Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2008, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2008, Page 25
FjaUabyggð Línuveiðar, sjóstöng og stangveiðar í Fjallabyggð er boðið er upp á sjóróðra á línu og veiðar á sjóstöng. Einnig er hægt að stunda stangveiðar í Ólafsfjarðará, í Ólafsfjarðarvatni, í Héðinsfirði og í Hólsá í Siglufirði. Svo má ekki gleyma því að fín veiði er á bryggjum bæjanna. Fjallgöngur um stórbrotin fjöll og ósnortna náttúru. Margar góðar gönguleiðir eru í Fjallabyggð og flestir ættu að geta fundið leiðir við hæfi. Upplifðu miðnætursólina í Fjallabyggð - dulúðugt samspil sólar og Norðuríshafs. Hægt er að fara í miðnætursiglingar eða jafnvel ferðir yfir heimskautsbaug. Síldarminjasafn íslands er á Siglufirði. Safnið hlaut Evrópuverðlaun safna árið 2004. Síldaminjasafnið verða allir að sjá! Náttúrugripasafnið í Ólafsfirði er rómað fyrir að vera einstakt safn sem sótt er af sérfræðingum víða erlendis frá. Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar á Sigliifirði er ný upplifun. Þú nýtur tónlistar fyrri ára á einstakan hátt. Enginn fer þaðan ósnortinn. í Fjallabyggð er boðið upp á gistingu af öllum toga. Tjaldsvæði,gistingu á gistiheimilum, í bjálkahúsum eða á hóteli. Þitt er valið. Siglingakeppni á Siglufirði 21. júní Jónsmessuhátíð á Siglufirði 20.- 21. júní Blúshátíð í Ólafsflrði 27.- 28. júní Þjóðlagahátíð á Siglufirði 2.- ó.júlí Nikulásarmót í Ólafsfirði 11.-13. júlí Síldarævintýri á Siglufirði 1.-4.ágúst Pæjumót á Siglufriði 8.-10.ágúst Berjadagar í Ólafsfirði 15.-17.ágúst www.fjallabyggd.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.