Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2008, Qupperneq 16
FERGUSON MEÐ AUGASTAÐ Á TVEIMUR Sir Alex Ferguson,
knattspyrnustjóri Manchester United, er aö fara á fullt í sumar-
kaupunum en fyrstir á dagskrá eru Walesverjinn Aaron Ramsey
og franski framherjinn Karim Benzema. Ramsey er 17 ára og
leikur með Cardiff í ensku Championship-deildinni.Talið er að
Cardiff hafi nú þegar samþykkt tilboð frá Arsenal og United
og þarf því strákurinn að velja á milli. Þá ætlar Ferguson
að eyða háum fjárhæðum til að klófesta Karim Benz-
ema hjá Lyon. Benzema er einn eftirsóttasti framherji
Evrópu en hann varð markakóngur í Frakklandi í ár.
16 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2008
Sport DV
ROMA BIKARMEISTARI
Roma varð (talskur bikarmeistari í
knattspyrnu annað árið í röð á laugar-
daginn þegar
liðið lagði Inter,
2-1, í úrslitaleik.
Varnarmaður-
inn Phillip Mex-
es skoraði fyrra
mark Roma en
Simone Perotta
það síðara. Pele
minnkaði mun-
inn fyrir Inter
sem lékán Zlatans Ibrahimovic i leikn-
um Sömuleiðis var Roma án Frances-
cosTotti og Mancinis.
ARSENAL OGTOTTENHAM VILJA
HENNESEY
Arsenal ogTottenham berjast um
starfskrafta Waynes Hennesey, hins
velska markvarðarsem leikurmeð
Wolves (ensku 1. deildinni. Fleiri lið
ku vera á eftir markverðinum unga
en Everton, Aston Villa og Middles-
brough fylgjast náið með gangi mála
hjá Hennesey. Hann er þegar búinn að
leika tíu landsleiki fyrir Wales þrátt fyrir
að vera einungis 21 árs að aldri. Sök-
um þess hve eftirsóttur Hennesey er,
er talið liklegt að 8 milljóna punda boð
þurfi til þess að tryggja sér markvörð-
inn unga. Ef það er verðið sem Wol-
ves setur upp þykir liklegt að Arsene
Wenger sé eini maðurinn sem tilbúinn
ertil þess að spreða slíkri upphæð.
CANNAVARO EKKIMEÐ A EM
Fabio Cannavaro, fyrirliði knattspyrnu-
liðs ftaliu, verðurekki með á EM 2008
eftir að hann skaddaði liðbönd í
ökkla þegar hann lenti í tæklingu við
Chiellini, leikmann Juventus, á æfingu
landsliðsins. Chiellini grét þegar hann
frétti af því að Cannavaro myndi missa
af EM fyrir vikið. Cannavaro er ekki
þekktur fyrir að kveinka sér undan
hverju sem er og um leiö og hann
byrjaði að„emja" í grasinu var Ijóst að
kappinn myndi ekki verða með á mót-
inu, sagði Alessandro Del Piero við fjöl-
miðla á Italíu. Fregnir herma að gamla
brýnið Christian Panucci sé líkegastur
til að byrja í hjarta varnarinnar ásamt
Andrea Barzagli. Marco Materazzi á við
smávægileg meiðsli aö stríða.
BOSTON VANN Á ÚTIVELLI
Boston Celtics lagði Detroit Piston, 94-
80, í þriðja leik liðanna í úrslitum Aust-
urdeildar NBA í fyrrinótt. Staðan er nú
2-1 fyrir Boston
í einvígi liðanna
en sigurinnvar
ekki síst athyglis-
verðurfyrirþær
sakirað þetta var
fyrsti útileikur-
inn sem Boston
vinnurí úrslita-
keppninni. Bos-
ton hafði áður
en að leiknum kom tapað fyrir Detroit
á heimavelli en það var einnig sá fyrsti
sem það tapar í Boston í allri úrslita-
keppninni. Það lið sem fyrr vinnur fjóra
leiki fer (úrslitin gegn annaðhvort San
Antonio eða Lakers.
Nasistahórurnar ekki nóg til að velta forsetanum af stalli:
MOSLEY HÉLT VELLI
Max Mosley verður áfram for-
seti alþjóðasambands akstursíþrótta
þrátt fyrir að hafa náðst á myndband
í groddalegu kynlffi með hórum
klæddum sem nasistar. Fundað var
í höfuðstöðvum sambandsins í gær-
dag en Mosley hafði beðið um að at-
kvæðagreiðsla myndi fara fram til að
ákveða framtíð hans.
Atkvæðagreiðslan sýndi að Mos-
ley hefur enn mikið traust en hann
fékk 103 atkvæði gegn aðeins 55.
Mosley sagðist eftir fundinn vera
mjög ánægður með útkomuna en
þessi 68 ára maður er sonur gamla
breska fasistaleiðtogans sir Oswald
Mosley.
Ekki voru allir ánægðir með að
Mosley héldi starfi en þýska aksturs-
sambandið brýndi raust sína strax
eftir atkvæðagreiðsluna og lýsti yflr
mikilli reiði með útkomuna. „Við
lýsum yflr mikilli sorg og óánægju
með þá niðurstöðu að Max Mosley
hafi haldið starfi sínu. Þessi úrskurð-
ur sýnir hversu slæmt það er fyrir
stærsta aksturssamband Evrópu að
lá'.a sín mál liggja alltaf fyrir á heims-
grundvelli," sagði talsmaður þýska
sambandsins eftir fundinn.
Formaður bandaríska aksturs-
íþróttasambandsins, Robert Dal-
benet, sagði fjolmiðlum frá þessu á
tröppum höfuðstöðvanna í París í
gær. Dalbelnet tók undir kvartanir
Þjóðverjanna og lýsti sjálfur yfir mik-
illi óánægju með að Mosley skyldi
halda starfi sínu. Dalbenet gekk svo
langt að segja möguleika á að hann
dragi Bandaríkin út úr alþjóðasam-
bandinu vegna úrskurðarins.
tomas@dv.is
ESSIEN EKKIÁ LEIÐTILINTER
Umboðsmaður Michaels Essien segir
hann ekki á leið til Inter Milan eins og
sögusagnir hafa verið um að undan-
förnu. Vitað er að Jose Mourinho er
mikill aðdá-
andi Essiens
og hefur látið
hafa eftir sér
að vinnufram-
lag kappans
sé engu likt og
hann sé besti
miðjumaður
heims.„Ég hef
lesið um þetta
(enskum götublöðum og séð orðróm
hér og þar. Ég get hins vegar sagt það
með vissu að Inter hefur aldrei gert til-
raun til þess að kaupa Essien. Hann er
mjög ánægður í London og á fjögur ár
eftir af samningi sinum, því sé ég ekki
í hendi mér að hann fari nokkuð," segir
umboðsmaður Essiens.
''A'SUNG
mobkU
Thaksin Shinawatra, eigandi Manchester City, er tilbúinn að bjóða Brasilíumanninum
Ronaldinho fúlgur fjár fyrir að koma til félagsins. Raunar myndi hann verða langlauna-
hæsti leikmaður heims ef af þessum ólíklegu skiptum yrði. DV-sport fór yfir launahæstu
leikmenn heims og velti vöngum yfir nútimaknattspyrnu.
VIÐAR GUÐJÓNSSON
bladamaður skrifar:
Thaksin Shinawatra, eigandi
Manchester City, á sér þá ósk heit-
asta að fá brasilíska undrið Ronald-
inho til félagsins. Talið er að hann sé
tilbúinn að borga knattspyrnumann-
inum stórtennta 200 þúsund pund
í vikulaun en það jafngildir um 30
milljónum íslenskra króna á viku.
Vart þarf að taka það fram að
brosmildi sambadansarinn myndi
verða launahæsti leikmaður heims
og jafnframt taka fram úr Brasilíu-
manninum Kaka sem launahæsti
leikmaður heims.
Laun Ronaldinhos hjá Barce-
lona eru ekkert slor en hann fær 8,52
milljónir evra í árslaun en það jafn-
gildir um milljarði íslenskra króna.
Hér ber að nefna að nefna að ein-
ungis er um að ræða þær tekjur sem
hann fær frá félaginu. Ofan á þetta
bætast svo auglýsingatekjur sem eru
stór hluti tekna hans.
Einungis samlandi hans Kaka er
með hærri árslaun frá félaginu sínu
en AC Milan borgar honum 9 millj-
ónir evra eða tæplega 1,1 milljarð
króna á ári.
Ef svo ólíklega vildi til að Ronald-
inlio fari til Manchester City og fengi
200 þúsund pund í vikulaun verð-
ur hann langlaunahæsti leikmaður
heims með 10,4 milljónir punda í
árslaun eða tæplega 1,6 milljarða ís-
lenskra.
Barcelona samþykkti tilboð
Manchester City fyrir um mánuði en
þá afþakkaði Ronaldinho samninga-
viðræður við City þar sem miklar lík-