Peningamál - 01.08.2014, Blaðsíða 13

Peningamál - 01.08.2014, Blaðsíða 13
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 3 13 og útflutningi. Gert er ráð fyrir að þjóðarútgjöld vaxi um 5½% á ári á spátímanum og að útflutningur aukist um ríflega 3% á ári að meðaltali á þessu og næstu tveimur árum. Á móti því vegur að áætlað er að innflutningur fari einnig vaxandi þótt búist sé við að aukning hans verði nokkru minni á næsta ári en á þessu ári. Framlag utanríkisviðskipta batnar því milli ára en verður áfram neikvætt á öllum spátímanum. • Gangi spáin eftir verður meðalhagvöxtur á ári um 3,4% á spá- tímanum, þ.e.a.s. vel yfir 2,7% meðalhagvexti síðustu þrjátíu ára og langt yfir spám um 2,2% meðalhagvöxt á spátímanum í helstu viðskiptalöndum. • Á síðasta ári dró umtalsvert úr þeim framleiðsluslaka sem verið hefur frá því að fjármálakreppan reið yfir og er áætlað að hann hafi numið um 1% af framleiðslugetu þjóðarbúsins á árinu sem er heldur meiri slaki en gert var ráð fyrir í maí. Slakinn er jafnframt talinn hverfa heldur hægar úr þjóðarbúskapnum og því er spáð að hann verði ekki horfinn fyrr en í byrjun næsta árs en ekki um mitt þetta ár eins og gert var ráð fyrir í maí. • Samkvæmt niðurstöðum Vinnumarkaðskönnunar Hagstofunnar (VMK) var vinnuaflseftirspurn nokkru meiri á öðrum fjórðungi ársins en gert var ráð fyrir í síðustu spá Seðlabankans. Þá var spáð 1,5% fjölgun heildarvinnustunda frá fyrra ári en í reynd fjölgaði þeim um 2,6%. Þetta er svipuð fjölgun og var á fjórðungnum á undan og skýrist eins og þá að mestu leyti af fjölgun starfandi fólks en meðalvinnutími jókst einnig um 0,7%. • Á öðrum fjórðungi ársins fluttu fleiri til landsins en frá því sjöunda fjórðunginn í röð. Fjölgunin er þó hæg eða sem nemur 0,1% af vinnuaflinu og stafar nánast eingöngu af fjölgun erlendra ríkis- borgara en það styður við aðrar vísbendingar um aukna eftirspurn eftir vinnuafli. • Niðurstöður könnunar Capacent Gallup sem var framkvæmd í maí og júní sl. meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins benda til að vinnu aflseftirspurn gæti aukist enn frekar á seinni helmingi ársins. Samkvæmt könnuninni vildu um 10% fleiri fyrirtæki fjölga starfs- mönnum en fækka þeim. Þetta er svipuð niðurstaða og kom fram í könnuninni í mars. Þrátt fyrir verulega aukningu eftirspurnar eftir vinnuafli sem sést á fjölgun starfandi fólks undanfarin tæp tvö ár hefur hlutfall fyrirtækja sem telur vera skort á starfsfólki ekki hækkað. • Í uppfærðri spá er því gert ráð fyrir heldur meiri fjölgun heildar- vinnustunda í ár en í síðustu spá eða 2,5% fjölgun. Horfur fyrir næstu tvö ár eru einnig betri en í maí og er spáð um 1,8% fjölgun að meðaltali á spátímanum. • Svipað og í maíspá Peningamála var árstíðarleiðrétt atvinnuleysi samkvæmt skrá Vinnumálastofnunar (VMS) nánast óbreytt milli fjórðunga á öðrum fjórðungi ársins. Atvinnuleysi eins og það er mælt í VMK minnkaði hins vegar um 0,6 prósentur milli fjórðunga en þær tölur eru líklega betri mælikvarði á atvinnuleysi en tölur 1. Framleiðniaukning kemur fram sem neikvætt framlag til hækkunar á launakostnaði á framleidda einingu. Grunnspá Seðlabankans 2014-2016. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd 23 Launakostnaður á framleidda einingu og framlag undirliða 2008-20161 Breyting frá fyrra ári (%) Nafnlaun Launakostnaður annar en laun Undirliggjandi framleiðni Launakostnaður á framleidda einingu -4 -2 0 2 4 6 8 201620152014201320122011201020092008 Heimild: Hagstofa Íslands. Mynd 21 Breytingar á atvinnu og vinnutíma 1. ársfj. 2004 - 2. ársfj. 2014 Breyting frá fyrra ári (%) Fjöldi starfandi Meðalvinnutími Heildarvinnustundir -15 -10 -5 0 5 10 ‘13 ‘14‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04 Heimildir: Hagstofa Íslands, Vinnumálastofnun, Seðlabanki Íslands. Mynd 22 Árstíðarleiðrétt atvinnuleysi 1. ársfj. 2008 - 2. ársfj. 2014 % af mannafla Atvinnuleysi - Vinnumarkaðskönnun Atvinnuleysi - Vinnumálastofnun 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 ‘14201320122011201020092008

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.