Fréttablaðið - 08.04.2016, Side 2

Fréttablaðið - 08.04.2016, Side 2
Varðandi óskir ríkisskattstjóra þá er lögmaður okkar að svara því erindi. Jóhannes Kr. Krist- jánsson, ritstjóri Reykjavik Media Veður Í dag verða austan 13 til 18 metrar á sekúndu og rigning á sunnanverðu landinu. Fyrir norðan verða 8 til 13 og lítilsháttar skúrir eða él. Hiti 3 til 8 stig, en svalara norðaustan til. sjá sÍðu 20 Rafknúin sjálfrennireið Verkfræðinemar við Háskóla Íslands kynntu í gær nýjan rafknúinn kappakstursbíl á Háskólatorgi sem keppa mun í árlegri hönnunar- og kapp- aksturskeppni á Silverstone-brautinni á Englandi. Árið 2011 tók liðið fyrst þátt í keppninni og hefur tekið þátt árlega. Fréttablaðið/Vilhelm sVÍÞjÓð Tveir æðstu yfirmenn sænskra skattayfirvalda gripu inn í og reyndu að hafa samband við fyrrverandi ráðuneytisstjóra í utan- ríkisráðuneytinu, Frank Bel frage, til að vara hann við að fréttaskýr- ingaþáttur sænska ríkissjónvarps- ins, Uppdrag granskning, væri að skoða  tengsl hans við Panama- skjölin svokölluðu. Belfrage var fyrrverandi sam- starfsmaður yfirmannanna tveggja hjá skattinum er þeir störfuðu fyrir sænska stjórnarráðið. Ofangreint kom fram í Uppdrag granskning sem sýndur var í Svíþjóð á miðvikudagskvöld. Í kjölfar útsendingar þáttarins hafa sænsk skattayfirvöld tilkynnt að rannsókn eigi að fara fram innan- húss með aðstoð utanaðkomandi. Skoða eigi málið bæði út frá laga- legri hlið þess og siðferðislegri. – ibs Yfirmenn vildu vara félaga við skattarannsókn VORIÐ ER KOMIÐ Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 Opið kl. 11 - 18 virka daga Opið kl. 11 - 16 laugardaga VELDU GRILL SEM EN DAST OG ÞÚ SPARA R • 3 brennarar úr ryðfríu stáli • Postulínsemalerað eldhólf • Grillgrindur úr pottjárni • PTS hitajöfnunarkerfi • Kveiking í öllum tökkum • Niðurfellanleg hliðarborð • Tvöfalt einangrandi lok • Postulínsemaleruð efri grind • Hitamælir • Auðveld þrif - Bakki fyrir fitu undir öllu grillinu • Einnig til 2ja brennara svart, 4ra brennara svart og rautt Er frá Þýskalandi Niðurfellanleg hliðarborð Einnig til svart hvítt og grátt Landmann gasgrill Triton 3ja brennara 10,5 KW 98.900 Skoðið úrvalið á www.grillbudin.is GASGRILL Í 50 ÁR Efnahagsmál Nýr rammi peninga- stefnunnar eftir losun fjármagns- hafta hefði áfram stöðugt verðlag að meginmarkmiði og það yrði útfært með formlegu og tölusettu verð- bólgumarkmiði eins og nú er. Þetta kom fram í máli Más Guð- mundssonar seðlabankastjóra á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins (SA) í gær. Yfirskrift fundarins var „Fíllinn í herberginu“ og þar vísað til efna- hagslegs óstöðugleika sem sögulega hefur stafað af krónunni. Í ræðu sinni fór Már yfir brota- lamir við stjórn peningamála fyrir hrun og sögu gjaldmiðilsins. Með flotgengisstefnu sem tekin var upp 2001 hafi átt að forðast inngrip á fjármálamarkaði, fjármálaeftirlit átti að sjá til þess að einstakar fjár- málastofnanir væru í lagi og ríkis- fjármálin hlutlaus yfir hagsveifl- una. Markaðir myndu svo sjá um afganginn. „Það reyndist ekki svo,“ sagði Már. Nýr rammi segir hann að feli í sér „stýrt flot“ krónunnar, sem án til- tekins gengismarkmiðs hefði það að markmiði að dragar úr óhóflegum sveiflum á gengi gjaldmiðilsins vegna tímabundins fjármagnsinn- streymis og draga úr skammtíma- flökti á gengi. Már áréttaði að lokum að nýr rammi yrði betri en sá sem við höfðum fyrir fjármálakreppu. „En hann verður engin töfra- lausn.“ Peningastefnan verði áfram framkvæmd við skilyrði óvissu í síbreytilegum heimi. „Hún á þó við flestar aðstæður að geta til lengri tíma litið skilað okkur verðstöðug- leika og það er ekki svo lítið.“ – óká Nýr rammi er ekki töfralausn már Guðmundsson seðlabankastjóri. Fréttablaðið/ernir stjÓrnsýsla Ríkisskattstjóri hefur krafist þess að fá Panama-skjölin afhent frá Reykjavik Media á grund- velli 94. greinar tekjuskattslaga. Þar segir: „Öllum aðilum […] er skylt að láta skattyfirvöldum í té ókeypis og í því formi, sem óskað er, allar nauðsynlegar upplýsingar og gögn er þau beiðast og unnt er að láta þeim í té. Ekki skiptir máli hvort upplýsingarnar varða þann aðila sem beiðninni er beint til […]. Ríkisskattstjóri sendi bréf til Reykjavik Media þessa efnis, sem hefur frest til að taka afstöðu til kröfunnar. Ríkisskattstjóri vill ekki gefa upp hvenær sá frestur rennur út. „Nú bíð ég bara eftir að Reykjavik Media tjái sig um málið,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. Reykjavik Media hefur ekki afhent gögnin og virðist það ekki standa til á  næstunni.  „Reykjavik Media hefur ekkert forræði yfir gögnunum. Það hafa Alþjóðasam- tök rannsóknarblaðamanna (ICIJ),“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson, rit- stjóri Reykjavik Media. „Varðandi óskir ríkisskattstjóra þá er lögmaður okkar að svara því erindi.“ Frekari svör fengust ekki frá ritstjóranum. Í lagaheimildinni sem ríkisskatt- stjóri vísar í segir að verði ágrein- ingur um skyldu aðila geti ríkis- skattstjóri leitað um hann úrskurðar héraðsdóms. Gegni einhver ekki upplýsingaskyldu sinni megi vísa málinu til rannsóknar lögreglu. Skúli Eggert segir að ef Reykjavik Media afhendi ekki gögnin verði tekið á því þegar þar að komi. „Við skulum bara sjá til. Þeir verða að fá að svara fyrst.“ Embættið vill fá gögnin til að sinna eftirlitsskyldu. „Til að ganga úr skugga um hvort það kunni að vera einhver efni til að kanna skatt- skilin frekar,“ segir Skúli en gefur engin frekari svör um hvort grunur um lögbrot sé að ræða. „Þetta er í eftirlitsskyni.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á mánu- dag sagði Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri að þau gögn sem keypt voru í fyrra séu af svip- uðum grunni og Panama-skjölin, en að þau síðarnefndu innihaldi að einhverju leyti ríkari gögn og fleiri félög. erlabjorg@frettabladid.is Skattstjóri krefst þess að fá Panama-skjölin Ríkisskattstjóri hefur rétt á að fá Panama-skjölin afhent á grundvelli skattalaga. Ritstjóri Reykjavik Media tjáir sig um málið og segir skjölin ekki á sínu forræði. Hægt að leita dómsúrskurðar eða lögreglurannsóknar sé kröfunni ekki svarað. Skattayfirvöld telja að skjölin sem lekið var frá mossack Fonseca séu ítarlegri en þau sem keypt voru í fyrra og vilja því komast yfir þau í eftirlitsskyni. mynd/aFp Nú bíð ég bara eftir að Reykjavik Media tjái sig um málið. Skúli Eggert Þórðar- son ríkisskattstjóri 8 . a p r Í l 2 0 1 6 f Ö s t u D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 0 8 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :4 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 F D -2 4 C 4 1 8 F D -2 3 8 8 1 8 F D -2 2 4 C 1 8 F D -2 1 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 7 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.