Fréttablaðið - 08.04.2016, Síða 28

Fréttablaðið - 08.04.2016, Síða 28
8 . a p r í l 2 0 1 6 F Ö S T U D a G U r12 F ó l k ∙ k y n n i n G a r b l a ð ∙ X X X X X X X X Nýlega opnaði Eldsmiðjan sinn fjórða stað og er hann á N1 í Ár­ túni. Að sögn Anuthidu Khorchai, veitingastjóra staðarins, er á hreinu að þar verði bakaðar pits­ ur í miklu magni enda hungr­ ar marga í pitsu í nágrenninu. „Þetta er lítill staður með stóran ofn og hér er hægt að ná í pitsu, fá hana senda eða koma inn til okkar og fá sér hádegistilboð eða bara sneið – einn tveir og bingó.“ var opnuð 1986 Fyrsti staðurinn var opnaður á Bragagötu 38A árið 1986. Hug­ myndin var að búa til hlýlegan stað sem framreiddi úrvals eld­ bakaðar pitsur á borð fyrir Ís­ lendinga. „Eldsmiðjan heldur áfram að leggja áherslu á eld­ bakaðar handgerðar og gómsæt­ ar pitsur úr hágæða hráefni. Við fylgjum nútímanum bæði í pitsu­ gerðinni, þar sem við erum með fullt af skemmtilegum og fjöl­ breyttum pitsum og einnig á net­ inu þar sem við erum búin að vera að vinna í því að setja upp flott vefpöntunarkerfi fyrir tölv­ ur og app fyrir síma. Það er allt saman komið í loftið,“ segir Anu­ thida. Í ofnana á Eldsmiðjunni hefur alltaf verið notað birki úr Hall­ ormsstaðaskógi og segir Anu­ thida að það sé stór hluti af galdrinum við hinar gómsætu Eldsmiðjupitsur. „Við höfum allt­ af verið knúin áfram af mikilli ástríðu í pitsugerð okkar. Stað­ irnir okkar hafa hver sinn kar­ akter þrátt fyrir að maturinn sé sá sami. Eldsmiðjan á Suð­ urlandsbraut er stærsti staður­ inn og þangað kemur mikið af hópum og fjölskyldufólki enda staðurinn vel til þess fallinn að taka á móti fjölmenni en þar er að finna glæsilegt barnaherbergi og íshlaðborð fyrir börnin. Eld­ smiðjan á Bragagötu er senni­ lega ítalskasti staðurinn þar sem hann er í gömlu, fallegu húsi en þó með nýjar og glæsilegar inn­ réttingar sem hafa sterka vísun í Ítalíu,“ segir Anuthida og bætir við að Eldsmiðjan á Bragagötu sé vinsæl hjá íbúum og gestum mið­ borgarinnar. Þar er einnig hægt að panta borð fyrir hópa og fá ágætis næði þar sem staðurinn er á þremur litlum hæðum. rokk og ról „Eldsmiðjan á Laugavegi er svo mesti rokk og ról staður­ inn. Þangað koma margir við­ skiptavinir, bæði útlendingar og Íslendingar sem eru á leið á tónleika, í leikhús eða eitt­ hvað annað skemmtilegt mið­ bæjarævintýri. Það er alltaf stuð og stemning á Laugavegin­ um. Svo er það fjórði staðurinn okkar, Eldsmiðjan í Ártúni sem við vorum, eins og fyrr segir að opna. Þar tökum við, eins og á öllum okkar stöðum, vel á móti gestum.“ Ástríða í pitsugerð í eldsmiðjunni Nú er Eldsmiðjan á fjórum stöðum, á Bragagötu, Laugavegi, Suðurlandsbraut og sá nýopnaði, í Ártúni. Skyndibitafæði hefur átt vaxandi vinsældum að fagna í áranna rás um allan heim og eru nokkr­ ar ástæður fyrir því. Maturinn er fyrirsjáanlegur og neytend­ um finnst gott að geta gengið að matnum vísum, að hvar sem er í heiminum muni uppáhaldsréttur­ inn á eftirlætis skyndibitastaðn­ um bragðast eins. Skyndibita­ fæði er yfirleitt í ódýrari kant­ inum auk þess sem það hentar uppteknu fólki vel, það þarf ekki að eyða tímanum í að elda sjálft ef það velur skyndibitann. Stærstu skyndibitakeðjur heims leika stórt hlutverk í al­ þjóðlegum matvælaiðnaði, hafa gert það í mörg ár og munu lík­ lega gera um komandi ár þrátt fyrir auknar kröfur um heil­ brigði – sem keðjurnar hafa að sjálfsögðu reynt að koma til móts við. Hér á eftir fara þær skyndi­ bitakeðjur sem eru stærstar á heimsvísu. mcdonald‘s Flestir myndu eflaust giska á að McDonald’s væri stærsta keðja heims og hefðu þá rétt fyrir sér. Fyrsti McDonald’s staðurinn var opnaður í Kaliforníu í Bandaríkj­ unum árið 1940 en í dag eru stað­ irnir orðnir fleiri en 36 þúsund í yfir hundrað löndum. Á hverjum degi heimsækja næstum 68 milljón gestir McDonald’s en það eru fleiri en allir íbúar Bretlands. subway Subway er sú keðja sem hefur flesta veitingastaði í heiminum en McDonald’s heldur enn þeim titli að vera stærsti staðurinn þar sem hann er í fleiri löndum og skilar hærri tekjum árlega. Vinsældir Subway eru helst byggðar á því að vera talinn heilsusamlegri kost­ ur en flestir aðrir skyndibitastað­ ir. Um 7,6 milljón samlokur eru afgreiddar daglega á staðnum og á einu ári eru þar búnar til nógu margar samlokur til að ná fjórtán sinnum í kringum jörðina. kFc Fyrsti Kentucky Fried Chicken staðurinn var opnaður árið 1952 en keðjan er fyrirrennari KFC sem er þriðja stærsta skyndibita­ keðja heims. Staðurinn selur fyrir álíka háa upphæð á hverju ári og McDonald’s á um nítján þúsund stöðum víða um heim. Næstum átta milljón viðskiptavinir koma á KFC á hverjum degi í Bandaríkj­ unum einum. starbucks Kaffihúsakeðjan Starbucks er stærsta keðja sinnar tegundar í heimi. Staðurinn er hugarfóstur þriggja félaga í Seattle sem lang­ aði árið 1971 að stofna kaffihús sem seldi gæðakaffi. Í dag selja þeir kaffi um allan heim, á rúm­ lega 21 þúsund stöðum í 65 lönd­ um. Við keðjuna hafa bæst að með­ altali tveir nýir staðir daglega frá því 1987 og á hverju ári eru notaðir um 2,3 milljarðar pappa­ glasa á Starbucks. burger king Burger King og vinsælasti borgar­ inn þeirra, Whopper­inn, er helsti keppinautur McDonald’s en þeir reka um fjórtán þúsund veitinga­ staði í 95 löndum. Daglega kemur um ein milljón manns á veitinga­ staði Burger King um allan heim. pizza Hut Fimm milljarðar af pitsum selj­ ast árlega um allan heim og selur Pizza Hut stóran hluta þeirra. Sex þúsund Pizza Hut staðir eru í Bandaríkjunum og næstum 5.200 staðir í öðrum 94 löndum. Á hverju ári eru 136 þúsund tonn af osti notuð á pitsur frá Pizza Hut. domino’s Önnur stærsta pitsukeðjan í Bandaríkjunum og sú stærsta á heimsvísu með rúmlega ellefu þús­ und veitingastaði í sjötíu löndum er Domino’s. Fyrirtækið var stofn­ að árið 1960 í Michigan og stækk­ aði hratt og er nú víða um heim. stærstu skyndibitakeðjurnar Skyndibitastaðir njóta vinsælda um allan heim og í flestum löndum má gæða sér á einhvers konar skyndifæði frá stærstu keðjum heims. En hverjar skyldu vera stærstu skyndibitakeðjurnar á alþjóðavísu? Anuthida Khorchai veitingastjóri á nýjasta Eldsmiðjustaðnum, á N1 í Ártúni. MYNDIR/ANTON BRINK Í ofnana á Eldsmiðjunni hefur alltaf verið notað birki úr Hallormsstaðaskógi og segir Anuthida að það sé stór hluti af galdr- inum við gómsætar Eldsmiðjupitsurnar. McDonald’s er stærsta veitingahúsakeðja heims. NORDIC PHOTO/GETTY Um 7,6 milljón samlokur eru afgreiddar daglega á Subway og á einu ári eru þar búnar til nógu margar samlokur til að ná fjórtán sinnum í kringum jörðina. Staðirnir okkar hafa allir sinn karakter þrátt fyrir að maturinn sé sá sami. Eldsmiðjan kynnir Eldsmiðjan er þekkt fyrir eldbakaðar, handgerðar og gómsætar pitsur úr góðu hráefni. Fjórði staðurinn var opnaður á fyrir skömmu í N1 í Ártúni og þar má ná í pitsu, fá hana senda eða borða á staðnum. F ó l k ∙ i ∙ l í F S S T í l l 0 8 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :4 3 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 F D -4 2 6 4 1 8 F D -4 1 2 8 1 8 F D -3 F E C 1 8 F D -3 E B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 7 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.