Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2008, Side 45
DV NORÐURLAND
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2008 45
Heimskautsgerði á Raufarhöfn vekur athygli og áhuga
MIÐNÆTURSÓUN FÖNGUÐ
„Staður sem hefur ekkert upp á að
bjóða fær enga ferðamenn," segir Er-
lingur Thoroddsen, hótelstjóri á Rauf-
arhöfii, en hann fékkþá hugmynd fyr-
ir nokkrum árum að byggja svokallað
Heimskautsgerði á Melrakkaás við
Raufarhöfii, næst heimskautsbaug.
Þetta gerði hefur vakið mikla athygli
og áhuga, en Heimskautsgerðið hlaut
nýlega 20 milljóna króna íjárveitinu
fráAlþingi.
„Vinnsla er að hefjast núna í júm'.
Fyrirtækið Sandöx er að klára grjót-
losun og námuvinnslu og síðan tek-
ur Álfasteinn við og byrjar að smíða
hliðin, miðsúlu og veggi," segir Erling-
ur. Hann segir Alþingi hafa sýnt verk-
efriinu einstakan skilning og áhuga.
„Alþingi hefúr alveg ráðið því að þetta
verkefiii sé komið svona langt á veg.
Þetta væri enn á teikniborðinu hefði
Alþingi ekki sýnt þessu skilning."
Heimskautsgerðið er einstakt fyr-
irbæri. Gerðið sjáfft er hlaðið úr grjóti
og á rætur sínar að relqa til goða-
fræðinnar. „Með Heimskautsgerðinu
erum við að fanga miðnætursólina
sem spilar stærsta hlutverkið," útskýr-
ir Erlingur.
Frumkvöðull Erlingur
Thoroddsen hótelstjóri fékk
hugmyndina að Heimskauts-
gerðinu fyrir nokkrum árum.
„Heimskautsgerðið erhugsað til þess að reyna að
búa til eitthvað sérstætt hérna sem ekki til ann-
ars staðar. Ekki ernóg að hafa fallega náttúru og
fjölskrúðugt fuglalíf"
HEIMSKAUTSGERÐIÐ
Melrakkaás Raufarhöfn
Innrihrinj
Ferðamannastaður „Staður sem
hefur ekkert upp á að bjóða fær
enga ferðamenn," segir Erlingur en
Heimskautsgerðið mun draga mikið
af ferðamönnum, íslenskum sem
erlendum, til Raufarhafnar.
U T ■, gaaa ’.Typr
„Heimskautsgerðið er hugsað
til þess að reyna að búa til eitthvað
sérstætt hérna sem ekki er til annars
staðar. Ekki er nóg að hafa fallega
náttúru og fjöfskrúðugt fuglalíf. Fólk
vill eitthvað meira áþreifanlegt."
Erlingur segist ekki vita hvað
Heimskautsgerðið mun taka lang-
an tíma í uppbyggingu. „Þetta hefur
aldrei verið gert áður. Við þekkjum
ekki hraðann. Þegar tekur að líða á
haustið kemur í ljós hvað þetta mun
taka langan tíma," segir Erlingur en
hann áætlar að Heimskaustsgerðið
muni verða fullgert innan þriggja til
fimm ára. hanna@dv.is
SÉRSNIÐNAR SPA-FERÐIR
Slóvenía á sér margra alda hefð í rekstri heilsuhótela og SPA-tengdri þjónustu.
Tilvalið að heimsækja fleiri en einn stað og njóta náttúrufegurðar landsins.
Bjóðum einnig upp á gönguferðir og tilvalið að tengja saman heilsugöngur
mmm
og dekur á SPA hótelum. Gerum tilboð fyrir hópa.
Ferðaskrifstofan
NONNITRAVEL
Skipuleggjum ferðir samkvæmt ykkar óskum
Hafið samband í síma eða tölvupóst á nonni@nonnitravel.is
Nonni Travel • Brekkugata 5 • 602 Akureyri • Sími 461 1841 • nonni@nonnitravel.is • www.nonnitravel.is