Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2008, Side 49
DV Sport
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2008 49
ACOUSTA HAFNAÐIARSENAL Lautaro Acosta, nýr liðs-
maður Sevilla, segist hafa hafnað því að fara til Arsenal þar
sem hann vildi feta í fótspor Diegos Maradona og spila á
Spáni. Sevilla keypti hann á fimm milljónir punda í síðustu
viku. Acousta er tvítugur Argentínumaður sem vakið hefur
nokkra athygli með Atletico Lanus í heimalandinu.„Það hefur
löngum verið draumur minn að spila í sama landi og Marad-
ona gerði. Ég hef séð marga leiki í spænsku knattspyrnunni
og ég mun ekki eiga í miklum vandræðum með að laga
minn venjulega leik að þeim spænska," segir Acousta.
GUARDIOLA LANGARITREZEGUET Nýr stjóri Barcelona, Josep Guardiola, ætlar
sér að fá markamaskínuna David Trezeguet samkvæmt La Stampa sem er dagblað
á Spáni. Juventus fékk nýlega Amauri frá Palermo og talið er að hann muni annað-
hvort slá Trezeguet eða Alessandro Del Piero úr byrjunarliðinu. Fyrir vikið ku Trez-
eguet vera farinn að kíkja í kringum sig en hann var ekki valinn í franska landsliðs-
hópinn fýrir EM. Hann þykir vera afbragðs staðgengill Samuels Et'oo sem líklega er
á leið frá Barcelona. Guardiola ku vera tilbúinn að bjóða háar fúlgur (Trezeguet.
LESTUNUNA SPORTIÐA DV.IS!
ur voru á því á þeim tímapunkti að
hann væri á leið til AC Milan. Ýms-
ar forsendur hafa breyst síðan þá þar
sem forráðamenn AC Milan segja að
félagið hafl ekki bolmagn til þess að
ganga að uppsettu kaupverði Barce-
lona og launakröfum Ronaldinhos.
Það hefur hins vegar Manchester
City sem jafnframt er í samstarfi við
Nike en Ronaldinho er á samningi
hjá fyrirtækinu og enginn skal van-
meta það hvernig viðskiptasambönd
stjórna í knattspyrnuheiminum.
Kaka hæstur - Bent í nítjánda
sæti
Ronaldinho er sem stendur næst-
launahæsti leikmaður heims. Hér
fyrir neðan er listi yfir 25 launahæstu
leikmenn heims í mars árið 2008. Á
listanum eru nokkur athyglisverð
nöfn og upp úr stendur að Darren
Bent, leikmaður Tottenham, er í m'tj-
ánda sæti yfir launahæstu leikmenn
heims, eða sæti á undan Carloz Te-
vez, leikmanni Manchester Unit-
ed. Iker Cassillas hjá Real Madrid
er launahæsti markvörðurinn. John
Terry hjá Chelsea er launahæsti
varnarmaðurinn og Frank Lampard
í Chelsea er launahæsti miðjumað-
urinn.
Athygli vekur að David Beckham,
sem er launahæstur þegar auglýs-
ingatekjur eru reiknaðar með, er í 45.
sæti yfir launahæstu leikmenn heims
með 4,5 milljónir evra í árslaun.
Árslaun 20 launahæstu
leikmanna heims
1. Ricardo Kaka (ACMilan) 1,1 milljarður
króna
2. Ronaldinho Gaucho (Barcelona) 1
milljarður króna
3. Frank Lampard (Chelsea) 974 milljónir
króna
4. John Terry (Chelsea) 974 milljónir
króna
5. FernandoTorres (Liverpool) 945
milljónirkróna
6. Andriy Shevchenko (Chelsea) 931
milljón króna
7. Michael Ballack (Chelsea) 931 milljón
króna
8. Cristiano Ronaldo (Manchester Utd)
917 milljónir króna
9. Thierry Henry (Barcelona) 917
milljónirkróna
10. Steven Gerrard (Liverpool) 917
milljónir króna
11. Didier Drogba (Chelsea) 881 milljón
króna
12. Wayne Rooney (Manchester Utd)
874milljónirkróna
13. Iker Casillas (Real Madrid) 841
milljón króna
14. Michael Owen (Newcastle Utd) 832
milljónirkróna
15. Sol Campbell (Portsmouth) 788
milljónirkróna
16. Raul Gonzalez (Real Madrid) 766
milljónirkróna
17. Ruud Van Nistelrooy (Real Madrid)
766 milljónir króna
18. Rio Ferdinand (Manchester Utd) 723
milljónirkróna
19. Darren Bent (Tottenham Hotspur)
709 milljónir króna
20. Carlos Tevez (Manchester Utd) 702
ftANSlOt4 /
600 milljóna króna skuld neyðir fótboltalið úr deildarkeppni:
GRETNA HÆTT VEGNA SKULDA
Skoska liðið Gretna er hætt í
skosku deildarkeppninni vegna fjár-
hagsörðugleika. Gretna lék í skosku
úrvalsdeildinni síðustu ár en féll í ár
þegar það endaði langneðst, 27 stig-
um á eftir næsta liði. Það var neytt
niður í 3. deildina vegna peninga-
skorts en vegna skulda félagsins,
sem nema 600 milljónum króna, sér
félagið sér ekki fært að halda áffam í
skoskri deildarknattspyrnu.
Gretna er ekki ýkja gamalt félag,
aðeins 52 ára. Það lék fyrst í ensku
deildinni en fékk inngöngu í skosku
3. deildina árið 2002. Eftir það lá leið-
in ekkert nema upp á við. Það vann
3., 2. og 1. deildina á fyrstu þremur
árunum með glæsibrag. Á þessum
þremur árum skoraði liðið 297 mörk
þarf af 130 tímabilið 2004-2005.
Það vakti hvað mesta athygli á sér
2006 þegar það komst í úrslit skoska
bikarsins en það ár var ævintýri lík-
ast fýrir félagið. Það þótti mörgum
ffábært afrek að komast í undanúr-
slit bikarsins það ár en liðið lék þá í
neðri deildunum. Það gerði sér lítið
fyrir og lagði Dundee, 3-0, en þurfti
að sætta sig við tap gegn Hearts í úr-
slitum í vítaspymukeppni. Þar sem
Hearts fékk Evrópusæti í gegnum
deildina það sama ár fór Gretna í
Evrópukeppni sem neðri deildar lið
en tapaði í fyrstu umferð gegn liði frá
frlandi.
Gretna komst svo upp í skosku úr-
valsdeildina þar sem það hefur leik-
ið síðustu t\'ö ár en nú er draumnum
iokið. Skoska knattspyrnusamband-
ið sá sér ekki annað fært en að senda
Gretna niður í 3. deildina aftur þar
sem það gat ekki gefið ákveðna
skýrslu um hvernig það ætíar að hag-
ræða sínum fjármálum. Liðið stend-
ur svo illa að 600 milljóna króna
skuldin er einfaldlega of mikil og
mun því liðið leika í utandeildinni á
næsta ári.
Skoska sambandið leitar nú eft-
ir nýju liði í 3. deildina og hver veit
nema annað lið í líkingu við Gretna
mæti til leiks. tomas&dv.is
MOLAR
FRAM VANTAÐI MARKIÐ FRÁ JÓNI
Fram tapaði, 2-0, fyrir KR í 5. umferð
Landsbankadeildarinnar í fyrradag.
Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram,
sagði íviðtölum
eftirleikað Fram
hefði átt að vera
yfir í hálfleik en
þarleiddi KR, 1-
0. Fram vantaði
sárlega Jón Þor-
grím Stefáns-
son sem hefur
verið meiddur
frá því hann fór
út af í fyrsta leik gegn Fylki í maí. Jón
hefur nefnilega einstakt lag á að skora
í Frostaskjóli en hann hefur sett mark
þar næstum á hverju ári. Með FH skor-
aði hann í Frostaskjóli 2003 og 2005
en árið 2006 lék hann í 1. deild með
HK. Þegar hann kom svo í Frostaskjól
með HK á síðasta tímabili tókst honum
einnig að skora. Jón Þorgrímur skoraði
einmitt (fýrsta leik sínum með Fram
í ár gegn Fylki sem var nálaegt því að
vera fyrsta mark sumarsins. Sá heið-
ur féll þó í hlut Prince Rajcomar hjá
Breiðabliki. Jón fór út af vegna meiðsla
í þeim leik og hefur verið frá síðan.
FH HALDIÐ HREINU FJÓRUM
SINNUM
FH er komið aftur á toppinn í Lands-
bankadeildinni eftir 3-0 sigur sinn á
Grindavík í fyrradag. FH hefur enn ekki
tapað en það hefur gert eitt jafntefli
og sigrað fjór-
um sinnum. Það
sem meira er
erað'FH hefur
haldið hreinu í
fjórum leikjum
affimm. Öllum
nema leiknum
gegn Þrótti þar
sem það fékk
á sig fjögur
mörk.Talið var fyrir mót að vörnin yrði
vandamál fýrir FH í sumar þar sem
það hefur orðið fýrir skakkaföllum
þar vegna meiðsla ofan á annað. Það
virðist lítið hafa aftrað bikarmeistur-
unum sem spila góða vörn og gefa
fá færi á sér. FH hefur nú verið á toppi
Landsbankadeildinnar í 62 af síðustu
66 umferðum.
SKRÁNING HEFST Á
SUNNUDAGINN
Skráning á (slandsmót 35 ára og eldri í
golfi hefst á sunnudaginn og Iýkur20.
júní. Mótið ferfram 25.-28. júní á Kiðja-
bergsvelli. Leikfýrirkomulagið er högg-
leikur en keppt
er bæði í karla-
og kvennafokki.
Leiknarverða
54holuráfjór-
um dögum en
keppendum
verður skipt
upp í flokka
þegar skrán-
ingu er lokið.
Hámarks grunnforgjöf karla er 24 en
28 hjá konum. Mikill undirbúningur
hefur verið á Kiðjabergsvelli fýrir mótið
en þetta er stærsta mót sem þar hefur
verið haldið. Skráningargjald á mótið
er 8.000 krónur og fer skráningin fram
á golf.is
ATHYGLISVERÐIR FYRIRLESTRAR
(S(, menntamálaráðuneytið og
íþróttanefnd ríkisins bjóða upp á tvo
athyglisverða
fyrirlestra föstu-
daginn ó.júní
næstkomandi
klukkan 15.00 í
E-sal fþrótta-
miðstöðvarinn-
aríLaugardal
' (ihijfeg .Annarsvegar
er um að ræða
fýrirlestur um brottfall úr íþróttum
sem verður í umsjá Jari Lámsá frá
Finnlandi og hins vegarfýrirlesturum
hvernig finna megi og halda í leiðtoga
fýrir barna- og unglingastarf sem Karin
Redelius frá Svíþjóð sér um. Aðgangur
erókeypis og öllum heimill á meðan
húsrúm leyfir.