 Q_ 0 JS ~ Istanbúl íTyrklandi Fangelsið í Bayrampasa í Istanbúl fyrir margt löngu úreltorðið. eiga að hýsa tuttugu og einn fanga hver um sig og verða þrír saman í herbergi. Fangelsisaðstaðan í Silivri dregur meira dám af háskólasvæði en fangelsi, og er ein af fimm slík- um sem eiga að leysa hin þröngu fangelsi, sem fyrir löngu eru orðin böm síns tíma, af hólmi. Þar er að finna bókasöfn og kennslustofur og íþróttaaðstöðu sem vekja mundi hvort tveggja að- dáun og öfund hvers skóla. Og hí- býlin em björt og veggimir em málaðir í ljósum litum. Héraðsstjórinn í Silivri, Necati Sevuk, sagði að þó stærri fangelsi teldust hæpin leið til að draga úr glæpum, þá yrði að horfa á heildar- myndina. „Vegna félags-, menning- ar- og menntunarlegrar aðstöðu hér trúum við því að fangar yfirgefi fangelsið endurhæfðir. Svo þeg- ar upp er staðið þá mun föngum fækka," sagði Sevuk. Breska leiðin Þangað til yfirvöld geta tekið ný fangelsi í notkun hafa þau horft til Bredands í tilraun til að draga úr fjölda fanga í landinu. Með því að bjóða afbrotamönnum annan kost en fangelsisvist við fýrsta brot er óhætt að segja að föngum fækki. Þeirri aðferð er nú beitt víða um landið og þykir gefa góða raun. Hún er ódýrari, krefst ekki eins mikils tíma af hálfu dómstólanna. Einnig kemur sú leið í veg fyrir að tengsl brotamanna við samfélagið rofni með tilheyrandi einangrun að lokinni afþlánun. Eins og staðan er nú í Bayrampasa þurfa margir fangar að bíða réttarhalda í allt að þijú ár og fjöldi fanga eykst stöðugt. Pláss- leysi fyrir fanga í Tyrklandi hefur hingað til valdið því að fjöldi fanga miðað við íbúafjölda hefur verið lítill miðað við Evrópu, en nú kann að verða breyting þar á. Aukinheld- ur ítreka sérfræðingar að brýnt sé að endurbótum verið fram hald- ið, annars kunni Tyrkir að standa frammi fyrir gamalkunnu vanda- máli í fangelsismálum áður en langt um líður. NIÍVIKU Ástralar klóra sér nú í höfðinu vegna allsérstaks máls. Sögu þess má rekja hátt í fjörutíu ár aftur í tím- ann, en afleiðingar upphafsins urðu staðreynd árið 2000. Um er að ræða sambúð Johns Deaves og Jennýjar, en þau kynntust árið 2000 og urðu ástfangin. Það væri ekki í frásögur færandi nema vegna þess að hann er faðir Jennýjar. Þau komu fram í þætt- inum 60 mínútur eftir að hafa gert lýðum ljóst að þau væru í sambandi og ættu dóttur saman. í þættinum höfðuðu þau til almennings um að þau nytu skilnings þrátt fyrir aug- Ijósa annmarka á sambúð þeirra. John Deaves er sextíu og eins árs og Jenný, dóttir hans og sam- býliskona, er þrjátíu og níu ára. Þau komu fram í þættinum ásamt níu mánaða dóttur sinni, Celeste, en í síðasta mánuði var þeim bannað af dómara að stunda kynlíf og einn- ig var upplýst að þau hefðu eignast barn árið 2001, en því hefði ekki ver- ið lífs auðið. John Deaves yfirgaf fjölskyldu sína þegar dóttir hans, Jenný, var barn að aldri og sá hana ekki næstu þrjátíu árin. Þegar þau kynntust að nýju árið 2000 hófst með þeim kyn- ferðislegt samband. Jenný sagði í sjónvarpsþættinum 60 mínútur að hún hefði fyrst upplifað John sem karlmann og síðan sem föður. „Eins og þú myndir horfa á mann yfir bar- borð á næturklúbbi," sagði hún. Hún sagði að þau væru í sambúð sem tveir fullveðja og fullorðnir einstakl- ingar. „Við erum eingöngu að biðja um örlitla virðingu og skilning," sagði Jenný. John Deaves sagði að þau væru venjulegt fólk sem hefði orðið ást- fangið á fullorðinsaldri þegar þau uppgötvuðu hvort annað. Hann ít- rekaði að þau væru „venjulegir ein- staklingar með sjálfstæða hugs- un". Þau hafa bæði játað sig sek um sifjaspell og hefur verið bannað að stunda kynlíf með hvort öðru. För Ólympíukyndilsins heldur áfram og mótmælin einnig: Slökkt þrisvar í kyndlinum Franskar öryggissveitir neydd- ust til að stytta för Ólympíukyndils- ins um París í gær vegna gífurlegra mótmæla gegn Kína. Var loginn í 01- ympíukyndlinum slökktur þrisvar sinnum áður en tekin var ákvörðun um að fara með hann í langferða- bifreið á endastað. Mótmælin eru í beinu framhaldi af mótmælunum sem áttu sér stað í Lundúnum, en þar voru þijátíu og sjö manns settir í varðhald vegna mótmælanna. Það gekk eiginlega allt á aftur- fótunum í París í gær, allt frá upp- hafspunkti kyndilsins. Nærvera þrjú þúsund lögreglumanna með fram fýrirhugaðri leið breytti þar litlu um. Hjá fréttaveitu Reuters kemur fram að lögregla hafi þurft að hemja einn mótmælanda eft- ir að hann reyndi að hrifsa kyndil- inn úr höndum hlauparans Step- hane Diagana, fyrsta kyndilberans Mótmælendur á Notre Dame dómkirkjunni Ólympiumerkinu hefur verið breytt í handjárn. af áttatíu. Þrisvar sinnum neyddist lögreglan til að slökkva í Ólympíu- kyndlinum og koma honum í ör- uggt skjól í langferðabifreið á með- an mótmælendur voru fjarlægðir. Þess ber þó að geta að þó slökkt hafi verið í kyndlinum lifir Ólympíulog- inn sjálfur í þar til gerðum öryggis- luktum sem eru með í för kyndils- ins um þau tuttugu lönd sem för hans liggur um áður en hann hann kemst á endastöð í Beijing í Kína. Mótmælendur gripu til ýmissa aðgerða til að vekja athygli á mál- stað sínum sem oftar en ekki skír- skotar til stöðu mannréttindamála í Kína og aðgerða kínverskra stjórn- valda í Tíbet. Merki Ólympíuleik- anna hefur tekið á sig nýja mynd sem sennilega mun fylgja kyndlin- um þangað til hann kemur á áhrifa- svæði BCínverja. Ólympíuhringj- unum fimm hefur verið breytt í handjárn og voru fánar með slíkri útfærslu hengdir upp á Eiffelturn- inn, á byggingar í grennd við Sigur- bogann og á framhlið Notre Dame dómkirkjunnar. Einnig var tíbetski fáninn áberandi í París í gær. Léstvegnagáleysis Dauða Díönu prinsessu má rekja til vanrækslu af hálfu bílstjóra hennar í bland við ofsaakstur papparassa þetta örlagaríka kvöld árið 1997. Þetta er niðurstaða rannsóknar sérstaks kviðdóms í Lundúnum sem skilaði áliti sínu í gær. Kviðdómurinn, sem hefur setið á rökstólum síðastliðið hálft ár, sagði að dauða félaga Díönu, Dodi A1 Fayed, mætti rekja til sömu atriða. Faðir Dodi, Mohamed A1 Fayed, hefur ávallt haldið því fram að Díana og Dodi hafi verið myrt. Hann hefur lýst ylir vonbrigðum með niðurstöðu rannsóknarkvið- dómsins Minnistöflur www.birkiaska.is FOSFOSER Umboðs- og söluaðiti Birkiaska ehf. sími: 551 9239 MEMORY Valið fæðubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Birkiaska Umboðs- og sötuaðiti Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is BETUSAN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.