Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2008, Síða 61

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2008, Síða 61
DV Fálkið MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNl 2008 61 HELGIPÉTUR HÆNNESSON: MORÐINGI GIFTIR SIGIVEGAS Trommuleikari pönk- rokksveitarinnar Morð- ingjarnir giftist Andreu Marel í kappellunni Graceland í Vegas. Sjálfur Elvis Presley sá um athöfnina. Helgi Pétur Hannesson, trommuleik- ari í Morðingjunum, hélt í ferðalag um Bandaríkin ásamt kærustu sinni Andreu Marel Þorsteinsdóttur fyrir nokkrum vik- um. Þegar þau hins vegar sneru heim úr ferðalaginu var Andrea orðin eiginkona Helga en þau gengu að eiga hvort annað með óvenjulegum hætti í Las Vegas. „Við errnn búin að vera saman í tæp fimm ár. Við vorum búin að plana það að fara í svona road-trip til Bandaríkjanna og keyra frá Flórída til Los Angeles með stoppi í Las Vegas. Þar sem mig hefur alltaf langað til að gifta mig í Vegas bað ég hennar fyrir ferðina og við ákváðum að gifta okkur í Vegas," segir Morðinginn Helgi Pétur. Aðspurður hvort Andreu hafi ekkert langað að fara hefðbimdnu Ieiðina og gifta sig í hvítum síðkjól og halda stóra veislu svarar Helgi: „Nei nei hvorugu okk- ar fannst þessi klassísku brúðkaup eitt- hvað heillandi. Henni fannst þetta bara rosalega góð hugmynd, ætli hún sé ekki bara með sama húmor og ég. Við æduð- um að kaupa okkur einhver brúðkaups- dress útí en ég endaði bara á því að finna mér jakka í Arizona og hún keypti sér kjól í Texas. Þetta voru því í rauninni frekar hefðbundin og hversdagsleg föt sem við klæddumstvið athöfrúna." Fyrst skötuhjúin á annað borð voru nú að fara að gifta sig í Vegas kom ekkert annað til greina en að taka þetta bara alla leið og gifta sig í kapellunni Graceland. „Það var Elvis-eftirherma sem sá um allt í kringum athöfiiina fyrir utan það að gefa okkur saman en það var alvöruprest- ur í því að gifta okkur svo þetta væri nú allt saman löglegt. Það var enginn inni í kapellunni nema við, Elvis, presturinn og ljósmyndari og athöfiiin tók um það bil tíu mínútur. Þetta var alveg ótrúlega skemmtilegt og frábært í alla staði," segir Helgi kátur í bragði. Þó fjölskyldan væri ekki viðstödd at- höfhina fylgdust allir spenntir með í gegnum tölvuskjáinn enda athöfiiin sýnd í beinni á netinu. „Það voru flestallir vin- ir og ættingjar sem fylgdust með athöfii- inni heima í gegnum tölvumar. Mér skilst meira að segja að amma hafi fellt tár fyrir framan tölvuskjáinn." krista@dv.is Morðingjarnir Fengu góða dóma fyrir sína fyrstu plötu. ÆI,PLÍSÁ NETINU Hljómsveitin Reykjavík! hefur sett nýtt lag inn á myspace-síðu sína þrátt fyrir það að söngvari sveitarinnar sé rúmliggjandi eftir að hafa rifið í sér nýra á dög- unum. Bóas söngvari reif sem kunnugt er í sér nýrað í stór- fiskaleik og hefur sagt frá því á heimasíðu sveitarinnar að hann pissi blóði og h'ði hreinlega alls ekki nógu vel. Hann greindi þó s,- líka frá því að hinir meðlimir sveitarinnar hefðu fært honum köku upp á spítala til að gleðja hann. Þetta hefur því sett nokk- uð strik í reikninginn hjá Reykja- vík! en líklegt þykir að upptökur á næstu plötu sveitarinnar frest- ist örhtið. Aðdáendur geta þó skemmt sér vel yfir nýja laginu sem heitirÆi, phs en hægt er að hlaða laginu niður af heimasíð- unni kimirecords.net. Þessa dagana stendur yfir út- skriftarsýning fyrsta árs nema úr Ljósmyndaskóla Sissu í húsnæði skólans í Hólmaslóð 6. Sýning- in er einstaklega athyglisverð en nemendum virðist hafa fundist viðfangsefriið nekt einstaklega heill- andi þetta árið. Nemandinn Katrín Eyjólfsdóttir beindi Iinsunni að BDSM-kynlífsathöfnum sem felast meðal annars í bindi- og drottnun- arþörf, þar sem glittir í bera lfkams- parta, önnur myndasería ber heitið landslag líkamanna eftir Guðnýju Jónsdóttir. I enn einni myndaserí- unni tók ljósmyndarinn Viktor Svan Sigurðarson upp á því að ljósmynda sjálfan sig við „typpateiknun". A myndunum má sjá Viktor mála á plexígler með getnaðarlimnum. Þetta er þó bara allt með saklausara móti og einungis lítið brot af öllum þeim stórskemmtilegu myndum sem nemendur sýna og ættu ungir sem aldnir að hafa gaman af sýn- ingunni sem stenduryfir til 8. júní. Séra Gunnar Sigurjónsson er enn sterkasti prestur í heimi: JARÐAÐIHINA PRESTANA' „Ég rústaði þessari keppni og jarðaði hina prestana," segir séra Gunnar Sig- urjónsson, sóknarprestur í Digranes- kirkju, en hann varði á föstudaginn titilinn sterkasti prestur í heimi. Mót- ið fór fram í íþróttahúsi Digraness. „Ég fór langt fram úr sjálfum mér. Ég bætti mig um 90 Itíló. Það er yfimátt- úrulegt. Svona gera menn ekki," segir Gunnar en er í sínu besta formi. „Ég er 120 ltílóa bolti," segir Gunnar og skellihlær. „Allir keppendur stóðu sig afskaplega vel og settu allir sín persónulegu met. Jörðin skalf, böm grétu og átökin vom hrikaleg. Þetta var prestakeppn- in en svo var líka jarðskjálfi fyrir aust- an. Maður keppir ekki við náttúru- hamfarir" segir Gunnar. Klerkurinn mikli hefur æft í fjölda- mörg ár en upp á síðkastið hefur hann bætt sig mikið. „Ég tútna all- ur ÚL Ég tók 210 kíló í hnébeygju og 250 kfló í réttstöðulyftu. Það er kvart- tomm. Ég skildi þá eftir í rykinu," segir Gunnar og bætir við: „Eg ætía að halda áfram að lyfta og gerði ráð fyrir því að keppa á íslandsmeist- aramótinu. Ég á alveg að geta rústað því og keppa síðan á heimsmeistara- mótí fyrir fslands hönd," segir Gunn- ar stoltur en hann segir kraftíyftingar vera vanmetna almenningsíþrótt. „Ef prestar geta dundað sér í þessu ættu Jói og Gunna að geta það líka." hanna@dvjs Séra Gunnar Sigurjónsson Sóknarprestur í Digraneskirkju rústaði keppninni um sterkasta prest í heimi um helgina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.