Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2008, Qupperneq 4
Fréttir DV
4 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2008
mJL/
Rafmagnsleysi á
Kjalarnesi
Malarbíl var ekið með pallinn
upp í háspennulínu sem orsak-
aði tímabundið rafmagnsleysi á
Kjalarnesi í gær. Viðgerð tók ekki
langan tíma eða rétt rúma þrjá
stundarfjórðunga og var rafmagn
komið á aftur um fjögurleytið.
Kom þetta títið við íbúa Kjalar-
ness enda veðrið með eindæm-
um gott. Flestir voru úti að leika
og skemmta sér. Malarbíllinn
skemmdi háspennulínuna en
engum sögum fer af pallinum.
með flösku
Héraðsdómur Reykjavíkur
dæmdi í gær þrítuga konu,
Duangnapha Wisetrit, í tveggja
mánaða skilorðsbundið fangelsi
fyrir stórfellda hkamsárás sem
átti sér stað árið 2004. Konan var
sakfelld fyrir að hafa slegið rúm-
lega þrítugan karlmann í hnakk-
ann með flösku með þeim afleið-
ingum að hann fékk skurð.
Óskar Bergsson, borgarfull-
trúi Framsóknarflokksins, lét
færa til bókar mótmæli gegn
„tilhæfulausri uppsögn" Guð-
mundar Þóroddssonar, for-
stjóra Orkuveitu Reykjavíkur, í
gær. Fram kemur í bókuninni að
Sjálfstæðisflokkurinn og F-listinn
beri fulla ábyrgð á uppsögninni.
Fyrirtækin hafi mátt þola árásir
og ófrægingarherferðir pólitískr-
ar yfirstjórnar síðan flokkamir
tveir tóku við stjórnartaumun-
um í Orkuveitunni og REI. Þá
segir Óskar að stjórnarformaður
Orkuveitunnar hafi ekki rökstutt
ákvörðun sína um uppsögn Guð-
mundar.
Hjónin Helga Júlíusdóttir og Gústaf Finnbogason hafa kvartað til bæjaryfirvalda
Kópavogs eftir að nágranni þeirra gróf upp hluta af blómabeði þeirra á síðasta ári.
Þau segja enga grenndarkynningu hafa farið fram áður en nágranninn fór að byggja
hús við hliðina á þeim. Yfir þrjátíu ára gamlar aspir eru í hættu vegna málsins.
GRÓFUPPBLÓMABEÐ
„Við viljum
bara
réttlæti."
VALUR GRETTISSON
blaðamadur skrifar: valuriöidv.is
„Trén eru öll að drepast," segir
Gústaf Finnbogason, íbúi á Skjól-
braut lla í Kópavogi, en nágranni
hans, sem er að reisa hús þar við
hliðina á, gróf upp hluta af beðinu
á síðasta ári vegna framkvæmda.
Hjónin Gústaf og Helga Júlíusdótt-
ir eru afar ósátt við þetta og hafa
sent bæjaryfirvöldum erindi vegna
þessa. Þau vilja meina að granni
þeirra hafi ekki verið með grennd-
arkynningu áður en hann hóf fr am-
kvæmdir og þar af leiðandi sé bygg-
ingin í raun ólögleg. Sjálf vilja þau
aðeins fá blómabeðið sitt bætt. Eða
eins og Helga orðar það: „Við viljum
bara réttlæti."
Engin grenndarkynning
Hjónin Gústaf og Helga hafa
búið við Skjólbraut lla í tuttugu
og átta ár. Þau byggðu húsið sjálf á
sínum tíma og hafa hingað til unað
sér vel. Það var svo síðasta sumar
sem nágranninn hóf að byggja hús
við Skjólbraut 13. Sjáif vilja hjónin
Gústaf og Helga meina að enginn
hafi verið látinn vita af fr amkvæmd-
unum þar sem engin grennd-
arkynning fór fram. Samkvæmt
skipulags- og byggingarlögum ber
landeiganda að kynna nágrönn-
um fyrirhugaðar framkvæmdir eða
deiliskipulagsbreytingu skriflega
og skal þeim gefinn kostur á að tjá
sig um málið innan ákveðins frests
sem ekki má vera skemmri en 4 vik-
ur. Slíkt var ekki gert við Skjólbraut
að sögn Gústafs og Helgu.
Gróf upp blómabeðið
Við upphaf firamkvæmdanna
var grafa notuð til þess að skera af
blómabeði þeirra hjóna. Skaðinn er
augljós og talsvert sjáanlegur enda
standa rætur út úr sárinu. Talsverð-
ur gróður var í beðinu og vildi Gúst-
af meina að þar hafi Helga haldið
úti skrautblómum áður en beðið
var eyðilagt. Hjónin hafa óskað eftir
því við bæjaryfirvöld Kópavogs að
lóðamörkin verði mæld og í kjölfar-
Ræturnar rofnar Rætut trjáa liggja slitnar í beðinu
eftir ágang gröfu sem gróf í beðið. Hjónin Gústaf
Finnbogason og Helga Júlíusdóttir vona að það rigni
ekki því þá mun beöið falla inn á lóð grannans.
r \ n j JlmS
ið verði þeim á einhvern hátt end-
urgreiddur sá skaði sem hefur orð-
ið á beðinu. Bæjaryfirvöld vísuðu
málinu til byggingarfulltrúa í upp-
hafi maí síðasthðins.
Tilfinningalegur skaði
„Við viljum að það verði gengið
almennilega frá þessu," segir Helga
en bæði eru þau á níræðisaldri og
segjast ekki hafa þrek eða þor tU
þess að sækja rétt sinn fyrir dóm-
stólum. Beðið er ekki sjón að sjá
þessa dagana og lítið þarf til þess
að það leki allt niður og eyðileggist
endanlega því ekkert styður við það
nágrannamegin.
Að sögn Gústafs hafa þau hjón-
in reynt að ræða við eiganda húss-
ins en lítið hafi verið um svör. Þess
vegna þurfa þau að horfa upp á trén
deyja án þess að nokkuð verði gert.
Þarna eru meðal annars heljarinn-
ar aspir sem dóttir þeirra gróður-
setti fyrir þrjátíu árum. Drepist þær
er lítið hægt að gera tU þess að bæta
skaðann.
Vill almennilega úttekt
„Mér skfist að húsið sé hærra en
teikningar segja til um,“ segir Gúst-
af sem tekur þó sérstaklega fram að
hæðin plagi hann ekkert sérstak-
lega. Aftur á móti þurfi menn að
fara eftir lögum og reglum og þeir
geti ekki einfaldlega byggt hærra
en leyfilegt er.
Ekki náðist í byggingafúUtrúann
Gísla Norðdahl en hann er í fríi.
Fyrirspurnir voru sendar á stað-
gengU hans en engin svör höfðu
borist fyrir prentun. Nágranni
hjónanna er staddur erlendis og
ekki náðist í hann þrátt fyrir ítrek-
aðar tilraunir.
HÚSEIGENDUR -
HÚSBYGGJENDUR
Viö getum bætt viö okkur verkefnum.
Bjóöum upp á aihliöa þjónustu í byggingariðnaði nýsmíði
og viöhaldsverkefni. Má þar nefna uppslátt, uppsteypu
húsa og annara mannvirkja, endurnýjun þaka, viðgerðir
utanhúss og klæöningar, endurnýjun glugga og hurða,
smíöi innveggja, uppsetning lofta, smíöi sólpalla og fl.
Gerum föst verðtilboö.
Áratuga reynsla meistara og fagmanna.
Sími: Gunnar Þór 891 6591 og 891 6590
Fyrirspurnir má einnig senda á
netfangið alhlida@yahoo.com
Bæjarstjórar ekki á einu máli um olíuhreinsistöð við Arnarfjörð:
Óvissa um olíuhreinsistöð
„Það eru 99,9 prósent líkur á því,"
segir Ragnar Jörundsson, bæjarstjóri
í Vesturbyggð, um líkurnar á því að
ohuhreinsistöð rísi á Vestfjörðum. f
sjónvarpsfréttum Ríkisútvarpsins í
gær sagði Ragnar að nú biðu menn
aðeins eftir niðurstöðu þeirra sem
ætluðu að reisa verksmiðjuna.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri
á ísafirði, var ekki jafn viss og kollegi
hans í Vesturbyggð þegar DV náði
tali af honum. „Það hefur ekki enn
fengist uppgefið hverjir eru fjárfest-
ar. Eg sagði í vetur að ef þetta væru
tíu punktar sem þyrfti að vinna að,
þá værum við einhvers staðar á öðr-
um punkti núna. Ég held að það hafi
ekkert breyst," segir Halldór.
Á fundi bæjarráðs fsafjarðar á
mánudag var lagt fram bréf fiá fs-
lenskum hátækniiðnaði þar sem
greint var frá því að frekari athugan-
ir á olíuhreinsistöð beindust nú að
landi Hvestu í Arnarfirði. Aðspurð-
ur hvað Hvesta hafi fram yfir Dýra-
Qörð segh Halldór að landgæð-
in virðist vera meiri í Hvestu. „Það
virðist vera að landgæðin séu meiri
í Hvestu en í Dýrafirði. Það er einn-
ig meira skjól og betri siglingaleið. Á
móti kemur að þar er miklu minni
vinnumarkaður" segh Halldór en á
því svæði eru tólf hundruð manns
en í nágrenni Dýrafjarðar rúmlega
fimm þúsund.
einar@dv.is