Fréttablaðið - 08.04.2016, Page 26

Fréttablaðið - 08.04.2016, Page 26
„Við hjá Roadhouse höfum það að markmiði að vinna allan mat frá grunni. Við handskerum franskar, reykjum rif í reyk ofni á staðnum, búum til okkar eigin kryddblöndur og lögum sósur frá grunni,“ segir Halldór Sig­ urjónsson, veitingastjóri Road­ house. Aftur til fortíðAr Mikið er lagt upp úr skemmti­ legri stemningu á staðnum. „Við viljum skírskota til gullaldar­ tímabils í sögu Bandaríkjanna sem náði frá 1950 til 1980. Tón­ list, innréttingar og munir í hill­ um hjá okkur er allt sérvalið með þetta í huga,“ segir Halldór og bendir á að Roadhouse sé full­ kominn staður fyrir fólk sem vill njóta góðs matar og upplifa frá­ bæra stemningu. ViljA gleðjA AllA Roadhouse hefur frá upphafi unnið út frá slagorðinu „The taste that brings you back“. „Þetta þýðir að bragðið af matnum á að vera það einstakt að þegar fólk fer heim til sín eftir máltíðina hugsi það um að það langi að koma aftur,“ segir Halldór sem telur alla geta fundið eitthvað við sitt hæfi á Roadhouse, bæði unga sem aldna. „Enda viljum við gleðja alla.“ Hinn nýi Country Style Burger Roadhouse leggur mikið upp úr því að koma með nýjungar og má þar nefna cronut, djúpsteiktan ost, vöffluborgara og heimagert beikon. „Nú erum við búin að hanna nýjan „Off Menu“ borgara sem Mikið lAgt upp úr SteMningu Roadhouse kynnir Veitingastaðurinn Roadhouse við Snorrabraut vekur upp notalega tilfinningu hjá þeim sem þar snæða. Þar minnir allt, innréttingar, tónlist og matur, á gullaldartímabilið 1950 til 1980 í Bandaríkjunum. við teljum að eigi eftir að slá í gegn,“ segir Halldór en nýi borg­ arinn heitir Country Style Burger og er hannaður í kringum Stone­ wall Country Ketchup sósuna. „Við ákváðum að gera undantekn­ ingu á því að hanna sósu sjálf því sósan frá Stonewall er virkilega góð og stóðst allar okkar vænting­ ar. Það var skemmtileg áskorun fyrir okkur að búa til borgara sem tónar við hana. Þannig munum við í fyrsta sinn á Íslandi djúpsteikja buffið en auk þess verða á borg­ aranum hægeldaður nautaskanki, sósan góða og romain­salat,“ segir Halldór en Country Style borg­ arinn verður kynntur til leiks á Roadhouse í dag ásamt nýjum mjólkurhristingi, Oreoshake. Nánar á www.roadhouse.is og á Facebook. Halldór Sigurjónsson, veitingastjóri Roadhouse. Roadhouse kynnir í dag til leiks Country Style borgarann og girnilegan Oreo-mjólkurhristing. MyNdiR/SteFáN innréttingarnar minna á gullaldarárin í Bandaríkjunum frá 1950-1980. Magnús Halldórsson blaðamaður býr í New York og segir að uppá­ haldsstaðir hans með skyndimat séu á hjólum. „Hér í nágrenni við mig, á 116. stræti við Broadway vestanmegin, raða sér gjarnan upp matarbílarnir (e. food trucks) og bjóða upp á frábæran skyndi­ bita. Í einum þeirra er hollusta í fyrirrúmi, ávextir og grænmeti þar helst, en svo má finna taílensk­ an mat, pitsur frá Ítölum í Brooklyn og einnig ferskvöru af ýmsu tagi. Það fylgir því einhver stemning að geta komið upp að bílunum, fá gæðaskyndibita á góðu verði og svo horfir maður stundum á eftir þessari þjónustu bara fara í burtu og birtast manni annars staðar í nágrenninu daginn eftir. Ástæðan fyrir því að þetta eru uppáhalds skyndibitarnir mínir er að það er margt í boði og maður getur allt­ af fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir Magnús. „Oftast nær kaupi ég sterkan kjúklingarétt hjá manni frá Mar­ okkó sem kemur stundum keyr­ andi á svæðið seinnipart dags, og er þá að stóla á eftirspurn í kring­ um kvöldmatinn, milli fimm og sjö. Hann kemur ekki alltaf, og því er það sérstakt fagnaðar­ efni þegar maður nær honum. New York er alveg sérstaklega skemmtileg hvað þennan skyndi­ bita varðar. Fjölbreytt og spont­ an þjónusta.“ Blöð í New York birta alltaf af og til greinar um bestu mat­ arvagnana á götum borgarinnar. Maturinn, street food, er sagður bæði góður og á frábæru verði. Ferðamenn á leið til New York ættu að prófa mat úr einhverjum bílnum. elin@365.is SkyndiMAtur á HjóluM Löng hefð er fyrir „food trucks“ eða matarbílum í New York. Hægt er að velja sér mat af ýmsu tagi, hvort sem fólk vill indverskt, ítalskt, tyrkneskt, suður-amerískt eða eitthvað annað að borða. Margir kjósa að fá sér skyndimat hjá þessum skemmtilegu karakterum sem afgreiða mat úr matarbílum, enda er maturinn bæði ódýr og bragðgóður. Magnús Halldórsson blaðamaður. Street Food í New york eða matur beint úr bílnum. Vinsæll matur á góðu verði. NORdiCpHOtOS/Getty 8 . a p r í l 2 0 1 6 F Ö S T U D a G U r10 F ó l k ∙ k y n n i n G a r b l a ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ i ∙ l í F S S T í l l 0 8 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :4 3 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 F D -2 E A 4 1 8 F D -2 D 6 8 1 8 F D -2 C 2 C 1 8 F D -2 A F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 7 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.